Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1935, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1935, Blaðsíða 9
Æ G I R 235 auðveldán liátt, telur fjórðungsþingið sjálfsagt, að horfið verði að verulegri Iækkun innlánsvaxta í öllum peninga- stofnunum landsins«. Verndun veiðimiða. (Frsm. Helgi Ein- son). Svohlj. tillaga samj). í einu hljóði: »Fjórðungsþingið beinir því til allra formanna, að slæging fiskjar á veiðimið- um spillir áþreifanlega veiði, og að því þurfi samtök um, að engin slæging fari fram á venjulegum veiðimiðum. Felur fjórðungsþingið fulltrúunum að hreyfa máli þessu í deildunum, að af- loknu fjórðungsþingi, og vinna að sam- tökum í þessu«. Námsskeið. (Frsm. Helgi Einarsson). Svohlj. tillaga frá Eiríki Einarssyni, samþ. með samhljóða atkv.: »Fjórðungsþingið telur nauðsynlegt, að l)reytt verði lögum um vélgæzlu á mót- orskipum, þannig að námsskeið þau sem Fiskifélagið lætur halda, veiti tvenns- konar réttindi, þannig, að minna prófið veiti réttindi til vélgæzlu, allt að 50 hk, enda séu þar minni prófkröfur gerðar. Fjölþœltari fiskveiðar. Svohlj. tillaga frá fyrri nefnd samþ. í einu .hljóði: »Eftir því sem þrengist meira um xnark- aði fyrir saltaðan fisk, sen) lil þessa og enn er aðalframleiðsluvara okkar, er það aðkallandi nauðsyn að veiðiskapur okkar sé sem fjölþættastur og verðmest- ur. Lýsir fjórðungsþingið ánægju sinni yfir þeirn framkvæmdum, sem þegar eru hafnar um fjölþættari veiði og hagnýt- ingu hennar. Má þar í fyrstu röð nefna karfaveiðar og ufsa, senr líklegar eru til að geta geíið mikið verðmæti. Þá má og nefna veiði á kampalampa (Rejer), sem einnig mætti veiða með góðum árangri, eftir því sem tilraunir sýna. Þar sem veiði þessi er enn á lilrauna- stigi, telur nefndin ekki rétt að sam- þykkja tillögur um veiði þessa, en treyst- ir því, að þessum tilraunum og öðrum, sem líklegar eru til arðs, verði haldið áfram«. Breyting á lögum um atvinnu við sigl- ingar. (Svohlj. tillaga frá Eiríki Einars- syni, samþ. með samhljóða atkv.: »Fjórðungsþingið mælir með þeim breytingum á lögum, um atvinnu við siglingar frá 1922, sem skipstjórafélagið Bylgjan, lagði til, að gerðar yrðu í síð- astliðnum maímánuði: 1. Að aukin verði kennsla við smá- skipapróf það mikið, sem þar um fróðir menn telja nauðsynlegl, til þessaðgeta fært'fiskiskip við strend- ur íslands, og að aukin verði rétt- indi þeirra manna þannig, að þeír fái rétt til skipstjórnar og stýri- mennsku á fiskiskipum, allt að 200 tonnum við strendur landsins. 2. Að þeir, sem hafa verið skipstjórar og stýrimenn á skipum allt að 60 riimlestum í minnst 5 ár, áður en breyting þessi öðlast gildi, og eigi hlekkst á í skipstjórn yfir þann tíma, öðlist sömu réttindi. 3. Ennfremuy leggjum vér til, að 1. málsgrein 3. gr. laga, um atvinnu við siglingar, hljóði þannig: Próf það, er um getur i 7. gr., skal tekið í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Seyð- isfirði, Akureyri, Siglufirði og ísa- firði, og skal prófið lialdið ár hvert þegar næg þátttaka fæst«. Starfsfé fjórðunganna. Svohlj. tillaga frá fyrri nefnd samþ. í einu liljóði: »Fjórðungsþ. skorar'fastlega á stjórn Fiskifélags íslands, að greiða fjórðung- unum sama starfsfé og verið hefir og eins og það er ákveðið í 14. lið fjár- hagsáætlunar síðasta Fiskiþings. Þó getur íjórðungsþingið til vara fall- ist á, að gjaldliðir áætlunar Fiskifélags

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.