Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 5
Æ G I R 147 Tillög’ur um rannsóknarferð varðskipsins »Þór« í júní—ágúst 1936. I. Inngang'ur. Fyrir nokkrum dögum sendi ég hr. útgerðarstjóra Pálma Löftssyni lista yfir þann útbúnað, sem Þór þyrfti að hafa til þessarar ferðar. Með þessum tillögum fylgja: 1. Kort nr. 147 (Grænlandshaf). 2. Kort nr. 239 (Island og Færöerne). 3. Tvö »kortform«, annað yfir svæði úr Grænlandshafi (merkt á 147), en hitl yíir svæði við austurhorn lands- ins (merkt á 239). II. Störfin sem fyrir lig'g’ja. 1. Það þarf að mæla nákvæmlega upp tvö svæði, annað í Grænlandshafi á milli Vestfjarða og Grænlands (sjá kort 147 og »Kortform« merkt Grænlandsliaf) og hitt á djúpmiðum suður af Hornafirði (sjá kort 239 og »kortform« merkt At- lants haf). Tilgangur þessara mælinga er, að leita að óþektum fiskigrynnum, sem síðar mættu verða að notum. 2. A leiðinni frá Snæfellsnesjökli að svæðinu, sem mæla skal í Grænlands- hafl, og þaðan meðfram Norður- og Aust- urlandi, þarf að hafa fastan mann við hergmálsdýptarmælinn og færa dýpið, sem hann sýnir, inn í bækur eins og það er lesið, ca. einu sinni á minútu. Finn- ist á þennan hátt ný grynni, skal reynt að finna stærð þeirra og takmörk. 3. Mæla þarf yfirliorðshita að minnsta kosti einu sinni á vöku, en hita á ýmsu dýpi, á þeim fimm stöðum, sem merkt- ir eru með ferhyrning á fyrirhugaðri leið skipsins, á 5 m. dýpi, 10 m., 25 m., 75 ui., 100 m., 150 m., 200 m., 300 m., 400 m., o. s. frv. eins og dýpið eða vírarnir í sjótökuáhaldinu endast til. 4. Svifi skal safna í yfirborði á þeim slöðum, sem merktir eru með hring, eða eins mörgum þeirra og hægt er. Draga skal með 65 m. vír og ekki hraðar en 2 srn. á ldst. 5. Toga skal með þorskbotnvörpu ca. 5 klst. (miðað við þann tíma, sem varp- an er í botni) á hentugum stað á svæð- inu, sem mælt verður út af Vestfjörðum, og auk þess skal gera tilraunir með þorskhotnvörpu á þeim grynnmn, sem kunna að flnnast við Norður- eða Aust- urland, eða á mælda svæðinu suður af Hornafirði. Loks væri æskilegt, að gerð- ur væri einn eða örfáir drættir við Kol- beinsey (sjá kort 239). Með sildarbotn- vörpu þarf að toga eina til tvær klst. á svæðinu, sem merkt er með Y fyrir sunn- an Snæfellsnesjökul, á kortinu nr. 147, ca. 5 klst. í Mýrabugt og ca. 5 klst. í Meðallandshugt (sjá kort nr. 239). Nota skal stóru sildarbotnvörpuna (90f.)nema ef hún bilar, þá hinar til vara. Tilraun- ir með síldarbotnvörpu skulu gerðar á mjög grunnu vatni, og eigi dýpra en á ca. 100 m. Ef tími vinnst til, eða ef leit- að yrði hlés undir landi vegna stonna, væri æskilegast að gera drætti með þorsk- eða síldarbotnvörpu á grunnsævi, við Norður- eða Austurlandið, ef til vill inni á fjörðum. 6. Leggja þarf ca. 200 öngla haukalóð og ca. 500 öngla smáönglalóð, að minnsta kosti 2var sinnum á svæðinu, merkt aa í Grænlandshafi (kort 147), og annars- staðar í höllum, þar sem finnast kunna ný grunn. III. Högun ferðarinnar. Þar sem nú fer að nálgast sólstöður og sumargotssíld fer allt hvað líður að hrygna, væri æskilegt að hyrja á því, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.