Ægir - 01.04.1951, Page 34
110
Æ G I R
Það, sem ráðið verður af lýsingu þess-
ari, er: Að verðið virðist vera lágt miðað
við verðlagið eins og það er þessa stundina,
cn allt cfni hefur hækkað mikið síðan i
september 1950, og vinnulaun liafa sjálf-
sagt hækkað lika.
Eftir aðalmálum skipsins að dæma, er
það líklega um 160 rúml. brúttó. Togvinda
og togbúnaður er ekki sýnt á uppdrættin-
um og líldega ekki mcð í verðinu, þótt talið
sé hægt að nota skipið til slíkra veiða. Ekki
litur út fyrir, að lestin sé skiljuð og ckki er
minnzt á innsúð í henni. Stálþilfar cr senni-
lega ekki með tréþilfari yfir, en ólöglegt
er að hafa slíkan umbúnað yfir manna-
íbúð, ncma aðrar hliðstæðar ráðstafanir
séu gerðar. Ekki mundi ísfiskur geymast
undir óvörðu stálþilfari, né heldur mundi
vera stætt á því við fiskaðgerð. — Tekið er
fram, að innangengt sé milli ibúða. Ekki
á það þó við um þá, sem búa í lúkarnum,
og þar virðist ekki séð fyrir ncinum þæg-
indurn með hlífðarföt, salerni eða annað.
Ekki eru taldar nema 20 hvílur fyrir 30
menn.
Þrátt fvrir aðfinnslurnar getum við lært
mikið af frændum vorum Norðmönnum.
Fyrst og fremst skipulag, fyrirkomulag í-
búða- og þilfarsbúnaðar. Til dæmis er legu-
færaútbúnaði á fiskiskipum hvergi eins vel
fyrir komið og á norskum skipum, jafnvel
á þeim allra minnstu. Legu- eða dráttar-
vírinn er ekki geymdur á „spiltrommunni",
nci, hann er geymdur á skýldri rúllu frarn-
an á lúkarskappanum, tíklega óskemmdur
í 2—3 ár. Norðmenn meta mikils að hafa
góð legufæri og' að hafa útbúnað til að hag-
nýta þau.
Að lokum ættum við að læra af Norð-
mönnum að smíða öll vor liskiskip stærri
en 100 rúmlestir úr stáli, og smíða þau
sjálfir.
B. G. T.
Ur ýmsum áttum.
Blaðið „Fiskaren“ hefur það eftir frétta-
ritara sínum í Þýzkalandi, að togarinn
„Heinrick Bueren“ liafi veitt talsvert af
sild í botnvörpu við ísland í febrúar- ferð
sinni. Síld þessi þótti ágæt að gæðum og
var seld fyrir liæsta verð á markaðnum.
Þýzkir skipstjórar telja fágætt að veiða síld
í botnvörpu við ísland nema á timabilinu
júlí—seplember.
Þegar austur-þýzk skip stranda.
Síðastliðið sumar strandaði sem kunnugt
er rússnesk síldveiðiskúta fyrir Norður-
landi, og varð allmikið umtal um það.
með hvaða hætti hinir rússnesku sjómenn
tóku á móti Islendingum, sem ætluðu að
bjarga þeim. — Nú hefur svipið saga gerzt
við Borgundarhólm, en þar strandaði ný-
lega togari, reyndar ekki rússneskur, en fra
hernámssvæði Rússa í Þýzkalandi. Dansk-
ir fiskimenn björguðu tveim mönnum af
áhöfninni í björgunarstóli. Skipstjórinn
neitaði hins vegar að yfirgefa skipið og
vildi heldur ekki þiggja aðstoð Dana við að
ná skipinu á flot. Hann bað aftur á móti
um aðstoð frá Sassnitz, en hið strandaða
skip var frá þeim bæ. Tveir togarar þaðan
reyndu síðan að ná hinu strandaða skipi á
flot, en árangurslaust. íCnn síðar voru svo
send á vettvang þrjú hjálparskip með 35
manns ásamt björgunársérfræðing. En ekk-
ert af þeim reyndi að ná hinu strandaða
skipi á l'lot. Þjóðverjar fóru hins vegar a
róðrarbátum að togaranum og tólcu úr hon-
um það sem lauslegt var, svo sem vél, v'eið-
arfæri, olíu o. s. frv. Ekki var loftskeyta-
tæki í skipinu, og þó var það ekki nema H
mánaða gamalt. Allt, sem tekið var úr skip-
inu, var skilið eftir á strandstaðnum og
ekkert um það hirt. Og þó búið væri að
létta skipið, var heldur ekki hirt um að na
því á flot. Talið er, að þarna hafi farið
forgörðum mörg hundruð þúsund króna