Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 8
ÆGift 210 4174 tonn, aflaskýrslur sýna 3484 tonn. 1932 útflutt 4G99 tonn, en aflaskýrslur telja magnið 3875 tonn. Útflutningur hef- ur aldrei verið eins mikill og þessi 3 ár. Allt. bendir til, að skarkolaveiði sé mest við Norðlandsfylki, en þó má eigi full- yrða það, því aflaskýrslur eru mjög ó- nákvæmar. Útflutningurinn sannar það eigi heldur. Frá árinu 1922 og árin á eftir, fundust ný skarkolamið; voru það fiskimenn frá suðurhluta Noregs, sem fundu hinar nýju fiskilóðir og síðan hef- ur skarkolaveiði verið stunduð af kappi. Árið 1924 voru margar nýja dragnætur keyptar til Lofoten. Veiðin hefur aukist að mun í Troms- fylki, en stendur þó að baki aflabrögð- um við Norðland og Finnmörk. Þessi þrjú nyrstu fylki eru sérstök i sinni röð, hvað skarkolaveiðar áhrærir, aflamagnið annarsstaðar er vart teljandi. Kolaveiðar voru nokkrar við Finn- mörk á undan árinu 1924; var þá veitt á færi, lóð og eitlhvað í dragnætur, en afli var að mestu mjög rír. 1909 var hann 172 tonn, 1910 47 tonn, en árin þar á eftir, allt fram að árinu 1924, var aflamagnið (þó eftir ónákvæmum skýrsl- um) milli 0,2 og 15,5 ton á árni. Rúss- ar keyptu kolann fyrr á tímum mjögó- dýrt og söltuðu hann og kolaveiðar voru lengi t litlu álili hvað verðmæti snerti, eins og í raun og veru var. Byrjað var að senda frystan kola til útlanda árið 1924. Átti Finnmörk þar forgöngu er gufuskipaferðir hófust milli Englands og Norður-Noregs, með þvi augnamiði að flytja frystan fisk til Englands. Ferðum þessum var haldið uppi árið 1925 og höfðu þær mikil áhrif á veiðarnar og örfuðu fiskimenn, sem nú fóru að fá meira fyrir afla sinn, en Rússar höfðu greitt. Fiskútflytjendur á hinum ýmsu stöð- um í Norður-Noregi lögðu sinn skerf í fyrirtækið 1926 og sendu kolann til Eng- lands með hraðferðunum frá Bergen. Verðmæti skarkolaaflans á árunum 1908—1922, varð frá 69 þúsund til 244 þúsund kr., sem kalla má smámuni er miðað er við verðmæti alls fiskafla Nor- egs. Árið 1923 var verðmæti skarkola- aflans komið upp i 622 þúsund krónur, en frá þvi ári til ársins 1932, var það frá 1.279.000 til 1.996.000 krónur. Árið 1932 mun kolaafli alls hafa verið að verðmæti, 2,4 milljónir króna, þegar reikn- að er með öllum útflutningi og þvi, sem neylt var i Noregi, en í meðfylgjandi linuriti stendur 1.890.000 krónur. Skar- koli og lúða eru verðmætastar fiskteg- undir og verðið, sem fiskimenn hafa feng- ið hefur hin síðustu fimm ár, verið að meðaltali 49—54 aurar fyrir hvert kilo. Nú er skarkolinn orðin ein verðmesta útflutningsvara af þeim fisktegundum, sem sendar eru nýjar (frystar) á erlend- an rnarkað, að eins lúða er dýrari. Árið 1932 var útflutningur skarkola 4699 tonn og fékkst fyrir hann á erlendum mark- aði 3,8 milljónir króna. (Pýtt úr Norges Fiskerier 1932). Ný vandræði við ísland. Svo nefnist grein í »Fishing News« (22. sept. s. 1.), eftir skipstjóra Harry Wicks frá Grimsby. Nýverið kom hann úr veiðiför frá íslandi og kvartaði und- an hvalþjósum og skrokkum sem væru víða á reki í Faxaflóa, og fleygt væri í sjóinn frá hvalveiðaskipunum norsku, sem legið hafa fyrir akkerum í flóanum í fyrra og nú. 1 vörpurnar komu stór hvalstykki og um einn slikan drátt farast honum þannig orð : Við drógum upp mikið flikki af úldn- um hvalskrokk. Varpan rifnaði svo, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.