Ægir - 01.04.1951, Side 16
92
Æ G I R
il fiskgeymsluhús. Var þar geymdur þurrk-
aður saltfiskur, sem Norðmenn kalla
„klipfisk“. Kemur nafnið til af því, að
fiskurinn er þurrkaður úti á klöppum, sem
mikið er af þarna út við sjóinn á vestur-
ströndinni.
Er saltfiskurinn látinn í verkun til ein-
stakra manna víðsvegar, en svo safnað
saman þarna til geymslu, mats og pökkun-
ar til útflutnings. Sáum við þarna þurr-
fisk frá í fyrra, leit hann vel út, hreinn
og litargóður. Kom þarna vel í ljós, að
Norðmenn munu hafa bætt saltfiskverk-
un sína á sama tíina og' henni hefur farið
aftur á íslandi.
Þetta megum við íslendingar vita, og
taka til alvarlegrar athugunar, ef við vilj-
uin halda velli á markaðinum. Þetta var
geysistórt hús og vel útbúið til fiskgeymslu.
Með kæliútbúnaði var loftinu alltaf hald-
ið 2 stiga heitu. Þannig er það hæfilega
þurrt en saggalaust. Þetta var í timburhúsi
og var þar allt hreint og vel um gengið.
Rétt er að taka það fram, að lagið á norska
saltfisknum er ekki eins fallegt eins og
á okkar saltfiski, og kemur það til af
flatningunni, sem er verulega frábrugðin
þeirri íslenzku, svo sem kunnugt er.
Þetta sama fyrirtæki hefur einnig íshús
til beitufrystingar. Virðist það hafa ráð á
geysimiklu frosti eða allt að 30 stigum, ef
svo ber undir, og sýnir það, að húsin eru
góð. Beitusíldin norska er okkur íslending-
um kunn og ekki að góðu. Frysta þeir
sildina í pækli eða svo var okkur sagt
þarna, eftir að hún hefur verið þvegin í
þvottavél. Sumt af síldinni frysta þeir í
kössum og þurfa þeir til þess mikið frost.
Geymslurúm var þarna fyrir um 2500 smál.
af sild.
í sainbandi við þessa síldarfrystingu er
unnið úr síldarhreistrinu, sem kemur úr
þvottavélinni, efni það, er gefur síldinni
silfurlitinn. Var okkur sýnt að nokkru,
hvernig það fer fram. Sýndist ekki þurfa
miklar vélar til þeirrar framleiðslu. Eru
það einhverjir suðupottar, sem hreistrið er
látið i, ef til vill með einhverjuin efna-
blöndum, þar losnar litarefnið af hornþynn'
unni, sem síðan er ekki neitt notuð. Efn-
ið kemur svo svo sem silfurlitað niauk
allþykkt. (Líkt og silfurbrons.) Úr þessn
mauki eru svo gerðar perlur. Selja þe'1
efni þetta aðallega til Ameríku. Sjálfn
sögðust þeir ekki enn þá vera farnir að
framleiða perlurnar, en unnið væri að til-
raunum með það þarna, en ekki náðsl
verulegur árangur í því efni.
Síldarhreistrið sögðu þeir að þyrfti að
vera af nýrri síld, úr mjög blóðugu hreistri
næðist ekki nema laklegt efni, það væri bú-
ið að missa glansinn og enn hefði ekki
tekizt að hreinsa það nægilega, bezt væn
hreistur af smásíldinni (brisling).
Kl. 13, þennan dag, bauð íslenzki konsúll-
inn þarna, Oscar Larsen, okkur til niiS-
degisverðar á heimili sínu. Sátu þar til
borðs með okkur faðir hans og bróðir og
svo hjónin. Var þetta sérlega alúðlegt og
gestrisið fólk og góðgerðir rausnarlegar-
Hafði þetta fólk sérstakan áhuga fyrir Þvk
að okkur liði sem bezt, og hefðum senl
mest gagn af ferðinni. Blakti íslenzki fán-
inn á stöng fyrir utan.
Er við höfðum setið æði stund á heimiji
konsúlshjónanna, var farið að hugsa til
ferðar. Næsti áfangi var Kristjansund, nie®
viðkomu í Molde. Þangað komum við með
skipi kl. 18 og þar l'arið í bíl samstundis
til staðar, sem heitir Gjemnes, og þaðan
á ferju til Kristjansund. Telcur þessi feið
frá Álasundi í kring um 6 klukkustundii.
í Molde skildi ég við félagana um stund.
og dvaldi þar nóttina hjá föðursystur ininni.
Guðrúnu, sem þar á lieima. Átti ég ÞaI
skennntilega stund á heimili Guðrúnar og
manns hennar, Jóhann Barstein, og sym
þeirra lijóna, Karli að nafni.
Molde varð sem kunnugt er fyrir niik"
illi eyðileggingu af völdurn stríðsins, en nu
er mikið búið að lagfæra og byggja UPP
að nýju breiðar götur og smekklegar all-
stórar byggingar. Er þetta annálað byggð
arlag fyrir sérstaka fegurð og hvernig þa
É