Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1954, Side 26

Ægir - 01.04.1954, Side 26
88 Æ G I R sem inniheldur eggjahvítuefni. En það er augljóst, að þessi iðnaður getur ekki hjálp- arlaust vaxið jafnmikið né með sama hraða og iðnaður í Norður-Ameríku og Norðvest- ur-Evrópu. Það starf, sem hefur verið framkvæmt til þess að veita efnahagslega frumstæðum ríkjum tæknilega aðstoð, hefur sannað hina brýnu þörf fyrir gagngerða aðstoð við sjáv- arútveginn. Slikt starf verður árangurs- laust, ef sérhverri stofnun er ekki ljós á- byrgð sin gagnvart sjávarútveginum, sem ómissandi þætti í atvinnulífi þjóðarinnar, og áherzla verður ekki lögð á þörfina fyrir menntaða sjómannastétt. Mönnum er ljóst, að ekki er einhlítt að hafa reynslu, frum- kvæði um athafnir og tæknilega aðstoð, þegar um er að ræða forráð og bollalegging- ar um fiskveiðar. Oft er það ófullkomin stjórn, sem stendur í vegi fyrir því, að fram- farir geti orðið. Hætt er við, að vitundin um brýna þörf, geti leitt til of mikillar bjartsýni á því að nota þau lirræði, sem fyrir hendi eru. Það getur leitt til fljóthugsaðs samþykkis á djarflegum og óraunhæfum áætlunum, að einum er ljós matvælaskorturinn, en annar aftur á móti einblínir á hinar miklu eggja- hvítuefnabirgðir, sem fyrir hendi eru. Þessi dæmi er auðvelt að skilja, ef mönnum er Ijóst, að unnt er að auka hagnaðinn af sjó- sókn í miklu stærri mæli en menn geta með álika vinnu í landbúnaðinum. Ennfremur hefur hin gífurlega útþensla, sem orðið hef- ur i sjávarútvegi í löndum eins og Noregi, Islandi, Danmörku, Suður-Afríku, Peru og Mexico, e. t. v. styrkt þá trú, að fiskveiðar séu eingöngu fólgnar í því að ná fiskinuin úr hafinu og það sé því leikur fyrir óvana menn. Þessu er álls ekki svo farið. Hinn mikli munur, sem er á mögulegri fram- leiðslu og þeirri framleiðslu, sein nú er, er mikil hvatning til þess að láta i té tæknilega aðstoð í ríkum mæli. Til dæmis eru hin gagnkvæmu áhrif milli staðnaðra viðskipta og frumstæðs þjóðfé- lags, sem hindrar framfarir á mörgum svið- um innan fiskveiðanna, mjög álirifamilcil að því er snertir sjávarútveg, sem hefur verið vanræktur til þessa. Víða er sjávarútvegur lítils metinn þjóð- félagslega, þótt hann krefjist dugnaðar og áræðis. Hin almenna vanþekking á þessum málum hamlar gegn hverri tilraun til að bæta þjóðfélagslegan hag útvegsins. Rót- tækar breytingar verða að styðjast við þá reynslu, sem fengist licfur í háþróuðum þjóðfélögum, þannig að vofa vanþekking- arinnar verði að engu gjörð. Með þessar staðreyndir í huga verður að skoða hin sérstöku vandamál útvegsins, ef von á að vera til þess að breyta „þörfinni“ i raunverulega „eftirspurn“. Stæling á þró- uðum iðnaði er undantekningarlítið óheppi- leg og jafnvel hættuleg. Nú sem stendur virðist ekki vanþörf á að endurtaka hina sanngjörnu kröfu, að sjómennirnir bíði ekki tjón af efnahagslegum afturkipp og þeim sé tryggð efnahagsleg og þjóðfélagsleg velmegun. Að vel skipist i þessum málum, er ekki sízt undir því komið, að unnt sé að veita þaulhugsaða tæknihjálp byggða á reynslu innan þessa sviðs, þar sem enn hafa í þessum efnum verið gerðar tiltölu- lega fáar hagfræðilegar rannsóknir. Þótt menn hafi náinn kunnugleika á skipulagi, útbúnaði og tækni í sambandi við sjávar- útveginn og enn fremur langa reynslu af þróun hans; eru tiltæk gögn enn ófullkom- in og lítt örugg og jafnframt eru mörg at- riði svo óljós, að þýðingu þeirra verður að dæma eftir Hkum, þar sem slik reynsla er ekki ótíð, þar sem iðnþróunin er komin á hátt stig, er von til þess að þetta sé mikið og erfitt vandamál hjá þeim þjóðum, sem skammt eru á veg komnar. Gagnstætt þessu hefur reynsla sú, sem fengizt hefur innan landbúnaðarins, verið kynnt af hinum stóra hópi faglærðra og háskólagenginna manna, sem talin er end- urspegla það öndvegissæti, er landbúnaður- inn hefur í þjóðarbúinu. Hið hörmulega við uppbyggingu útvegsins er, að sú reynsla, sem gæti fært hinum þurfandi fjölda arðinn af þeim bjargráðum útvegsins, sem fyrir hendi eru, fæst of sjaldan og í of smáum mæli.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.