Ægir - 01.04.1951, Side 22
98
Æ G I R
Þennan sama dag, kl. 10.30, fórum við
allir með eftirlitsbát, sem „Signal“ heitir,
lit á miðin. Veður var allgott, slétt í sjóinn,
snjóél og dimmt með köflum. Er við höfð-
um keyrt nokkuð suður með eyjunum, var
haldið frá landi. Þá birti upp og blasti
þá fiskiflotinn við, ótölulegur fjöldi fiski-
skipa og báta, sem voru þarna að veiðum,
en flestir álíka langt undan og með fram
eyjaklasanum, eins og þarna sé aðeins fisk
að fá á afmörkuðu svæði. Athygli okkar
Jjeindist fyrst og fremst að herpinótaveið-
unum, sem nú voru þarna í fullum gangi.
Hinar veiðiaðferðirnar þekkjum við, svo
það vakti ekki neina forvitni hjá okkur,
nema þá hvað skipin og bátarnir voru
þétt. Það mundi vilja verða þvarg á mið-
ununi við Island, ef bátar væru svo nærri
hver öðrum með veiðarfærin. Fórum við
svo inn i skipaþvöguna og fylgdumst með,
hvernig þeir liöguðu sér við nótaveiðina,
en því verður lýst af öðrum. Núna stund-
uðu 700 bátar netjaveiðar, 500 með línu,
2500 með færi og 475 með nót, eða alls
4175 skip og bátar með 20 000 manna á-
höfn.
Af þessu geta menn séð, að í Lófót muni
vera æði mikið um að vera á vetrarver-
tiðinni, sem stendur frá því í jan.—febr.
og fram undir maí ár hvert.
Leyfi yfirvaldanna þarf til þess að stunda
hrepinótaveiðarnar. Á þessu ári sótlu eitt
þúsund um nótaveiðileyfi, en 600 voru veitt.
Eru það einkum reyndir skipstjórar sem
ganga fyrir að fá leyfin. Heyrst hefur, að
á næsta ári muni nótaveiðin verða gefin
frjáls. Yfirleitt mun eftirlit með veiðunum
vera þarna allstrangt. Eru 50 af fiskiskip-
unum með lögregluvaldi til aðstoðar við
gæzluna. Róðrartíma hafa þeir þannig, að
ekkert skip eða bátur má vera úti á mið-
unum frá því kl. 19 að kvöldi til kl. 7
að morgni. Enginn bátur má láta úr liöfn
fyrr en kl. 6 að morgni, elcki kasta nót
fyrr en kl. 10 og ekki eftir kl. 15, en Ijúka
mega þeir við kast, sem byrjað er á fyrir
þann tíma, en hafa lokið öllu fyrir kl. 17.
Línu- og netjabátar leggja á kvöldin, °S
allir færab;'i,tarnir verða að vera hsettn
veiðum kl. 18, svo er algerð kyrrð á inið'
unum yfir nóttina. Eftir 5 tíma ferðalaS
um miðin komum við úr þeirri för. Er 1
land kom, eftir að við höfðum fengið okk-
ur hressingu eftir sjóferðina, fóruni við
enn á söltunarstöðvar. Var nú fiskurinn
kominn og sást þá öll vinnan í fulhun
gangi. Er ekkert frekar um það að segja>
annað en að alls staðar virtist vera lög®
mikil áherzla á hreinlæti og góða með-
ferð fisksins. Ekki salta þeir í pækil heldui
aðeins í stafla eins og við þekkjum, Þal
sem ekki eru pækilkör.
11. marz, simnudagiir.
Kl. 10 um morguninn var okkur boðið
um borð í hið nýja rannsóknarskip ,fi-
Sars“, sem var nú þarna í Svolvær. Vai
þar fyrir fiskimálastjórinn, Sunnaná, ásamt
fleirum. Gunnar Rollefsen, fiskifræðingur,
sýndi okkur skipið og skýrði fyrir okkur
alla starfsemi, er þar fer fram, allt fra
hvers konar veiðum, sem skipið stundar
jafnhliða rannsóknunum og hin margvís*
legu rannsóknartælci, sem þar eru innan-
borðs, rannsóknarstofur og allt er að fiski-
og hafrannsóknum lýtur, þar á meðal hið
undraverða „Asdic“-tæki, sem er eitt það
þýðingarmesta til síldarleitar, sem enn er
upp fundið. Slcal hér ekki gerð tilraun til
þess að lýsa nema að litlu leyti þessutn
hlutum, til þess þarf í raun og veru sér-
fræðinga, en öllu virtist þarna fyrir kontið
af hinni mestu nákvæmni vísindantannsins,
enda var okkur sagt, að það ltefði verið
mestur vandinn er skip þetta var útbúið,
að koina öllu sem bezt og haganlegast
fyrir. Okkur var sýnt á hvern hátt þeir
sækja sjóprufur á mikið dýpi og svo rann-
sóknarstofurnar með öllum sínuin búnaði.
í smásjá fenguin við að skoða 4 vikna
görnul þorskegg og þverbrotnar þorskkvarn-
ir, sem notaðar eru við aldursákvarðanir
fisltsins, og annað, sent okkur þótti undra-
vert, en liöfðum vitanlega sérstakan áhuga