Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 3

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 3
Æ G I R M A N A Ð A R R I T F I S K I F É L A G S I S L A N D S 29. árg’. Reykjavík — Jiílí 1936 Nr. 7 Síldveiðarnar. A'íilli loka og Jónsmessu voru afla- brögð sunnanlands og iyrir austan fjall, vart teljandi. Þó stunduðu sumir drag- nótaveiði og seldu aflann í frystihúsið sænska í Reykjavík. Innan landhelgis- linu var bannað að veiða þar til 15. júní. Hinn 15. maí, héldu útgerðarmenn fund í Reykjavík út af væntanlegu sild- arverði og kröfðust, að Rikisverksmiðj- an greiddi 6 krónur fyrir mál i bræðslu, en svo mikið kvaðst nefnd sú, er skip- uð hafði verið, ekki geta greitt. í þá nefnd hafði ríkisstjórnin skipað 3 menn, í stað 5 áður, og voru þeir þessir: Finnur Jónsson alþm. Þorsteinn M. Jónsson bókaútgefandi. Þórarinn Egilson framkvæmdastjóri. Sjómannafélög heimtuðu, að hásetum væru tryggðar 200 kr. á mánuði og fæði. Línubátar, sem stunduðu veiðar í vet- ur, höfðu allir líkan samning svo hjá þeim var það aðallega verðið, (6 krón- ur mál) sem stóð á og um var deilt. Má svo heita, að um mánaðartíma hafi stað- ið í stappi um það og síldarnefndi klofn- aði. Finnur Jónsson og Þorsteinn M. Jónsson, stóðu saman um kr. 5.30 fyrir málið, en Þórarinn Egilson vildi, að það væri 6 krónur og með því verði voru smáútgerðarmenn samþvkkir tryggingu fyrir kaupi því sem farið var fram á, en ekki, væri verðið það, sem meiri hluti nefndarinnar hafði ákveðið kr. 5.30 fyrirmálið. Samningsumleitanir ogfunda- höld voru hér frameftir júní, einnig eft- ir að ríkisstjórnin, sem afhent hafði ver- ið meirihlutaálit verksmiðjunefndarinn- ar, liafði ákveðið verðið, kr. 5.30 fyrir mál. Þótt sildarfréttir væru engar, fóru menn að gerasl óþolinmóðir, er ckkert gekk, og 10. júní lagði fyrsti línubátur- inn af slað, lil síldveiða við Norðurland, upp á væntanlega samninga, scm hér kynnu að verða síðar. Örðugleikar smáskipaeigenda voru miklir og hjálp hanka fyrir tiygginga á kaupi skipshafna, gátu þeir ekki fengið og úr verðinu kr. 5.30 varð ekki mjak- að, það stóð fast. Þrátt fyrir þetta, héldu menn áfram að búa skipin til síldveiða eftir föngum. Sunnudaginn 14. júni var fundur í Sjómannafélaginu, haldinn í Reykjavík og voru þá ráðningakjör á sildveiðum rædd, og samþykkt, þannig er hér segir: Skipshöfnin fær 37 aura af hverri kr., sem aflinn selst fyrir, eða kr. 1.96 fyrir hvert síldarmál í bræðslu og kr. 2.78 fyr- ir hverja síldartunnu, sem söltuð er, eft- ir því verðlagi, sem nú hefir verið á- kveðið á sildinni. Þetta skiftist síðan nið- ur á milli 15 manna á sldpinu, jafnvel þó að íleiri séu, en almennt eru 16 menn á þessum skipum. Aldrei má þó skipla i fleiri staði en menn eru á hverjum tíma, jafnvel þó að þeir séu færri en 15. Aukaþóknun til matsveins og vélstjóra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.