Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 14
264 Æ G I R c. Að svo riflegur styrkur verði veittur til stofnkostnaðar og reksturs flóabáts, að til- tœkilegt verði, að láta slíkan bát vera i för- um úm Austfirðingafjórðung, mestan hluta ársins«, 2. »Fjórðungsþingið samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd til þess — í samráði við fjórð- ungsstjórnina að gangast fyrir félagsstofnun, er hafi áð markmiði starfrækslu strandferða- báts við Austurland og leiti í því skyni sam- vinnu við lilutaðeigandi breþpa og bæjarstjórnir«. Tillaga nefndarinnar var samþ. í einu hlj. 4. Herpinótaveiði í nelalögum. Framsm. nefnd- arinnar var Friðrik Steinsson. Fórhann nokkr- um orðum um málið og benti sérstaklega á það, að erfitt revndist i framkvæmd í ýmsum tilfellum, að ákveða hvenær herpinót er innan netjalaga, þegar kastað er. Lagði hann fram svofellda tillögu til fundarályktunar. «Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að beita áhrifum sinum á Alþingi lil þess, að viðbót sú, er sett var á siðasta þingi við 1. gr. tilskipunar frá 12. febr. 1872, um sildar og upsaveiði með nót, verði látin standa óbreytt». Tillagan var samþ. í einu lilj. 5. Vitamál. Framsm. nefndarinnar Pórhallur Vilhjálmsson fór allmörgum orðum um nauð- syn þess, að ýmsar umbætur á vitamálum Aust- urlands verði framkvæmdar sem fyrst. I’yrir nefndarinnar hönd lagði hann fram eftirfarandi tillögur til samþykktar á þinginu: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið, að beita sér fyrir þvi við Alþingi, að flýtt verði fvrir byggingu þessara vita: 1. Á Kolbeinstanga við Vopnafjörð. 2 Á Seley við Reyðarfjörð. 3. Á Hvalsnesi við Austur-Horn. 4. Að ríkið taki að sér starfrækslu Brimnesvitans við Seyðisfjörð og Hafnarnesvitans við Fáskrúðsfjörð, þar sem þeir eigi verða taldir sem hafnarvitar. Ennfrem- ur, að Hafnarnesvitinn verði endurbættur, þar sem upplýst er, að hann er í slæmu ástandi og langt frá að vera áreiðanlegur. 5. Að innsigl- ingarljósmerki verði sett við Iíornafjörð, er sýni ieið milli Eystraskers og Borgeyjarboða. 6. Sett verði hljóðdufl við Rifssker í Reyðar- firði. 7. Að l)yggð verði radiomiðunarstöð á Dalatanga, 8. I'jórðungsþ. væntir þess fastlega, að öllu vitagjaldinu, umfram beinan reksturs- kostnað vitanna, sé framvegis varið til endur- bóta á eldri vitum, byggingu nýrra vita og sjó- merkja». Tillögur nefndarinnar voru samþykktar í einu liljóði. 6. Ul/lutningsgjald erlendra skipa, er rélt hafa tii veiða i landhelgi. Framsm. F’órhallur Vil- bjálmsson lagði fram svohlj. tillögu frá nefnd- inni: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að beita sér fyrir þvi, að útlend skip, sem rétt hafa til veiða í landhelgi og stunda veiði hér við land, verði látin greiða sömu gjöld til hins opinbera og íslenzk skip, og ef þörf krefur, verði sett lagafvrirmæli, er fyrirbyggi misrétti í þessum efnum«. Tillagan var samþ. í einu liljóði. 7. Bregting á lögum I'iskifélags íslands. Frsm. Niels Ingvarsson lagði fram eftirfarandi til- lögu frá nefndinni: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið, að samþykkja frumvarp til laga fyrir Fiskifélag ís- lands, eins og það var afgreitt á siðasta Fiski- þingi«. Tillagan var samþ. í einu lilj. Fundargerð upplesin og samþj'kkt. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 21. nóv. kl. 10 fyrir hád. i sama stað. Fundi slitið. 3. f u n d u r. Fundur var settur á ný í sama stað og áður, kl. 10 f. h. fimmtudaginn 21 nóv. Allir sömu fundarmenn eru mættir. Var þá tekið fyrir: S. Landhelgisgœzla. Frsm. nefndar þeirrar, sem þetta mál var falið til athugunar, Antóníus Samúelsson, fór nokkrum orðum um landhelg- isgæzluna og taldi henni mjög ábótavant. Fyrir nefndarinnar hönd lagði hann fram eptirfar- andi tillögu: »Fjórðungsþingið leggur til, að starfræktir verði tveir vélbátar, vopnaðir og vel út búnir til landhelgisgæzlu við Áusturland á næsta ári l'rá 15. apríl til 15. desember. Bátar þessir hafa einnig með höndum björgunarstarfsemi ogvernd- un veiðarfæra linubáta, fyrir ágangi botnvörpu- skipa, eins utan sem innan landhelgi, enda hafi bátar þessir aðsetur sitt á Austurlandi«. Tillagan var samþ. í einu hljóði. 9. Vátrggging vélbáta. Frsm. nefndarinnar Frið- rik Steinsson, lagði fram fyrir hönd nefndar- innar, eftirfarandi tillögur:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.