Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 25
Æ G I R
183
Síldveiðin til 24. ág'úst 1935.
Saltað tn. Matjes In. Ivryddað tn. Sykurs. tn. Sérverk. tn. Samtals tn. í bræðslu hektolitrar
Vestfirðir og Strandasýsla 12 339 » 2 553 403 » 15 295 90 635
Siglufjörður 16 824 329 8 528 1 020 1 145 27 846 291 842
Eyjafj. Húsav. og Raufarh. 7 543 4612 661 16 437 13 269 161 388
Austfirðir . . . . • » » » » » » 1 828
Sunnlendingafjórðungur. . 1 898 660 1 706 421 40 4 716 »
Samtals 24. ágúst 1935 . 38 604 5 601 13 418 1 851 1 622 61 126 545 693
Samtals 25. ágúst 1934 . 74 625 60 530 30 681 6 094 15614 187 544 674 889
Samtals 26. ágúst 1933 . 68 693 109 315 20 046 3 110 12 642 213 806 663 629
f Tryggvi Þórhallsson,
bankastjóri oy fyrv. forsætisráðherra
andaðist að morgni liins 31. júlí eftir
uppskurð.
Jarðarförin fór fram hinn 10. ágúst,
að viðstöddu fjölmenni og viðhöfn.
Tryggvi Þórhallsson var merkismaður
og við fráfall hans, misslu bændur ís-
lands góðan vin.
Þórður Þorbjörnsson
fiskiðnfræðingur Fiskifél. íslands.
Hann hefur verið á Norðurlandi i
sumar og rannsakað framleiðslu Ríkis-
verksmiðjanna (síldaroliu og mjöl). Eft-
u' miðjan ágúst fór hann lil Önundar-
fjarðar og leiðheinir um meðferð karfa
og karfalifrar. Bs. »Sindri fór á karfa-
veiðar um 18. ágúst og mun óhælt að
segja, að það sé í fyrsta sldpti í sögu
fiskveiða hér, að botnvörpuskip leggi í
veiðiför, með þeim ásetningi að veiða
karfa. Sindri kom úr þeirri för, 20. á-
gúst og var þá karfaaflinn 48 tonn. Til
þessa hefur karfa að mestu verið íleygt.
Markaðsleitir.
Á stjórnarfundi Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda, l)ar Magnús Sigurðsson
bankastjóri, formaður sljórnarinnar, fram
eftirfarandi tillögu:
»Stjórnin samþykkir að senda nú þeg-
ar sendimann til Suður-Ameriku ogKuba,
til þess að atlniga markaðsborfur og
sölumöguleika í þessum löndum«.
Tillagan þessi var samþykkt í einu
bljóði.
Síðan var sú ákvörðun tekin, að fela
Thor Tliors framkvæmdastjóra að fara
i þessum erindum lil framannefndra
landa.
Er för br. Tbor Tbors heilið til Bra-
zilíu og Argentína þar sem íslenzkur
iiskur befur áður verið seldur og því
ekki óþekktur þar, en beimskreppan og
gjaldeyrisvandræði Brazilíumanna stöðv-
aði sölu.
Nú mun hann kynna sér möguleika
um sölu á saltfiski í nefndum löndum
og víðar, og má vænta hins bezta af
þessum ráðstöfunum Sölusamhandsins.
Thor Thors lagði af stað héðan þann
27. ágúst.