Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 8
258 Æ G I R arlínuna. Miðbil grunnsins virðist liggja á sextugustu og annari gráðu og fimmtug- ustu mínútu norðlægrar breiddar, og grunnið virðist vera rétt austan við fimmt- ánda baug vestlægrar lengdar. Nú er eft- ir að vita hvort fiskur er á grunninu, en það má telja liklegt, að þarna gæti verið um nýtt mið að ræða. I sambandi við þetta má geta þess, að annað grunn á einnig að vera þarna eitthvað nálægt. Frakkar hafa einnig fundið það. endur fyrir löngu, en eftir því sem ég veit bezt, þá hefur það ver- ið týnt í hér um bil 150 ár. Á F. Útg’erð á háfaveiðar. Ungur Englendingur, sem lieitir Cran, er nú að húa út mikinn leiðangur til Astralíu til þess að veiða háfa. Eg verð að taka það fram, að þetta eru allt aðr- ar tegundir háfa, en þær sem hér veið- ast og í daglegu tali ganga undir nafn- inu háfur, miklu slærri. Cran hefur áð- ur verið mörg ár við háfaveiðar við Ástra- líu, og er því starfinu kunnur. Hann segir að skrápinn sé hægt að nota í töskur, í skófatnað, á húsgögn og til margra annara hluta, hann sé sterlcari en kálfsskinn, og miklu auðveldara sé að lita hann, vegna þess að við litunina sé hægt að nota aðferðir, sem ekki verði beitt við skinn. I'að er gert ráð fyrir að engu þurfi að kasta. Lifrin er ágæt, svo að lýsið verður að sögn betra en þorska- lýsi, í því er nefnilega meira af vita- mínum. Sagt er að úr einum háf geti fengist 70—75 lítrar af lýsi. Ráðgert er að nota kjötið til skepnufóðurs, það kvað vera ágætt fyrir nautgripi, hænsni, svín og hesla. Uggarnir verða seldir til Kína, en eins og kunnugt er, borða Kínverjar mikið af báfauggum. Því til sönnunar má geta þess, að að eins á einu ári, i fyrra, fluttust 1000 smálestir af háfaugg- um til einnar kinverskrar borgar, nefni- lega Honkong. I leiðangrinum verður fyrst og fremst eitt stórt skip, með öllum nauðsynleg- um útbimaði, og auk þess 8 veiðiskip. Allir eru bátarnir gerðir úr stáli, þeir eru 42 fet á lengd, með dísilvélum. Háf- arnir verða veiddir í net, hver hátur verður með 10 net, netin verða lögð á 3ja—50 m dýpi, og látin liggja yfir nótt- ina. Gran segir, að hann viti lil þess, að 68 háfar hafi fengist á einn bát í einni lögn. Þessmn leiðangri verður fylgt með mikilli athygli af útgerðarmönnum bæði í Englandi og víðar, ekki sízt Noregi, þvi að það er nú lalið, eftir því, sem norsk blöð herma, að hér sé á leiðinni útgerð, sem eigí framtið fyrir höndum, ef til vill meirr framtíð en hvalveiðarn- ar þarna syðra. Á F. Hið fyrsta meirapróf í motorvélfræði. Þann 16. þ. m. hófust próf í mótor- fræði samkvæmt lögum nr. 23, 9. jan. 1935, um breyting á lögum nr. 50 4. júní 1924, um atvinnu við vélgæzlu á ísl. mótorskipum. Prófið var haldið í húsi Fiskifélagsins og Landssmiðjunni. Undir það gengu 7 menn ogslóðustþað allir; var hæsta einkunn 32 stig en lægsta 17 stig. Til þess að standast prófið þarf 15 stig, en hæsta einkunn er 35 stig. Próf þetta er hið fyrsta sem haldið er samkv. ofangreindum lögum, það veitir rétt lil vélgæslu á mótorskipum með alll að 400 hestaflavél, en undir það geta þeir einir gengið, sem siglt hafa 1. véla- menn á mótorskipum með meira en 50 hestaflavél í 36 mánuði fyrir 1. jan. 1935.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.