Ægir - 01.04.1951, Page 10
r
86 M G I ft
Norður-ísland til þess að síldin finndi
þar þau skilyrði, sem henni henta, væri
hennar væntanlega að leita langt norð-
austur af íslandi næstu ár. Mundi þurfa að
sækja hana allt til Jan Mayen yfir sumar-
tímann næstu árin, en þar hefði hún ver-
ið að undanförnu og þar mundi hún verða
næstu 5 ár. Enda þótt ég setji þetta hér,
þá vil ég taka það fram, að þetta var að-
eins látið í ljós í venjulegum samræðum
um horfurnar, en ekki sem vísindaleg stað-
hæfing. Þetta mun þó alláberandi skoðun
Norðmanna nú sem stendur um síldveið-
arnar við ísland. Eftir að við höfðum dval-
ið þarna alllengi og orðið margs vísari um
þessa merkilegu stofnun, sem þó hefði
þurft miklu lengri tima til að slcoða, var
farið að hugsa til næsta áfanga, sem var
stór síldarverksmiðja þarna í nágrenni
borgarinnar.
Kl. 13 var farið á bát frá höfninni út í
eyju, sem heitir Horsöy, til þess að skoða
þar síldarverksmiðju, sem þar var í full-
um gangi. Verksmiðju þessa, sem ekld er
gömul, eiga fiskimennirnir sjálfir, og er
hún ein af þrem, sem byggð hefur verið
þannig félagslega upp. Heitir þessi stofn-
un „Sildefiskerens sildolie fabrik Horsoy“.
Afköst hennar eru 15000 hektólítrar á
sólarhring, og er þróarpláss fyrir 150000
hl. Skilvindur eru 6, en löndunarkranar eru
15. Við verksmiðjuna vinna 286 menn þrí-
skiptar vaktir, en allt mjölið er látið í
pappírspoka 50 kg. Var okkur sagt, að pok-
inn kostaði innan við eina krónu stk. En
fyrir vissa markaði verða þeir einnig að
nota strigapoka, sem eru margfalt dýrari.
Eftir því sem næst varð komist, mun ekki
vera að sjá hjá Norðmönnum fulkomnari
sildarverksmiðjur heldur en það, sem nýj-
ast og fullkomnast er hér á landi. En allt
virtist manni þetta vera með myndarbrag,
og aðstaða frá náttúrunnar hendi hin á-
lcjósanlegasta.
Á þessari leið og út úr höfninni naut
maður hins fegursta útsýnis, því að veðr-
ið var gott, sólskin og bjart. Um kvöldið
vorum við svo í boði hjá fiskimálastjór-
anum, Klaus Sunnaná, sem þá bauð ís-
lendingana hjartanlega velkomna til Noregs
i ræðu, er hann flutti undir borðum. Voru
þarna einnig staddir nokkrir menn úr
borginni og margar ræður fluttar af mikilli
velvild til íslands.
Var setið þar nokkuð fram eftir kvöldi
eða þar til við skyldum búast til ferðar
með strandferðaskipi, sem „Kong Sverre“
heitir, og átti að fara til Haugasunds um
nóttina. •
/ Haugasundi:
K. 5 næsta morgun komum við svo til
Haugasunds. Var þá 2. marz. Þar á bryggj-
unni var Lars Bakkevilc til þess að taka
á móti okkur. Hann fylgdi okkur á gisti-
húsið, sem okkur hafði verið búin gist-
ing á, meðan dvalizt var þar. Var það
hótel Ivong Harald, sem er rétt fyrir ofan
bryg'gjuna, er skipið lagðist að. Föður-
bróðir þessa Bakkeviks hafði verið mörg
ár á íslandi, aðallega Siglufirði og er mörg-
um íslendingum kunnur. Sýndi þessi mað-
ur okkur sérstaka vinsemd og höfðing-
skap, sem síðar verður að vikið. Tóku
menn nú á sig náðir fram á morguninn
til kl. 8, að menn fóru að litast um.
Gengum við herbergisfélagarnir út sam-
an. Það fyrsta, sem mætti augum, var
höfnin.
Hún er sund á milli lands og eyjar,
sem bærinn stendur einnig á. Hefur ver-
ið byggð geysistór brú yfir sundið, er það
mikið mannvirki, steinsteyptur bogi, eftir
ágizkun minni ca. 150 metra eða meira
langt haf og 20—30 rnetra hátt yfir sjó.
Sigla stærðar skip þar undir. Aðdýpið við
höfnina er svo mikið, að svo að segja engar
bryggjur þarf. Skipin leggjast að sjálfum
húsunum, enda sáust varla vörubílar við
höfnina. Til marks um þetta vil ég geta
atviks, sem kom þarna fyrir á meðan við
vorurn þarna. Lesa mátti í blaði, að það
sýndi sig, að það væri lífshættulegt að búa
i húsum þarna við höfnina. Það liafði sem