Ægir - 01.06.1937, Blaðsíða 12
130
Æ G I R
fylgir herpinótabátnumí sjóinn, kastaallri
nótinni, herpa hana saman, draga hana
inn og skila henni hagræddri undir
næsta kast og að lokum að taka doríuna
á þilfar aftur. Sá báturinn, sem hlut-
skarpaslur var, lauk við kaslið á 15
mín. 49 sek.
I Alaska er fyrir nokkru hyrjað að
veiða ílyðru í herpinót og er sagl að
þeim bátum fjölgi ört, er slundi þær
veiðar.
Mörg hundruð nýtýsku herpinótabátar
stunda nú veiðar við Alaska, með fram
allri vesturströnd Ameríku, í Kalíforníu
og Mexiko. Yeiðisvæði bátanna er mjög
víðfeðmt, allt norðan frá Beringssundi
og suður fyrir Miðjarðarlínu. Rússar
hafa lært herpinótaveiðar af fiskimönn-
um á Kyrrahafsstöndinni, einnig eru
Italir og Jugoslavar byrjaðir að veiða í
herpinætur og nota þeir samskonar báta
við veiðarnar og Amerikanar.
Norðmenn eru einnig að byrja að
nota samskonar báta og notaðir eru
vestan hafs, og hafa þeir trú á þvi, að
þeir geíist vcl, einkum vegna þess, að
þetta bátalag og útbúnaður allur, er til
orðin fyrir langa og margvíslega reynslu
af herpinótaveiðum.
r
Utfluttar sj ávarafurðir
frá Kanada 1936
Arið sem leið slunduðu um 68 þús.
manns fiskveiðar i Kanada, en þar að
auki höfðu 15 þús. manns atvinnu við
fiskiðnaðinn. Talið er, að öll fiskiskip,
veiðarfæri, verksmiðjur o. 11. er notað
er í þágu sjávarútvegsins í Ivanada sé
virt á 198 milljónir króna.
Verðmæli útfluttra sjávarafurða frá
Kanada árið 1936 nam um 112 milljónir
kr. og var það mjög svipað og árið áður,
Fiskútflutningurinn til Bandarikjanna
jókst tit niuna, en aftur á móti minnkaði
salan lil Englands um 4.5 milljónir kr.
Heildarútflutningur Kanada til Banda-
ríkjanna af fiski og fiskiafurðum nam
síðasll. ár um 54 millj. kr. Þær fiskiteg-
undir, sem Bandarikjamenn keyplu
meira af en áður voru einkum nýr og
frystur lax, heilagfiski og urriði.
Innflutningur Kanada á sjávarafurðum
1936 nam rúmum 9 millj. kr. og var það
örlítið minna en árið áður. Kanadabúar
kaupa einkum sardínur og þorskalýsi og
dálítið af ostrum fra Bandarikjunum.
Undanfarin ár hefir rildsstjórnin i
Kanada gert mikið til þess að vernda
og styrkja sjávarútveginn. A fjárlögunum
1935—36 voru veittar Uþ millj. kr. til
styrktar bágstöddum fiskimönnum og þar
að auki voru veittar í)00 þús. kr. lil þess
að leita nýrra markaða fyrir flsk og fisk-
afurðir.
Kanadabúar eta sjálfir að eins 30°/o al’
þeim fiski, er þar berst á land og verða
þeir því að selja megnið af fiskfram-
leiðslu sinni á erlendan markað.
Færeyingahöfn.
Fyrsta mai var Færevingahöfn á Græn-
landi opnuð fyrir útlendinga, og var það
gert samkvæmt lögum, er samþykkt voru
i danska þinginu á síðastl. vetri. íslend-
ingar og Færeyingar, liala samkvæmt
lögum þessum leyfi lil þess að stunda
veiðar þaðan og einnig að taka sér þar
bólfestu.
Á næstunni mun grænlenzka stjórnin
láta byggja sjúkrahús og læknisbústað i
Fæeyingahöfn. Þá verður einnig reist þar
hús fyrir liafnarverði og umsjónarmenn
hafnarinnar.