Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1937, Blaðsíða 3

Ægir - 01.06.1937, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 30. árg. Reykjavík — Júní 1937 Nr. (5 Guðmundur Jónsson skipstjóri. Hinn 14. þ. m. átli Guðm. Jónsson 25 ára skipstjóraafmæli og hafði liann all- an þann tíma verið óslitið skipstjóri á togurum og mun það eins dæmi um svo ungan mann, þvi hann er aðeins 47 ára, fæddur 14. júni 1890, og var því aðeins 22 ára er hann tók við skipstjórn, en áður hafði hann verið háseti á íiskiskút- um hér og stýrimaður á togurum. Hann fór um fermingaraldur að stunda fisk- veiðar og féll honum svo vel við þann starfa, að hann með þreki og dugnaði náði því marki, er hann hafði áselt sér, að ráða fyrir skipi. Um langt skeið hefir Guðmundur verið með aflasælustu for- mönnum landsins og þakka sumir það el'tirtekt hans og glöggskyggni á fiskimið- um og alla tilhögun veiðarfæra. Mnn þetta vera arfgengt, því faðir hans og forfeður í háðum ættum, þeir Engeyjar- og Hlíðarhúsamenn voru formenn góð- ir og miklir sjósóknarar. Þótt Guðm. hafi gengið vel að afla og eigi hent nein slys á sjóferðum sinum, þá hefir hann eins og að líkindum lætur á þessu 25 ára tímabili komizt slundum í hann krappann í fangbrögðunum við Ægi og er honum þó ein nóttin minnisstæðust, erskip hans Skallagrímur næstum hvolfdi bér í flóanum í ofsaveðri haustið 192C. Lá skipið á hliðinni svo möstur námu Guðm. Jónsson við sjó um langan tíma, þar lil Guðm. tókst með aðsloð skípshafnarinnar að rétta svo skipið, að hann komst til hafn- ar í Reykjavik. Er líklegt að Guðmundur hafi þá lnigs- að líkt og Grettir forðum, er hann kvað vísu þessa: Stöndum upp, þó al undir alllíðum skip ríði; . . Heppnaðist svo vel að rétta við skip- ið og ausa það, að enginn maður varð fyrir meiðslum eða fjörtjóni. A síðastliðnu ári réðist Guðm. í það stórræði ásaml ileiri áhugamönnum að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.