Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 6
164 Æ G I R ars, sem eyluir kostnað við að undirbúa flskinn lil útílutnings er það, að engir flskimatsmenn ern í hreppnum og verð- ur því að sækja þá að morgni til Kefla- vikur og flytja þá heim að kveldi, með- an á mati stendur. Leggjast })ví 10—12 aurar á hvert skippund af flski, eftir því hve metið er á dag; verður þetta eitt af mörgu, sem bætist við kostnað á hvert skippund, sem úr sjó fæst. Nú má heita, að um annan afla sé ekki að ræða, nema vetrarvertíðaraflann, því sumar og haustaflinn er venjulega mjög lítill orðinn; er þetta orðið mjög ])reytt á siðustn árum. í Hafnalireppi var sumarafli oft mjög mikill á grunnmið- um umhverfis Reykjanesið, lúða og skata lil uppbótar öðrum afla. Haustvertíðir voru oft ágætar og munaði það miklu fyrir hreppsbúa, stundum eftirrýrar vetr- arvertíðir. Síðastliðin 12 ár hefur ekki verið jafnrýr vertíð í Höfnum og nú, eða síðan vélbátaútgerðin hófst þar, og erflð- lega byrjaði þessi fyrsta vertíð nýjuskip- anna. Hafnamenn hafa ágætan skipasmið, þar sem Hinrik ívarsson bóndi í Merki- nesi er. Sandgerði. Þegar vertíð lýkur, hætta flestir að stunda sjó og byrja að koma vetraraflanum í útgengilega vöru, flsk- verkunin befst og allir keppa að J)ví marki að vera sem fyrst búnir að verka flsk sinn til útflutnings, en vegna óþurka í sumar var ekki búið að fullþurka fisk hinn 12. ágúst. í apríl í vor för að verða vart við síld í Faxaflóa og hélzt þá sild- in stöðug í Keflavík þar lil síðast í maí og fóru menn þá að hugsa um rekneta- veiði;má svo heita, að nú séu öll frysti- hús full af beitusíld, því í Faxaflóa hef- ur verið mikil síld i júlí og það sem af er ágúst. Frá Sandgerði stunda eftirtald- ir mótorbátar reknetaveiði: Óðinn frá Gerðum G. K. 22, Gylfi I. S. 357 og Egg- erl G. K. 521. Óðinn er eign Guðmund- ar Þórðarsonar í Gerðum, Gylfi er eign Haraldar Böðvarssonar og Eggert gerir Loftur Loftsson út. Um kvöldið 12. ág., var afli þeirra þessi: Óðinn hefur fryst 788 tunnur af síld. Gylfi, fryst í Sandgerði 865V2 tunnu. Sami fryst á Akranesi 306 tunnur og saltað frá sama ])át 34 tunnur. Afli Eggerts var 1400 tunnur, þar af fryst í Sandgerði 700 tunnur, liitl flutt í íshús í Reykjavik. Þessi bátur heflr salt- að 50 tunnur. Tunna upp úr ])át kostar útgerðar- mcnn 12 kr. (Þ. e. áfallinn kostnaður á hverja veidda tunnu). Meðalverð á fiski, upp og niður, var í fyrra um 70 kr., en er nú 70 kr. fyrir prímafisk, hvert skpd. Sandgerði telst með mestu veiðistöðv- um landsins og er illl til þess að vita, live höfnin er grunn, þar sem bátar, sem rista 1,75 meter eru helzt lil of mikið í sjó, svo óliætt megi telja. Látum það })ó gott beita, en verra er, að reglur fyr- ir legu skipa á höfninni, þyngd akkera (múringa) og sverleika festa, skuli vanta og svo mörg eru dæmin orðin um á- rekstra í stórviðrum, skemmdum og tímatöf, vegna viðgerða, að nauðsyn ber til, að þessu yrði kippt i lag þannig, að valinn væri maður í Sandgerði, sem hefði umsjón með legufærum báta, segði ld livar liver bátur ætti að liggja og ákvæði bil milli þeirra á höfninni. Fyrir þetta gæli Sandgerði tekið eitthvað hafnargjald, og greitt umsjónarmanni, sem öllum bæri að lilýða. Það virðist ekki ókleift að koma þessu í framkvæmd og minni örð- ugleikar en sá verðnr fyrir, sem missir ])át sinn frá starfi, á miðri vertíð, vegna viðgerða, sem hljótast af, að legufæri eru of rýr, að bátar liggja of þétt o. fl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.