Ægir - 01.04.1951, Blaðsíða 7
Æ G I R
Skal nú ekki fjölyrt um ferðina með
Gullfaxa að öðru en því, að allt gekk að
uskuni og nákvæmlega samkvæmt því, sem
Ulkynnt var. Við lögðum af stað í þykk-
viðri á vellium, en er við höfðum flogið
ca. 10—20 mín., var komið upp í glaða
sólskin, sem hélzt alla leiðina. Kl. 12 var
Ulkynnt, að við værum í 9000 feta hæð,
úti væri 2 stiga frost og hraðinn væri 350
kni. Var svo lent á flugvellinum í Prestvick
u nákvæmlega tiltekinni mínútu. Þar voru
farþegarnir, sem áfram héldu með vélinni,
látnir fara inn í afgirtan skála, og fannst
°kkur, að óhætt hefði verið að lofa okkur
að skoða okkur dálítið um á meðan stanz-
nð var, sem ekki var nema um eina klukku-
stund, en þetta er sjálfsagt nauðsynlegt
yegna þess að þarna fór ekki fram nein
vegabréfaskoðun hjá þeim, sem áfram
héldu ferðinni með Gullfaxa. Veðrið var
lJarna ágætt, sólskin og hlýindi, græn jörð
pg nautgripir á beit rétt hjá flugbraut-
ln“i- Fannst manni þetta ótrúlegur munur
eða heima, eftir ekki lengra ferðalag. Var
svo lagt af stað aftur, tilkynnt að flogið
ycði í 7500 feta hæð og við yrðurn 3%
t'nia á leiðinni til Kaupmannahafnar.
Kl. 15, enskur tími, kom flugfreyjan
með mat á bakka handa hverjum manni,
var það hverskyns góðgæti, svo sem steikt
svínakjöt, grænmeti alls konar, brauð og
kex með osti, epli, mjólk og kaffi og svo
Htil formkaka sem eftirmatur, allt sér-
|ega lystugur og góður matur, enda flest-
lr orðnir matlystugir eftir að hafa ekki
horðað frá því heima á íslandi, nema
sukkulaði og eitthvert annað sælgæti, sem
°kkur var áður borið á leiðinni, en þess
verður að geta þó að leiðin væri orðin
æði löng, þá var allgeyst farið, því að fák-
urinn var knúinn 5600 hestöflum gegnum
geyminn. Einhvern tima hefði svona ferða-
lag verið kallað gandreið. En svona er nú-
tíminn með allri sinni tækni og kunnáttu.
Lentum við svo á tiltekinni mín. á Kastrup-
Ilugvelli við Kaupmannahöfn. Er þar stærð-
83
ar flughöfn, að manni sýndist, en dimmt
var orðið og allt uppljómað úti og inni.
Þarna var allt fullt af fólki á ferðalagi
sínu um víða veröld, vafalaust hefðum
við kosið að stanza í Kaupmanahöfn, en
þess var ekki kostur, þar sem eftir stund-
arbið varð flugferð til Oslo. Kl. 20.00,
danskur tími, vorum við komnir upp í
flugvél frá S. A. S. félaginu, var það svo
nefnd Skandiavél, álíka og Dakotavélarnar
heima. Áður en lagt var af stað, kom flug-
freyjan til okkar og spurði, hvort við hefð-
um flogið með þessum flugvélum fyrr. Hún
sagði, að við skyldum ekki láta okkur
bregða, þótt við sæjum loga frá mótorun-
um, er við kæmum á loft, það væri allt í
lagi fyrir því. Nokkrum mínútum eftir
þetta hófst flugið. Kom þá i ljós, að það
stóð blár loginn aftur úr vélinni, var það
frá útblásturspípum mótoranna. Kl. 21.05
var tilkynnt, að við værum í 2000 metra
hæð og hraðinn væri 315 km. Sama um-
önnun var farþegum sýnd þarna og við
höfðum haft í Gullfaxa, einstök lipurð og
kurteisi áhafnarinnar, að ógleymdu brosi
flugfreyjunnar. Einhverjar góðgerðir voru
okkur bornar og blöð til að lesa, sem allt
fylgdi með án sérstaks gjalds. Enga hvim-
leiða drykkjupeninga varð maður var við,
sem enn þá ber allmikið á, er maður ferð-
ast með öðrum farartækjum. Mér virðist
flugfélögin vera til fyrirmyndar með alla
aðhlynningu og fyrirgreiðslu við farþega.
Eftir tveggja stunda flug var svo lent
á Fornebuflugvelli við Oslo. Eftir vega-
bréfa- og tollskoðun var farið með stórri
bifreið til borgarinnar. Komum við á Hótel
Ritz og pensionat kl. 23.30 og var ferðinni
yfir hafið þar með lokið.
28. febrúar. 1 Oslo:
Við Einar urðum herbergisfélagar. Var
herbergi okkar á 4. hæð. Lyfta var til þess
að fara í upp og niður. Rólegt er í gisti-
húsi þessu og búnaður allur mjög sæmi-
legur. Það mun vera nokkuð gamalt, en