Ægir - 01.04.1951, Síða 12
88
Æ G I R
sem heitir Karmöy. Er keyrt æði spöl út
úr bænum, en þar liggur vegurinn að sund-
inu og er þar bílferja, sem flytur stærstu
bíla yfir í eyjuna. Var þar mikil umferð,
stöðugur bifreiðastraumur fram og aftur.
Okkur var sagt, að fyrirhugað væri að
byggja þarna stórbrú yfir sundið. Það
fyrsta, sem okkur var sýnt þennan dag,
var tunnuverksmiðja i fullum gangi. Virt-
ist allt ganga þar með fullkomnum verk-
smiðjuhraða, vélar til hvers og eins við
tunnusmíðina, efnið flutt frá timburverk-
smiðjunum að mestu i hæfilegum stærðum,
samanbúntað, og mátti sjá þar stóra timbur-
hlaða og svo eiUnig mikið af tilbúnum
tunnum.
Er þessu lauk, var haldið áfram ferð-
inni eftir Karmeynni. Fyrsti viðkomustað-
ur var Sevlandsvik, sem er allmikill út-
gerðarstaður. Þar tóku á móti okkur Lars
Tvedt útgerðarmaður, og Guvert Grind-
hauge, sem slógust í förina. Þaðan var
ekið lengra suður eftir og var Ákrahamn
næsti viðkomustaður, en það er allmikill
útgerðarbær. Þarna voru hafnargarðar
gerðir úr stórgrýti og virtist vera hlaðið
í sund á milli eyja. Liggur þetta allt nærri
hafi, en samt er þarna góð höfn og mikið
af skipum. Vel sást þaðan út á síldarmið-
in, þar sem netjabátar voru að veiðum
skammt undan. í Ákrahamn bættust nokkr-
ir menn til fylgdar við okltur, tóku sér
tíma frá störfum til þess að vera með okk-
ur þessa dagstund. Lars Tvedt bauð okk-
ur þarna til morgunverðar á heimili, og
var okkur veitt af mestu rausn og mynd-
arskap. Ivynntum við okkur þarna síldar-
net þau, er þeir nota við veiðarnar, og
kalla botnnet. Voru netin úr grófara garni
heldur en venjuleg reknet, 4—5 faðma
djúp, 10—12 faðma löng'. Eru þau lögð
við botn mjög líkt og venjuleg þorskanet,
og' eru allt að 30—40 net í trossu. Möskva-
stærð er 19 pr. al. Var góður afli í botn-
netin. Það, sem vakti nokkra athygli okk-
ar þarna, voru m. a. humargildrur, er
lágu þarna á hafnargarðinum til þerris.
Eru þetta dálitlir sívalningar úr neti, en
gjarðir, sem halda netinu sundur. Gildr-
ur þessar eru á að gizka 60 cm langar og
40 cm í þvermál, og verða eins og dunkur
í lögun. Á miðjunni er ferhyrnt op með
loku, sem er höfð opin, þegar þessu er
sökkt niður til veiða. Beita er svo látin
innan í líkast því, sem verið sé að beita
rottugildru. Þegar svo humarinn fer inn
og' fer að eiga við agnið, lokast gildran.
Ekki mun mikill tilkostnaður við þetta
veiðarfæri og veiðin sennilega höfð í hjá-
verkum. En humarinn er verðmætur og
þyltir mesta lostæti, svo sem kunnugt er.
Þegar staðið hafði verið við þarna í 2
tíma, var haldið lengra suður eftir eynni,
þar til komið var til Skudeneshavn, sem
er álíka stór útgerðarstaður og hinir, sem
við höfðum komið í, syðst á Karmöy. Þar
tóku á móti okkur Olav M. Wikre og Hans
Gilje, sem buðu okkur velkomna og byrj-
uðu þegar að sýna okkur staðinn og höfn-
ina, sem er, eins og annars staðar, ágæt,
liggur að heita má fast við síldarmiðin.
Hið fyrsta, er okkur var sýnt, var 50 ára
gamall trjágarður, sem kvenfélag staðar-
ins liafði ræktað. Er hann á allháum
klettahöfða, sem liggur fast að sjónum og
höfninni. Er þar mjög gott útsýni til hafs-
ins og einnig yfir höfnina og bæinn. Þarna
gat að líta stærðar skógartré og vel skipu-
lagðan skrúðgarð. Annars ber ekki mikið
á skógi á eyjunni eða úti við sjóinn. í
fallegum hvammi þarna í garðinum hefur
verið reist minnismerki yfir drukknaða
sjómenn.
Þessu næst var haldið á sjóinn. Fórum
við út á síldarmiðin á eftirlitsbát, sem
Sjövern heitir. Við vorum ekki rétt vel
heppnir með veðrið. Á var suðlægur strekk-
ings vindur og herpinótaskipin því ekki
að veiðum, en lágu við stjóra. Keyrðum
við alllcngi um veiðisvæðið og sáum netja-
bátana við netjadráttinn, en Htil virtist
okkur veiðin, það er við sáum, en veruleg
veiði varð samt í netin þennan dag. Þess
ber að gæta, að skipin eru mörg, sem