Ægir - 01.04.1954, Síða 8
70
Æ G I R
skútunum, að öðru leyti en því, að úthalds-
tíminn lengdist, aðbúðin varð betri, afli
yfirleitt meiri og konur þeirra og börn fengu
fleiri fiska til að vaska og þurrka.
Teiti á tómstundum vetrar.
Skútumönnum fannst veturinn langur, því
að margir þeirra höfðu að litlu að hverfa
með vinnu nema helzt seglasaum. Þeir urðu
að teygja sem bezt mátti úr aflafengnum
frá sumrinu. Og þegar þrotið var, sem lagt
var upp með fyrir vetur, þá var ekki undan-
komu auðið að knýja dyra hjá fyrirhuguð-
um útgerðarmanni og biðja um lán upp á
væntanlega sumarveiði. Skipstjórar höfðu
að vísu rýmra um hendur, að minnsta kosti
flestir. Ásgeiri frá Kjörvogi þótti illt til þess
að vita, að þeir skyldu kúra hver í sínu
horni obbann úr vetrinum, ekki hafa í sér
þann semheldnisanda að hittast öðru hvoru
til þess að gera sér dagamun og ræða sam-
eiginlega um hugðarefni sinu og nauðsynja-
mál. Upp af þessari rót spratt Öldufélagið.
Frá því í október á haustin og fram í febrúar
komu öldufélagar saman hvert miðviku-
dagskvöld. Þeir spiluðu annað kvöldið, en
hitt ræddu þeir ýmis mál, sem snertu at-
vinnugrein þeirra og fengu þá annað veifið
utanfélagsmenn til þess að liefja umræður.
Lengst af voru þessir fundir lialdnir uppi á
lofti í samkomuhúsi Breiðfjörðs í Aðal-
stræti. Ætíð keyptu menn sér kaffi og með
því, og kostaði hvorttveggja 25 aura. Yfir
þessum samkomum var létt, orðræður
óþvingaðar og áhuginn við spilamennskuna
ekki minni en við vaðbeygjuna. Frá þessum
tíma er eftirfarandi staka, en hún er kveðin
af einum Öldufélaganum:
Spaðahundur spillti ró
á spilafundi drengja,
orðin dundu, elding sló
eins og tundursprengja.
Einu sinni á vetri liéldu öldufélagar dans-
leik og borðuðu þá sameiginlega. Var ekki
laust við, að sumum útgerðarmönnum þætti
slíkt gálauslegt fjárbruðl og hefðu orð á því.
Var lengi í minnum haft, þegar einn út-
gerðarmaður varpaði fram þessari setn-
ingu, þá er hann sá Öldufélaga halda á sinn
árlega dansleik: „Og þarna fer hann þá
þessi og skuldar mér.“
Verkefni Öldunnar verða ekki rakin hér,
enda af svo mörgu að taka í því efni á sex-
líu ára leið, að ógerningur er að drepa á þau
helztu á jafnnaumum tíma og ég hef hér til
umráða, hvað þá meira. En staðhæfa má, að
þaðan eru runnar fjölmargar hugmyndir,
tillögur og ábendingar um sjávarútvegsmál
ahnennt og einnig sum bæjarmál. Og þess-
unt málum hafa öldufélagar hvarvetna
reynt að fylgja eftir til framkvæmda, þar
sem þeir hafa fengið því við komið.
Stofnaður styrktarsjóður Öldumanna.
Við eitt verkefni Öldumanna verður þó
að dvelja örlítið. Laugardaginn 17. febrúar
1894 héldu þeir umræðufund og stofnuðu
þá styrktarsjóð sinn með 144 krónum, sem
þeir höfðu skotið saman. Marlaniðið með
þessari sjóðsstofnun var að styrkja ekkjur
og börn félagsmanna, og svo þá félagsmenn,
sem vegna heilsutjóns gátu ekki sinnt vinnu.
Af þriggja króna árgjaldi hvers félagsmanns
runnu tvær krónur i styrktarsjóðinn. Á að-
fangadagskvöld þetta sama ár barst for-
manni Öldunnar bréf frá útgerðarmönnuin
liöfuðstaðarins. Hafði það að geyma jóla-
óskir og sjötíu og fimm króna gjöf til
styrktarsjóðsins. Lengi síðan gáfu útgerðar-
menn sjóðnum nokkurt fé árlega. En öldu-
menn liöfðu liug á að efla þessa sjóðstofnun
sína og þess vegna mátti rétt fyrir árlslokin
1894 lesa frá þeim eftirfarandi tilkynningu:
„Tombola til eflingar styrktarsjóð skip-
stjóra og stýrimanna við Faxaflóa verður
haldin í Good-Templaraliúsinu kveldin
29.—30. des. kl. 5—7 og 8—10 e. m. —
Söngfélagið 14. janúar 1892 slcemmtir ineð
söng að forfallalausu.“
Ritstjórar liöfuðstaðarins tóku þessari til-
kynningu vel. Einn þeirra hafði um hana
þessi orð: „Tombolur eru orðnar svo tíðar
hér og víða um land, að þær fara að verða
regluleg landplága, enda stundum notaðar