Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1951, Side 32

Ægir - 01.04.1951, Side 32
108 Æ G I R Hafrannsóknarráð Norávestur-Atlantshafsins. í febrúar 1949 var í Washington haldin ráðstefna þeirra þjóða, sem hagsmuna liafa að gæta í sambandi við fiskveiðar á Norð- vestur-Atlantshafi, þ. e. við austurströnd N.-Ameríku og vesturströnd Grænlands. Til- gangur þeirrar ráðstefnu var að athuga möguleika á samvinnu þessara þjóða á svipuðum grundvelli og verið hefur um nær liálfrar aldar skeið með þeim þjóðum, sem eru innan Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins, en það eru allar aðalfiskveiðaþjóðirn- ar i Evrópu nema Rússar. Niðurstaðan varð, að undirritaður var samningur, er síðan hefur verið fullgiltur af nokkrum þeim ríkjum, sem þátt tóku í ráðstefnunni, þar á meðal íslandi. Hinn 10. apríl s. 1. bauð stjórn Banda- rikjanna síðan til fyrsta fundar Haf- rannsóltnaráðs Norðvestur-Atlantshafsins (International Commission for the North- west Atlantic Fisheries) í Wasliington, hinum sömu þjóðum og þátl höfðu tekið í ráðstefnunni 1949. Til fundarins komu fulltrúar frá þeim ríkjum, sem fullgilt höfðu samninginn, en það voru Bandaríkin, Danmörk, ísland, Kanada og Stóra-Bretland. Nokkur lönd höfðu ekki fullgilt samn- inginn, þó ráð sé fyrir því gert að svo verði síðar og sendu áheyrnarfulltrúa. Voru það Frakldand, Ítalía, Noregur, Portugal og Spánn. Þá voru enn fremur áheyrnarfull- trúar fyrir Alþjóðahafrannsóknaráðið í Evrópu og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Af íslands hálfu sótli þennan fund Árni Friðriksson, fiskifræðingur. Var nú formlega gengið frá stofnun Haf- rannsóknaráðsins, kjörin stjórn, settar upp nefndir til að leysa ákveðin verkefni o. s. frv. Forseti ráðsins var kjörinn fulltrúi Bandaríkjanna, Hilary J. Deason, sem er forstöðumaður utanríkisdeildar í fiskimála- stofnun Bandaríkjanna (Fish and Wild- life Service). Varaforseti var kjörinn A. T. A. Dobson, ráðgjafi landbúnaðar- og fiskimálaráðuneytis Breta. Ritari var kjör- inn fiskifræðingurinn William R. Martin, en hann starfar við sjórannsóknastöðina í St. Andrews í New Brunswick, Kanada. Settar voru á laggirnar tvær nefndir, önnur um fjármál og stjórn, en hin um rannsóknir og skýrslusöfnun. Fulltrúar ís- lands í þessum nefndum eru Árni Friðriks- son í hinni fyrri, en Jón Jónsson, fiski- fræðingur, í hinni síðari, en liann hefur með höndum þorskrannsóknir hér. Þá voru samkvæmt því, sem ráð var fyrii' gert í samningnum, settar upp svæðanefnd- ir, sem ætlað er það hlutverk hverri að annast rannsóknir á tilteknu svæði. Fylgir því alhnikill kostnaður að eiga fulltrúa i þessum nefndum og taka löndin ekki þátt í þeim nema þau eigi brýnna hags- muna að gæta. Það varð því úr, að ísland skyldi ekki, að svo stöddu, gerast þátt- takandi í neinni þessara nefnda. Ákveðið var, að ráðið skyldi hafa aðset- ur í Kanada, en ekki gengið endanlega fra hvar. Var fyrst um sinn samþykkt, að það skyldi vera í St. Andrews í Kanada. Með stofnun þessa hafrannsóknaráðs hef- ur verið náð þýðingarmildum áfanga á sviði haf- og fiskirannsóknanna. Um nær- fellt hálfrar aldar skeið hefur Alþjóðahaf- rannsóknaráðið unnið mjög þýðingarmikið starf á hafsvæðinu í austanverðu Norður- Atlantshafi og við Vestur-Grænland, en ann- ars hefur vesturhluti Norður-Atlantshafs- ins hins vegar orðið nokkuð út undan, þar sem skort hefur á trausta alþjóðlega sam- vinnu, sem er e. t. v. nauðsynlegri á sviði haf- og fiskirannsóknanna en á flestum öðrum sviðum. Hyggjum við íslendingar gott til þátt- töku í þessari alþjóðlegu samvinnu, enda eiga engir meira undir því komið en við, að nokkur árangur náist. D. Ö.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.