Ægir - 01.06.1937, Blaðsíða 6
124
Æ G I R
um 200 mál á sólarhring. Þetta er i fyrsta
skifti, svo vitað sé, að síld er brædd um
borð i islenzku skipi og er vonandi að
þessi stórmerkilega nýjung heppnist vel.
Verksmiðjan á Djúpuvik hefir verið
stækkuð og umhætt svo mikið nú í vor,
að hún getur unnið úr helmingi meiri
síld nú en siðastliðið ár. í sumar eiga
níu togarar auk línuveiðagufuskipa að
veiða handa verksmiðjunni.
Ný verksmiðja heflr verið reist á Hjall-
eyri og á hún að geta unnið úr rúmum
5000 málum á sólarhring. Þrettán tog-
arar, firnrn línuveiðagufuskip og nokkrir
vélbátar ciga að veiða fyrir Hjalteyrar
og Hesteyrarverksmiðjurnar.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa verið
umbættar mikið nú í velur og vor og
munu þær geta unnið úr talsvert meiri
síld en siðastliðið sumar.
Þá hafa verið reistar nýjar verk-
smiðjur í Ilúsavik og við Ingólfsfjörð.
Sóll)akkaverksmiðjan bræddi eingöngu
karfa síðaslliðið ár, en í sumar á hún
að vinna úr síld og eru þegar ráðnir
þangað þrir togarar.
Allar þær verksmiðjur, sem unnu úr
síld í fyrra sumar og ekki hafa verið nefnd-
ar hér að framan, niunu verða starfrækt-
ar á síldarvertíðinni, sem nú erað byrja.
Það hefir oft verið haft orð á þvi, að
síldveiðarnar væru sótlar af meira kappi
og dirfð en góðu hófi gengdi. Sérstak-
lega hefir verið henl á það, að sum linu-
veiðagufuskipin og vélbálarnir væru
stundum svo ofhlaðin, að ekkert mælti
úl af bregða svo að líf skipverja væri
ekki i stórhættu. Því miður hefir þessi
áburður við þau sannindi að styðjasl,
að ekki verður móti mælt, og þess vegria
verður að krefjast þess, að engum verði
látið líðast að tefla öryggi og lííi fiski-
mannanna í hætlu vegna ofhleðslu eða
annara viðráðanlegra hluta.
Það er ljótur siður að lála háseta vera
i nótabátunum, þegar skipið er á ferð,
en þvi miður tíðkast það meira en þörf
gerisl og virðist stundum tyllt á tæpuslu
nöf, að eigi hljótist af því stórslys.
íslenzka sjómannastéttin er dugleg og
stórhuga, en svo má ekki lcappið vera
mikið, að ekki sé fyllilega skevtt um alla
varúð og forsjá.
Vertíðin við Lofóten 1937
Þótt grein þessi eigi aðallega að fjalla
um fiskveiðarnar við Lofólcn á síðustu
vertíð, þá er þó freistandi að minnast
örlítið á skýrslu þá, sem norska fiski-
málastjórnin hefir njdega sent frá sér og
snertir eingöngu útgerðina við Lofóten
1936.
Eins og mönnum mun kunnugt, var
mikið allaleysi við Lofóten síðastl. ár og
varð að flytja mikinn fjölda af fiski-
mönnum lieim á koslnað ríkisins. Er það
mál manna, er bezl þekkja til, að fiski-
mennirnir hafi sjaldan orðið að búa við
bágari kjör í þessum verstöðvum en
einmitt vertíðina 1936.
Fiskimálastjórnin norska sendi, þá á ver-
tiðinni, mann norður til Lofóten, í þeim
erindagjörðum að leiðbeina útgerðar-
mönnum og fiskimönnum við að fylla
út skýrslur, er fiskimálastjórnin hafði
látið útbúa í þvi augnamiði, að fá ná-
kvæmt yfirlit vfir rekstur hvers einstaks
báts. Þar sem hér var um hyrjunarstarf
að ræða, reyndist erfitl að fá nákvæml
rekstraryfirlit, nema frá mjög fáum bátum,
þegar miðað er við þá bátamergð, er
stundar veiðar í Lofóten. Alls var safnað
sanian áreiðanlegum rekstrarreikningum
frá 136 bátum og höfðu 50 af þeim
slundað netaveiðar, 19 lóðaveiðar og 37
haldfæraveiðar. Þegar rekstrarreikning-