Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.1936, Blaðsíða 19
Æ G I R 161 Eyrarbakka vorið 1934 og var jarðaður þar. Likið var óþekkjanlegt er það fannst, en trúlofunarhringur, sem af tilviljun hafði tollað á fingri hins látna, var sendur til Færeyja og þeklist. Likið var jarðsett í Eyrarbakkakirkjugarði og var vand- að til jarðarfararinnar eins og kostur var á. Með »Nolsoy« fórust alls 20 menn og eru nöfn þeirra allra rituð á steininn, og þetta erindi á undirstöðu hans: Mugu enn við sorg vit siga kærum vinum her farvæl. Góðandagin gleðiliga tó í himli ljóða skal. Auk Færeyinga, eiga sendiherra Dana, hr. Fontenay og consul Jes Zimsen, sinn góða þátt í, að minnismerkið er hingað komið, og annaðist Zimsen bæði ílutn- ing austur og sá um, að því var komið fyrir á gröf Bernhards Henriksens; var gengið frá því í Eyrarbakkakirkjugarði hinn 3. júní s. 1. Færeyingjum er það til mikils sóma, hvernig þeir minnast fiskimanna sinna, sem farist hafa á haf- inu, og hið síðast nefnda er ekki í fyrsta sinn, sem þeir reisa hér minnisvarða yfir þá, sem hér við land hafa drukknað, eða dáið af slysum. í Reykjavíkurkirkjugarði eru tveir áberandi minnisvarðar, sem þeir hafa sent hingað, annar yfir þá, sem dóu úr brunasárum á kútter »Acorn«, binn 20. niarz 1927, hinn er á leiði hinna 14 manna, sem hér voru látnir í eina gröf og drukknuðu á kútter »Anna«, sem fórst við Grindavík, 5. apríl 1924. Alls var skipshöfn þar, 17 menn. t^að er eitt í þessu, sem verður að minnast á. Flötur steinsins er stór, og mun taka mikið á sig í stórviðrum; ætti að athuga, hvort ekki mætti styrkja minnisvarðann á einhvern hátt, svo eng- in hælta væri á, að eitthvert ofsarokið feldi hann, þeim til sorgar, sem reistu, og einnig okkur, sem vottar erum að þeirri virðingu, sem Færeyingar sýna og hafa sýnl sjómönnum sínum. 20. júli 1936. Sveinbjörn Egilson. Síldveiðin 1936. Bræðslusíld 27. júní. Iiektól. Vestfiröir og Strandir 10 898 Siglufjörður 45 663 Eyjafjörður og Raufarhöfn . . . 37 381 Austfirðir 4 180 Samtals 27. júni 1936 98122 — 29. júní 1935 56 889 4. júlí. Vestfirðir og Strandir 51 592 Siglufjörður 166 375 Eyjafjörður og Raufarliöfn . . . 102 575 Austfirðir 6 300 Samtals 4. júlí 1936 326 842 — 6. júlí 1935 137 841 - 7. júli 1934 48 512 11. júlí. Vestfirðir og Strandir .... 88135 Siglufjörður 246 948 Eyjafjörður, Húsavík, Raufarhöfn 163 467 Austfirðir 9 730 Samtals 11. júli 1936 508 280 — 13. júlí 1935 377 335 — 14. júli 1934 96 786 Skýrsla erindrekans í Norðlendingafjórðungi Vi—30/« 1936 til Fiskifél. íslands. Eg hef ekki séð ástæðu til að gera sérstaka skýrslu fyrir 1. fjórðung þessa árs, vegna þess að þann tíma var bók- staílega ekkert gert hér norðan lands, er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.