Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1951, Side 8

Ægir - 01.04.1951, Side 8
84 Æ G I R er vel um gengið að öllu leyti og vel sett í borginni, þó utan við mesta hávað- ann. Ódýrt er að búa þar, herbergið, sem við ibjuggum í, kostaði kr. 14.00 um sólar- hringinn. Er við höfðum snætt morgun- verð um morguninn, var farið að litast um, og kl. 09.00 var farið í skrifstofu sendi- ráðsins, og átti þar að hitta sjálfan sendi- herrann, sem þó ekki tókst fyrr en seinna um daginn. Þarna var rætt um stund við skrifstofustjórann um eitt og annað varð- andi ferð okkar og svo almælt tíðindi. Þessu næst var að svipast eftir banka þeim, er skyldi innleysa ávísanir þær, er A'ið höfðum á norska peninga. Þá er því var lokið, borðuðum við félagarnir mið- dag saman á matsölu, sem hafði bæki- stöð í 200 ára gömlu húsi, eftir því sem þjónninn sagði okkur. Öllu var þar vel við haldið og ekkert sem benti til þessa aldurs annað en það, að út úr sal þeim, er við borðuðum i, var stór stofa löng og fremur mjó, sem heitir „Gamlestue“. Var skilti með þessu nafni yfir dyrunum. Ým- is konar búnaður, húsgögn og myndir á veggjum sýndi aldurinn. Er þessu var lokið, fórum við að ræða um, hvernig deginum skyldi varið að öðru leyti. Varð niðurstaðan, að við skoðuðum víkingaskipin víðfrægu. Tókum við tvo bila og var ekið út á Bygdö, en þar eru skipin varðveitt. Skoðuðum við svo safn þetta, einkum þrjú skipin, Gaukstaðaskipið, Ose- bergskipið og Unnesskipið. Hið síðast- nefnda er útflatt og brotið eins og það hefur náðst úr jörðu, stærðar flak og furðu- lega heillegt. Hin tvö eru alveg' heil, hafa verið lagfærð eftir uppgröftinn og eru nú með fullri lögun og stærð. Ýmsir munir, sem fundizt hafa með skipunum, eru og þarna, svo sem húsgögn og hverskyns mun- ir, einnig bjálkakofi, sem sagt er að hafi yerið haugur einhvers konungs eða drottn- ingar. Ekki höfðum við neina leiðsögu jjarna og urðum því sjálfir að geta okkur til um það, sem fyrir augun bar, en mis- jafnlega fróðir um þessa merkilegu forn- leifafundi. Læt ég því þetta nægja, en stórfengl'egt fannst mér það vera að geta þarna staðið augliti til auglitis við mörg hundruð ára atburði. Því næst skoðuðum við þarna byggðasafnið. Fengum við leið- sögn konu, sem fræddi okkur um það helzta. Er þetta mikið hverfi gamalla sveita- bæja með öllum útbúnaði frá viðkomandi timum, allt timbur- eða bjálkahús úr sver- um trjávið. Var okkur sagt eitt og annað um aldur þeirra og livaðan hvert um sig væri. Sást greinilega á sumum, að lengi hefur verið búið í þeim, svo sem slit á þrepskjöldum og þar sem mest hefur ver- ið gengið. Mikið er af alls konar munum og' húsgögnum, allt eða mest úr tré og mikið útskorið. Einnig voru okkur sýndir þjóðbúningar karla og lcvenna frá ýmsum tímum. Þetta allt er svo umfangsmikill fróðleikur, að það er ekki á færi venju- legra ferðamanna að komast inn i það á jafnstuttum tíma, sem við gátum varið til þessa. Stafkirkja frá tólftu öld hefur verið reist þarna, mikið hús og margbrotin bygg- ing með mörgum útskotum og burstum, sem ekki er auðvelt að lýsa, en má sjá á myndum, enda þótt hér fylgi ekki slík mynd. Safn þetta er á skógi vöxnum liæð- um þarna í Bygdö og auðsjáanlega miklu fé varið til þess að varðveita þessi fornu menningarverðmæti. Enda þótt við gætum ekki verið þarna nema stuttan tíma, töld- um við okkur mun fróðari eftir en áður. Um kvöldið fórum við svo með járn- brautinni áleiðis til Bergen. Höfðum við fengið svefnvagn. Eru það líkir klefar og á skipum nema þrengri og 3 rúm í hæð- inni, öllu mjög haganlega fyrir komið. Fremur þótti mér vont að sofa fyrir skrölti í vagninum og hristingi, sjálfsagt vegna óvana að ferðast á þennan hátt. Er við vorum komnir af stað með lestinni, kom maður, sem gaf sig á tal við okkur og' lcvaðst eiga að vera með okkur á ferða- laginu um Noreg. Var hann frá fiskimála- ráðuneytinu í Oslo og heitir S. B. Kvinge, erindreki. Kvað hann, að annar ætti að

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.