Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1951, Side 9

Ægir - 01.04.1951, Side 9
Æ G I R 85 k°nia með frá Bergen, og skyldu þeir báð- ii' verða leiðbeinendur okkar á ferðalag- *nu. Sáum við þarna strax, að norsku Gskveiðayfirvöldin voru búin við komu okkar og ætluðu sér að greiða götu oltkar. Eftir þetta má þvi segja, að við værum á þeirra vegum og ferðuðumst eftir áætl- un, sem þeir höfðu komið sér saman um uð kæmi okkur að sem mestum notum. f Bcrgcn: Ác járnbrautarstöðinni, er við komum til Bergen kl. 9 um morguninn, kom til móts við okkur fulltrúi Blich og Gunnar Aase, sem varð hinn fylgdarmaður okkar. Buðu þeir okkur velkomna til Noregs og fylgdu okkur á gistihús, sem heitir Grand Hótel ’i'erniinus, og er það rétt hjá járnbrautar- stöðinni. Má telja, að héðan hefjist ferð- ■n um Noreg, sem okkur var sérstaklega ®tluð, þ. e. a. kynnast fiskveiðum Norð- manna í fullum gangi. Þarna í Bergen hefur fiskimálastjórinn norski aðsetur. Var ferðin undirbúin af honum og ferðaáætlun samin, sem var í nðalatriðum þannig: Fyrst skyldi farið suð- Ul’ á bóginn til Haugasunds, dvelja þar i tvo daga og síðan til Bergen aftur. Þaðan átti að fara norður með viðkomu og nokk- ni'ri dvöl í Álasundi, Kristjansundi, Þránd- Beimi og loks til Svolvær í Lófót og dvelja bnr norður frá í 4 daga. Þaðan til Þránd- heinis aftur og með járnbraut til Oslo. Eftir að þetta hafði verið athugað og við hreinsað af okkur ferðarykið, var byrjað aið sýna olckur það helzta viðkomandi á- Bugamálum okkar og sem hægt var að kom- ast yfir að skoða á þessum eina degi, sem nú var talið fært að dvelja í Bergen. Kl. 10^2 fórum við á fiskveiðasafnið í fylgd með Gunnari og Kvinge. Var okkur Þar vel tekið og sýnd þar ein merkilegasta Beild safnsins. Var þar til leiðsagnar safn- vörður, P. A. Solheim. Útskýrði hann fyrir okkur safnið af mikilli nákvæmni. Gefur Þar að líta mikið af kortum, líkönum og Bnuritum, sem sýna þróun fiskveiðanna í Noregi, allt frá fornöld og til þessa dags, veiðarfæri og skipa- og bátagerðir frá sama tíma, lifnaðarhætti nytjafiskanna og margt fleira. Miklu fé er þarna varið til þess að gefa sem gleggsta hugmynd um árangur fiski- og hafrannsóknanna, sem Norðmenn leggja mjög mikla áherzlu á að séu sem fullkomn- astar, og hafa þeir nú búið fiskifræðingum sínum sérstaklega g'óð skilyrði með hinu nýja haf- og fiskirannsóknarskipi G. O. Sars, sem síðar verður að vikið. Eitt af mörgu athyglisverðu, sem þarna var að sjá, vil ég nefna geysistórt líkan af Norður-Atlanzhafinu, sem gert hefur ver- ið þarna af miklum hagleik, er það ca. 3—4 metrar á lengd og 1—2 metrar á breidd. Maður gæti helzt líkt þessu við stórt kar eða kistu ca. 1 ineters djúpa. Þarna í þessu kari er mótuð eins konar leirmynd af norðurhvelinu allt frá Græn- landsströnd austur yfir hafið til Noregs- stranda með ísland á sínum stað, Færeyjar og hrygginn, sem þessi lönd standa á, hafdjúpin niður í 3000 metra dýpi, allt í réttum hlutföllum, með undraverðum lit- brigðum. Er eins og maður sjái þarna fyrir sér allan þennan hluta jarðkúlunn- ar með öllum sínum gjám og gjótum og hæðum, einkar greinilega sér maður, hvað löndin eru i raun og veru lítill hluti af þessum jarðarhluta, hvílikt geysiflæmi haf- ið hylur. Þetta likan er til orðið fyrir ó- þreytandi störf vísindamannanna, sem fást við hafrannsóknir. Til þess hefur verið varið miklu fé, en Norðmenn telja, að því fé sé vel varið, og það fáist endurgreitt í rílcum mæJi, því að fiski- og hafrann- sóknirnar veiti óyggjandi staðreyndir um lifnaðarhætti og hátterni nytjafiskanna. Þessi ófullkomna lýsing á þvi, sem fyrir augu bar i safni þessu, verður að nægja hér. Er maður vék að háttum síldarinnar og hvers vegna hún hefði brugðizt okkur Islendingum nú undanfarin ár, var skýr- ingin sú, að vegna þess, að nú um stund hefði og mundi verða of kaldur sjór við

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.