Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 17
Æ G I R 175 um, að ná talí al' sem flestum útgerðar- mönnum og sjómönnum. Hefur tíilið snúist um margt af þeim málum, er nú munu ríkust í hugum þeirra, er uppeldi sitt og afkomu eiga undir útveginum, að nokkru eða öllu leyLi. — Eg vil fyrsl af öllu taka það fram, að almenn ánægja er yflr þeirri ráðstöfun atvinnumálaráð- herra, að Sölusamlag ísl. fiskframleið- enda héldi áfram að stárfa. Vænta menn sér yfirleitt þess Ijezta, er hægt er að búast við, af starfi Sölusamlagsins, en liins vegar er ekki l)jart fram undan, með öllumþeim takmörkunum, erneyzlu- löndin leggja á innflutning íslenzks fiskj- ar, en þeim mun meiri nauðsyn er á, að með sölu og útflutningsmálin fari menn, er vilja og þekkingu liafa öðrum frem- ur lil að annast þau hj'ggilega. Fjöldi manna hefur látið iljósóánægju yflr afdrifum frumvarpa Milliþinganefnd- ar i sjávarútvegsmálum á síðustu þing- um. Eg ætla mér ekki að fara nánara út í þau mál hér, en tel mér hinsvegar skylt, að gela þessa í skýrslu minni, þar sem Fiskifélag íslands er og á að vera málsvari ísl. útgerðarmanna og fiski- manna, svo sem framast má verða. Akureyri, 21. júni 1921. Páll Halldórsson. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn lí)35. 8. Hafnarnesvitinn við Fáskrúðsfjörð (viti nr. 83) er bilaður, og logar ekki fyrst um sinn. 9. Enskur togari er sokkinn á hafnar- svæði Reykjavíkur, milli Engeyjar og Lauganess, skammt vestan við ytri Skarfa- klett, 500 m. frá Lauganesspítala í 352° stefnu. Flaldð liggur á 14.5—15 m. dýpi. Minnsta dýpi á því er um G m. um há- fjöru. Grænni tunnubauju hefir verið lagt 75 m. vestur af flakinu. Reykjavík, 22. júlí 1935. Vilamálastjórinn. Th. Krabbe. Skýrsla erindrekans í Austfirðingafj. frá 1. apríl til 1. júlí 1935. 1 síðustu skýrslu minni, gat ég um örðugleikana, sem útgerðin hér um slóð- ir ætli við að búa sakir beituskorts og aflatregðu. Vonuðu menn, að úr þessu myndi greiðast, þegar kæmi fram á vor- ið, en þessi von hefir brugðist. Á Horna- firði mun aldrei, síðan farið var að gera þar út, hafa verið notað eins mikið af aðkeyptri beitu og nú í vetur. Var síld keypt frá Reykjavík og Siglufirði og ný- veidd síld frá Keflavik bæði ófryst og frosin. Á alla þessa beitu veiddist mjög lítið. Var þó síldin, sem keypt var frá Siglufirði góð vara, þegar litið er til þess, hve lengi hún hafðiverið geymd í íshúsi. Fyrir og um 20. maí, fóru Austfjarða- bátar heim af Hornafirði. Höfðu þeir minni afla en verið hefir um mörg ár, en beilukostnaður hefir þó aldrei orðið meiri. Sömu sögu er að segja af þeim, er veiði stunduðu á hinum eystri fjörð- um: Beituleysi, aðkeypt og dýr beita, þegar í hana náðist og aflatregða þegar á sjó var farið. Til Fáskrúðsfjarðar og Norðfjarðar var keypt nokkuð af síld frá Noregi, ílutt þangað með es. Nova. Síld þessi lcit vel út, en margir töldu þetta þó lélega heitu, þegar hún hafði verið geymd i frosti talsverðan tíma.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.