Ægir - 01.09.1936, Síða 5
Æ G I R
191
Try'díjvi Ólafsson, Akureyri, vélstjóri,
26 ára, kvæntur, lætur eflir sig kouu og
2 börn.
Jón Stefánsson, Ártúni, Ólafsfirði, há-
seti, 63 ára, ókvæntur.
Oli Magnússon, Tungu, Ólafsílrði, há-
seti, 28 ára, kvæntur, lætur eflir sig konu
°g eitt barn.
Sigurbjörn Jónsson, Hofi, Ólafsfirði,
háseti, 25 ára, kvæntur, lætur eftir sig
konu og eitl barn.
Bergvin Jónsson, Skeggjabrekku, Ólafs-
flrði, báseti, 21 árs, ókvæntur, vann fvr-
ir öldruðum foreldrum.
Báturinn var eign formanns, Guðm.,
98 Sigurðar Baldvinssonár útvegsbónda,
Asgarði, Ólafsfirði; Hann var c. 12 smál.
Leitinni að bátnum var hætt 20. sept.
Höfðu þá 4 bátar leitað í tvo sólarbringa
íillt að 130 sjómilur norðaustur af Grímsey.
Aðrir sem fórust í ofviðrinu aðfara-
nótt 16. þ. m. voru :
30 Frakkar, af Pourquoi pas?
3 Islendingar aftrillubáti frá Bíldudal.
2 Islendingar, sem fórust, er árekstur
varð, milli vélbátsins Brúna og »Dr. Alex-
andrine«.
i Islendingur, sem féll út af vélbátn-
l|m Gotla frá Vestmannaeyjum.
5 Norðmenn af Grænlandsfarinu Be-
form.
Sunnudagskveld 20. sept. hvarf slýri-
niaður, Sigurður Breiðfjörð, á Tryggva
gamla, er skipið var að veiðum vestur
á Halamiðum og halda menn, að hann
flati íengið aðsvif og fallið útbyrðis. Hann
flefur lengi starfað hjá Alliancefélaginu;
vel látinn dugnaðarmaður. Hann lætur
eftir sig ekkju og börn.
Auk þess, er sjórinn hefur tekið í of-
viðrinu, hafa miklir skaðar orðið á landi,
flátar hal'a brotnað og sokkið, þök fok-
ið, ýmsar skemdir á húsum og stórkost-
legir heyskaðar orðið, víða um íand.
Munu héruð þau fá, sem ekki hafa ein-
liverja raunasögu að segja, eftir ofviðrið
15.—16. september.
Frá leiðang’ri Þórs,
sumarið 1936.
Ritstjóri Ægis hefur beðið mig um
nokkrar linur um leiðangur þann, sem
farinn var á Þór á tímabilinu júní—
ágúst þ. á., og læt ég lilleiðast að rita
örfá orð um þetta efni.
Eins og kunnugt er, var íjeiðangurinn
gerður út eftir tilhlutun Alþingis, en með
tilslyrk fiskimálanefndar. Mér var falið
að stjórna rannsöknunum, en skipsljóri
var Jóhann Jónsson, og auk þess fékk
fiskimálanefnd okkur fiskiskipstjóra, log-
araskipstjórana Guðmund Jónsson og
Jón Jóhannsson. Vildi ég nota tækifærið
lil þess að votta þessum mönnum, en
auk þess allri skipshöfninni á Þór, hærra
sem lægra settum, alúðar þakklæti milt
fyrir vel unnið starf og góða samvinnu
um allt, sem að rannsóknunum laut.
Einn aðaltilgangur ferðarinnar var að
finna grynni þau, sem ætlað var að væru
við SA-strönd landsins og i Grænlandshafi,
en auk þess skyldi rannsakað fiskilag á
grynnum þessum, el' þau fyndust. IJað
er nú skemmst frá að segja, að við SA-
ströndina fundust engin grynni, fyrir ut-
an landgrunnsbrúnina, og verður að
draga mjög í efa, að þar geti verið að
ræða um nokkur veruleg grynni, sem
að gagni gæti komið fiskveiðum, og að
sömu neikvæðu niðurstöðu komst danska
rannsóknarskipið Heimdal. í Grænlands-
hafinu er á hinn bóginn mikið grynni,
sem tekur við fyrir vestan Vestfjarða-
grvnnið og Flákann, og skilur að eins