Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 7
Æ G I R 149 Ef hverfa verður af djúpmiðum und- lr land, storma vegna, er æskilegt að nota tímann, meðan legið er i vari, til þess að toga fyrir smáfisk, á fjörðum og grunnsævi við Norður- og Austurlandið. Reykjavík, 10. júní 1936. Arni Friðriksson. Bjarnarey. Agæt fiskimið, við Bjarnarey, þeir sem komu til Englands frá Bjarnarey, seldu vel. Þessar setningar heyrast hér ofl og s.]ást á prenti, en hvað er Bjarnarey og kvar er hún? í fljótu bragði virðist hægt oð svara þessu, með því að líta í kort- ið, en kort yfir norðurhöf eru hér vart íáanleg, og verður því að fara aðra leið kl skilningsauka. Færeyskur kútter er 8 sólarhringa, eða 192 klukkustundir á leið frá Færéyjum 91 Bjarnareyjar, með stefnu í norðaust- ui’átt (ekkert skal sagt um kompásstrik). Með meðalhraða, 6 sjómílur á klukku- slund, verður ágizkuð vegalengd milli staðanna, 1100—1200 sjóm. Frá Eystra- korni hér, verður vegalengd lík og sama er að segja um leiðina frá Horni á Strönd- Um til Bjarnareyjar, að veglengd verður 111 jög svipuð, en þar sem stefnur frá kæreyjum og Eystrahorni, liggja það langt fyrir austan »Jan Mayen«, að eyj- an fflun varla sjást, þá liggur stefnan frá Horni x-étt við hana og þar er leiðin hálfnuð. Bjarnarey er á hér um bil 74° nbr. °g 20° austl. lengdar. Hollendingurinn Vilhelm Barenz varð fyrstur lil að finna hana, árið 1596, er hann var að reyna að finna sjóleið til Austur-Indlands, fyr- lr uorðan Evrópu og Asíu. Hann gaf eyjunni nafnið Bjarnarey vegna þess, að skipsmenn hans veiddu þar björn. Að stærð er hún um 180 ferkilómetrar og fjöll eru þar nokkur, en ekki há. Hið hæzta nefna Norðmenn »Urd« og er það 536 metra hátt. Einnig eru stór vötn á eyjunni, Ella- vatn, Laxavatn og fleiri; drangar rísa úr sjó fram með ströndinni, t. d. Stapinn, við suðurenda hennar, sem er 186 m. á hæð. Sömuleiðis eru þar fuglabjörg og krökt af fugli, og veðurlag er sæmilegt, en ís umlykur oft eyjuna, en verður sjaldan landfastur fyr en i febrúar, og er það fram í maí eða júní, en síðan 1920 hefur ís ekki verið meiri en það, að skip hafa komist þangað, að heita má allt árið. Hvala- og rostungsveiðar, hafa þar verið stundaðar, síðustu 300 árin, einkum af Rússum. Norskir vetr- arsetumenn dvöldu áður fyr á eyjunni, en um 1850 var rostungur horfinn og liættu menn að halda þar til, en frá 1905—1908 ráku Norðmenn þar hvala- veiðar, með litlum liagnaði. Einu menn- irnir, sem nú eiga heima á Bjarnarey, eru loftskeytamenn og veðurfræðingar. Álítið er, að á eyjunni séu milljónir tonna af kolum í jörðu, og í heims- styrjöldinni unnu þar 250 menn í kola- námunum, og á þeim árum voru flutt þaðan 116 þúsund tonn af kolum, en sá atvinnuvegur stöðvaðist, er þau féllu í verði, því þá bar kolavinnslan og flutningur sig ekki, en þó er nokkuð unnið þar að kolatöku, á hverju sumri. Ivaldasti mánuður er þar febrúar og heil- asti, júlí og fram í ágúst. Frá 7. nóvember til 4. febrúar ár hvert, er dimmt, (sól sést aldrei), en frá 30. apríl til 13. ágúst sezt hún aldrei. Kringum eyjuna er mergð af fiski og hafa, einkum Bretar og Norðmenn, stund- að þar veiðar í nokkur undanfarin ár,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.