Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1935, Qupperneq 16

Ægir - 01.11.1935, Qupperneq 16
242 Æ G I R hefur hann rekið nokkrum sinnum, eða sem hér segir: lcS45 í Fljótum (við Skagafjörð). 1900 i Húnavatni. 1902 í Innra-Hólmi (við Akranes). 1904 í Landeyjasandi. 19? i'annst einn ofansjávar innan við Garðskaga. Þessar upplýsingar eru teknar úr hók Dr. Bjarna Sæmundssonar: Fiskarnir, en í grein, sem sami höfundur ritaði í Náttúrufræðinginn (1. árg. l»ls. 164), bæt- ir hanu þessu við : 1915 rak einn á Landeyjasandi, og 1928 rak þar annan (á Önundarstaða- fjöru). 1931 rak loks einn á Hraunfjörur i Grindavik, og er það eína tunglfiskalirf- an, sem hér hefur rekið, að eins 32 cm á lengd. A síðuslu 90 árum liafa því fundist hér 8 tunglfiskar, og einn þeirra lifandi (1902). Myndir af tunglfiskum eru í Fiskabók Bjarna i)ls. 436 og 437, og í Náttúrufræðingnum 1. hls. 164. Árni Friðriksson. Leviathan (Austri hinn mikli). Það eru liðin 80 ár siðan enski verk- fræðingurinn fsamhard Kingdom Brunel, lagði fram teikningar og áætlarkostnað á smíði risaskipsins, sem margir kann- ast við og almennt var hérnefnt »Austri hinn mikli«. Smíði sliks risaskips, þegar eimski]) voru bæði fá og smá, þótti sá viðburður, að skipið varð frægl um all- an heim, nafn þess og myndir af því, varð jafnkunnugt uppi í sveitum og við sjóinn. Sjaldan mun eins mörgum mynd- um hafa verið dreift út af sama skipi og »Austra mikla«. Hér á landi mátti áður fyr líta á stofuveggjum, myndir af skipinu og í Nýrri sumargjöf er mynd af þvi og undir henni er prentað: »Austri hinn mikli« í sjávarháska. N}f sumar- gjöf og Lestrarhók sira Þórarins Böðv- arssonar í Görðum, voru dýrgripir barna jafnt og fullorðinna manna meðan þær voru í umferð. Teikningar og áætlanir Brunels þóttu undraverðar og félag var stofnað til að koma hugmyndinni í framkvæmd; var það árið 1854. Þá byrjaði smíði og allt gekk að óskum, þar til renna átti skip- inu i sjóinn, en það var hinn 3. nóvem- her 1857. Skipiðseig eíns ogtilætlað var eftir brautinni, sem l)yggð hafði verið, en allt í einu skipaði Brunel að stöðva það; virtist honum sem eitthvað væri ekki nógu traust og vildi lagfæra. Þegar aftur átti að koma skipinu af stað, varð því ekki mjakað, hvernig sem reynt var. í þrjá mánuði var reynt að koma skip- inu á llot og tókst það loks, hinn 31. janúar 1858, en sú vinna og tilfæringar, sem lil þess fór, kostaði 120 þúsund pund sterling í slað 14 þúsund pund, sem áætlað var. Þann kostnað þoldi fé- lagið ekki og varð gjaldþrota. Eftir miklar bollaleggingar var lolvs annað félag stofnað til þess að fullgera skipið og annast rekstur þess. Arið 1859 fór það fyrstu ferðina frá London lil New-York og voru farþegar alls 37, en á fyrsta farrými gátu verið 800 manns, á öðru 2000 og á þriðja 1200, eða alls gat skipið flutt 4000 farþega. A þessari ferð hreppti það versta veður, sjör gekk í hina fögru sali og sprenging varð í vélarúmi og fórust þar 6 menn, en þrátt fyrir það tók skipið höfn í New-York eftir 11 daga útivist. A þessari l'erð fram og aftur töpuðu eigendur 5000 sterlings- pundum, og skipið fór að eins 4 vöru- ílutningaferðir til New-York og á öllum varð halli, Austri hinn mikli hafði 10

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.