Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 7
Æ G I R 165 Garðurinn. Þar var enn verið að þurka Osk, en sumt var þó alþurkað; eru þar góð geymsluhús og sérstaklega má nefna hús Sveinbjarnar Árnasonar í Kotlnis- um. Þuríiskhús hans tekur 1500 skpd af fiski, er það allt hvítmálað að innán og hið snyrtilegasta í alla staði. í öðru húsi hans er sérstakt rúm til aðgerðar, en í aðalhluta þess er fiskurinn saltaður og þar er steypt þró fyrir pækilsöltun. Geymsla fyrir veiðarfæri er einnig í hús- inu og umgangur allur hinn bezti, hvar sem litið er. Sveinhjörn keypti í fyrra, vélbátinn Soffi G. K. 137 og skírði hann Kára; aílaði hann vel á vertíðinni og nú er verið að lengja bátinn um 6 fet og gera aðrar nauðsynlegar breytingar; er það gert í Keflavík. Mótorbátar, sem heimili eiga í Garði eru þessir: Óðinn, eigandi Guðm. Þórð- arson Gerðum. Ægir G. K. 8 eigandi Þórður Guðmundsson o. fl. Gerðum og Kári, eigandi Sveinbjörn Árnason Kot- húsum. Ægir er á síldveiðum fyrir norðan. Veiðar eru ekki stundaðar í Garðin- nm um þetta leyti árs. Dragnótahátar hafa legið þar fyrir landi í allt sumar, þegar veður hefur leyft, og Garðmenn hafa margreynt að róa til flskjar á þær slóðir í Garðssjó, þar sem dragnætur hafa larið yfir og fengið lítinn eða engan afla °g er þeim afar illa við veiðarfæri þetta, eins og fram hefur komið í blöðunum. Áðalstörf manna á sumrin, er fiskþurk- nn og heyskapur. Keflavík. Þaðan liafa þessir bátar stund- að reknetaveiðar í sumar og lagt síld l,PP í Keflavík: Arinbjörn Ólafsson G. K. 512. Bragi G. K. 479 og Jón Guð- mundsson G. K. 517; liafa þeir lagt á Kind til frystingar: í félagshúsið 2385 tn. (þar fryst í fyrra 1540 tn.), í íshús Úl- Vegsbanka 1500 tn., ekkert saltað 13. á- gúst, en þann dag hóf Óskar Halldórs- son undirbúning til síldarsöltunar. Aflabrögð í Keflavík á liðinni vetrar- vertíð, sjást á aflaskýrslum þeim, sem birtar eru í hverju hefti Ægis. Vertíðin var örðug vegna ótíðar, en þó varð þorsk- fiskafli líkur og árið áður. í aprílmánuði fór að verða vart við síld, sem í fyrstu var svo mögur, að þorskurinn vildi hana ekki, kaus heldur frysta sild. Hún fdnaði er áleið og hélzl stöðugt á Keflavík, þar til siðast í maí. Sú síld var seld til beitu og komu þá daglega norskir línuveiðarar og Færey- ingar til að afla sér nýrrar beitu, stund- um alla leið frá Selvogshanka. Nokkur skip komust upp á það lag, að fara ekki lengra en til Grindavíkur og láta senda sér síldina á bílum þangað. Keílvíkingar hafa yfirleitt horið meira úr hýtum fyrir afla sinn, en t. d. þeir, sem stundað hafa veiðar úr Reykjavík. Stafar það af, að vinna er minna að- keypl, kaupgjald lægra; eiga margir hát- ar bíla og félagsbræðsla útgerðarmanna mun hafa greitt, að meðaltali, 6—8 aura meira fyrir liter af lifur, en greitt var á vertið í Reykjavík. Auk þess eiga margir rúmgóð fiskhús og í mörgum þeirra eru steyptar þrær til pækilsöltunar. Fiskbein á Reykjanesskaga mun hafa verið um 1800 smáíestir og verð á þeim 95 kr. smálest, (þ. e. fiskimenn fengu það verð). Af hrognum voru saltaðar 6500 tunn- ur, kryddað og sent til Svíþjóðar (Kaviar) 1400 tunnur og ísað fyrri hluta vertíðar, 1500 kassar, semsendir voru til Englands. Harðflskur. í Grindavík eru trönur og telur matsmaður Jetvald Jacohsen, þar beztu skilyrði til harðfisksverkunar, en þar var fiskur ekki hertur á vertíð. I Höfnum var ekkert hert. í Sandgerði eru trönur, en að eins hert þar rúml. 100 kg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.