Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1951, Síða 3

Ægir - 01.04.1951, Síða 3
Æ G I R MANAÐARRIT fiskifélags islands Samvinna Norðmanna og Islendinga. Siðla á styrjaldarárunum kom Klaus Sunnaná, sem nú er fiskimálastjóri i Noregi, til Reykjavíkur og flutti þar fyrir- lestnr um fiskveiðimálefni. Erindi þetta var síðar þýtt á íslenzku og birt í Ægi. Sun- naná kom víða við i erindi sínu, en eink- um fjallaði hann þó um samvinnu fisk- veiðiþjóða að styrjöldinni lokinni. Meðan hann dvaldist hér átti hann viðtal við hlaðamenn og tók þá að ýmsu leyti upp bráðinn úr erindi sinu, en lagði þó enn i'ikari áherzlu á samvinnu fiskveiðiþjóða °g nefndi sérstaklega í því sambandi Norð- menn og íslendinga. Heyra mátti á máli inargra, er létu sig þessi efni nokkru skipta, að þeim gazt vel að hugmynd Klaus Sunnanás. En nú spyr máske margur, hvort enn sitji við orð ein, þótt sex ár séu liðin frá styrjaldarlokum. Hvað áhrærir íslendinga °g Norðmenn og reyndar fleiri þjóðir hafa hirið fram viðræður a. m. k. að því er snertir samvinnu um sölu á saltfiski, þótt enn liafi málinu ekki verið komið í það horf, að úr framkvæmd hafi orðið. En því er minnst á viðfangsefni þetta nú, að á- stæður verða stöðugt brýnni fyrir því að snúa sér að lausn þess. Sú reynsla, sem fékkst af samkeppni um S(ilu á saltfiski á árunum fyrir styrjöldina, 'Tftr ekki með þeim hætti, að æsldlegt sé, aÖ hún komi til sögu á nýjan leik. En hætt er við, að svo reynist, ef þær tvær þjóðir, sem mest munar uin á saltfiskmarkað- inum, Norðmenn og Islendingar, reyna ekki að taka upp samvinnu á þessu sviði. Að sjálfsögðu þarf að mörgu að hyggja áður en gengið er til slíks samstarfs, en að óreyndu verður þvi ekki trúað, að ekki mætti takast að yfirstíga allar tor- færur í þessu efni, ef hjá báðuni áðilum er einlægur vilji til þess. Það er því sjálf- sagt að undirbúa svo skjótt sem verða má umræður um þetta mál, svo að úr því fáist skorið, hvort samstarf megi takast. Og í því sambandi er vert að geta þess, að það er eigi litils virði, að sá maðurinn, er fyrstur varð til að hreyfa því opinber- lega, skuli nú skipa fiskimálastjórasessinn lijá Norðmönnum. Sú slcoðun hefur verið látin í Ijós, að ef Norðmönnum og íslendingum tækist að efna til náinnar samvinnu um sölu á salt- fiski, mundu þessar þjóðir geta ráðið í meginefnum stefnunni á saltfiskmarkaðin- um. Þarf ekki að eyða orðum að því, hvaða þýðingu slíkt gæti haft fyrir sjávar- útgerð þessara landa. — Þótt hér hafi aðeins verið nefnt samstarf um sölu á saltfiski, er ekki þar með sagt, að ekki sé nauðsynlegt fvrir þessar þjóðir að hafa samskipti á rýmri grundvelli að því er sjávarútveg snertir. L. K.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.