Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 13
ÆGIR 215 Akkeri og keðjur. Þegar bátar og skip tapa legufærum, er nauðsynlegt að önnur komi í staðinn. Svo getur staðið á, að síma þurfi eftir þeim og verður þá að tiltaka í skeyti eða skýrslu, hve þung akkeri þurfi og hve gildar keðjur eigi að vera. t'ótt undarlegt sé, þá vantar mikið á, að formenn almennt hafi iekið eftir þessu atriði, sem öllum þeirra ætti að vera Ijóst. í grein þeirri, sem um þelta atriði fjallar í »TiIskipun um eftirlit meðskip- um og bátum, 17. gr. bls. 12, er tafla, sem sýnir þyngd akkera og gildleika keðja, sem fer eftir stærð bátanna — og nær til 100 tonna báta, en fari fram úr þeirri stærð, skal farið eflir reglum við- urkennds flokkunarfélags (sbr. »Tilskip- uninnar« 150 gr.). Um þyngd akkera er það að segja, að patent akkeri eiga að vera 25% þyngri en stokkakkeri, áskip- um upp að 100 tonnum. Eftir áðurnefndri töflu þarf 5—15 tn. bátur að hafa: 13—14 raillimetra gilda keðju, um >/« þral. 15—20 tonna bátur 14—16 mra, ura 5/s þral. 30—40 tonna bátur 17—19 ram, um s/‘ þujl. 40—60 tonna bátur 19—22 mm, um 7/a þml. 60—80 tonna bátur 22—25 mra, um 1 þml. Þeir bátar, sem eru tíu tonn ogyfireiga að hafa 2 keðjur og á siðari tala i töfl- unni við hina gildari, t. 40 — 60 tonna bát- ar eiga að hafa 19 mm % þml. keðju annarsvegar, en hin skal vera % þml. eða 22 mm. Bátar frá 5 — 10 tonn eiga að hafa eina keðju um V3 Þml- g»ld- leika og eitt akkeri, sem vegur 50 kíló. Þyngd. akkera. Bátar 10—15 tonna skulu hafa 2 akkk. 50og75 kg. _ 15—20 - — — 2 - 75 og 100 — — 20-30 — — — 2 — 100 og 125 — - 30-40 — - - 2 - 125 og 150 - Bátar 40—60 tonna skuiu hafa 2 akk. 150og 175 kg. — 60-80 — — — 2 — 175 og 200 — — 80-100 - — — 2 — 200 og 250 — Þegar beðið er um legufæri, sem senda á til fjarlægra staða, er afaráriðandi að rétt mál af keðjum sé tilgreint og þyngd akkera. Og þar sem kabelskifur i spilum eru mismunandi, verður eina ráðið að láta 2 -3 keðjuhlekki fylgja pöntunum til þess að áreiðanlegt se, að rétt verði sent og ekki þurfi að skila aftur, vegna þess að þegar til kom, var keðjan ónot- hæf á kabelarskífu bátsins eða skipsins. Mismunandi er einnig bvernig skip liggja fyrir akkerum; liggja sum lélt í þeim, en önnur taka meira á, jafnvel þeg- ar um sömu stærð og gerð er að ræða, og verður það því lagt undir dóm for- manna, hvort ekki sé vissara að breyta lítið eitt frá töflunni um þyngd akkera og gildleika keðja, og auka það á þeim skipum, sem láta illa þegar þau liggja fyrir legufærum, en að draga úr ákvæð- um »Tilskipunarinnar« má aldrei. 24. október 1934. Sveinbj. Egilson. Hinn 26. september hljóp stærsta skip heimsins af slokk- unum á skípasmíðastöð John Browns skammt frá Glasgow. Voru þar saman- komnar 100 þúsundir manna, til þess að horfa á, er hið mikla skip rynni úr skipasmíðastöðinni út á ána Clyde. Það er 990 fet' á lengd og 80 000 smá- lesta. Er gert ráð fyrir að það geli farið 31 mílu á klukkustund. Nafn skipsins er »Queen Mary«.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.