Ægir - 01.04.1951, Síða 14
90
Æ G I R
Ferðafélagarnir og fglgdarmenn þeirra uppi á þaki
á fiskiðjuveri í Alasundi.
inn í fjallið, er þar venjulcg miðasala
fyrir farþegana. Var þarna fult af fólki,
sein var að ferðast upp og niður, einkum af
skíðafólki, því að þar uppi mun vera gott
land til skíðaiðkunar að vetrinum. Um
kvöldið borðuðum við saman allir ferða-
félagarnir. Kl. 22 var svo farið um borð í
strandferðaskip, sem „Atla“ heitir, skyld-
um við fara með því norður tii Álasunds.
Skip þetta er ekki stórt, 688 lestir br.,
nýlegt og snoturt með mjög sæmilegri að-
búð fyrir farþega, snyrtilegt og vel um
gengið. Ganggott er það, enda ferðin löng,
sem því er ætluð, leiðin öll norður til
nyrztu hafnar Noregs, Kirkenes.
Var þetta byrjun á hinni löngu ferð
okkar norður til Lófót.
5. marz.
Þá er maður kom upp til að litast um,
lá leiðin inan skerja um eyjar og sund og
aftur um eyjar og sund, sem ekki virtist
hafa neinn enda. Þarna með ströndinni,
á eyjunum, er þéttbýlt að sjá og alls stað-
ar þessar óviðjafnanlegu hafnir, hvar sem
komið var að landi. Allvíða voru stuttar
viðkomur. Um morguninn var koinið i
Málöy. Er það talsverður bær með síldar-
verksmiðju, og var þar mikil skipaumferð.
Álasund:
Kl. 13.15 komum við svo til Álasunds.
Á bryggjunni þar tóku á móti okkur Oscar
Larsen, ræðismaður íslendinga í Álasundi,
og Jangárd, forstjóri í Statens Fryseanlegg
og Kjölelager, og buðu okkur velkomna
og fylgdu okkur á gistihús það, er við skyld-
um búa á, meðan dvalið var þar. Heitir það
„Grand Hotel“, sem víða annars staðar í
Noregi. Var þar snæddur miðdegisverður,
en að því loknu kom íslenzki konsúllinn,
Oscar Larsen, þar á staðnum með 3 bíla,
sem okkur var ekið í um bæinn og upp
á fjall það, er Öxlin heitir, og bær-
inn stendur við, og svo einnig í fjalls-
hliðunum. Var ekið eftir góðum vegi,
sem liggur í sneiðingum upp fjalls-
hlíðina skógivaxna, mest var það barr-
skógur, sígrænn og fagur. Af Öxlinni er
eitthvert hið fegursta útsýni yfir eyjar,
sund og firði nágrennisins. Er fjall þetta
166 metra hátt skógi vaxið upp á efstu
brúnir. Okkur var sagt, að þeir væru að
undirbúa svipaða braut þarna upp á fjall-
ið eins og er upp á Flöjen í Bergen. Mun
það ekki sízt vera gert vegna ferðamanna.
Þarna upp á Öxlinni gat að lita stór og
rammbyggð fallbyssuvirki, sem notuð
höfðu verið í styx-jöldinni síðustu. Öll voru
þau steinsteypt og varanleg, að því er
virtist. Með fram veginum þarna upp fjall-
ið gat að líta allmikið af húsum, sem þeir
kalla þar „þýzku húsin“. Eru það löng
einnar hæðar timburhús með steyptum
kjallara, sem þýzki herinn hafði byggt yfir
menn sína. Nú eru þetta ibúðarhús og
sýnast vera varanleg. Þarna í Álasundi
sáust nokkur merki eyðileggingar striðs-
áranna. Sáum við nokkur steinhús, sem
liöfðu orðið fyrir sprengjum, en var nú
farið að byggja upp og jafnvel nota neðstu
hæðina til verlunarreksturs og þess hátt-
ar. Svo sem kunnugt er, varð árið 1904
einn af stórbrunum Noregs, þegar bær-
inn brann svo að segja allur í einu vett-
fangi. Meira en 800 hús brunnu og 10 000
manns urðu húsnæðislausir. Bærinn byggð-
ist aftur, en þá úr steini, sem áður hafði
verið úr timbri. Er aftur kom niður í
bæinn, var okkur ekið út fyrir hann, að