Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1954, Side 27

Ægir - 01.04.1954, Side 27
Æ G I R 89 Fiskveiðasjóður Islands og aágeráir síáasta Alþingis. Á síðasta Alþingi var nokkuð rætt um lánastarfsemi í þágu sjáVarútvegsins. Borin var fram sú breyting á lögum um stofnlána- deild sjávarútvegsins, að lán seðlabankans til stofnalánadeildar, sem upphaflega var 100 millj. kr., skuli vera fast framlag til áframhaldandi starfsemi deildarinnar. Með þessari breytingu var því ætlazt til, að sú fjárhæð, sem stofnlánadeild hafði greitt til seðlabankans gengi til deildarinnár að nýju. Hefði þessi breyting á stofnlánadeildarlög- unum náð samþykki, átti stofnlánadeildin að taka lil starfa í einni deild frá 1. jan. 1954, og lán úr sjóðnum átti öðru fremur að veita út á skip smíðuð innlands. En mál þetta varð ekki útrætt. Borin var fram sú breyting á lögum um Fiskveiðasjóð íslands, að hann veiti einnig lán til verbúða og útgerðarhúsa (sjóhúsa). Um óstæðuna fyrir breytingunni á lögum sjóðsins segir svo m. a. í greinargerð: „Samkvæmt núgildandi lögum um Fisk- veiðasjóð íslands er sjóðnum ekki heimilt að lána fé til byggingar verbúða eða útgerð- arhúsa, nema þeirra húsa, þar sem jafnframt fer fram fiskiðja. Hefur þetta valdið mikl- um erfiðleikum á mörgum útgerðarstöðv- um, þar sem vélbátaeigendur skortir tilfinn- anlega viðunandi húsnæði í landi til fisk- söltunar, fiskgeymslu, geymslu veiðarfæra og til ýmissa annarra nota í sambandi við útgerð báta sinna. Munu margir hafa leitað á náðir Fiskveiðasjóðs, en þar sem lögin heimiluðu ekki lánveitingar til þessara framkvæmda, hefur eklci reynzt auðið að veita mönnum úrlausn þar. Er þá ekki ann- að að ieita en til bankanna, sem oft hafa reynzt harla tregir til að leysa á viðunandi hátt úr þessum erfiðleikum.“ Þá var borið fram frumvarp til laga þess efnis, að ríkisstjórninni væri heimilt að taka allt að 20 milljón króna lán innanlands eða erlendis. Fjárhæð þessa skal ríkissjóður lána Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1954 til tutt- ugu ára með eigi hærri vöxtum en 4%. Fiskveiðasjóður skal síðan lána fé þetta út til smíði fiskiskipa innanlands. í greinar- gerð fyrir frumvarpi þessu segir m. a. á þessa leið: „Þörfin fyrir auknar skipasmíðar er Jjegar orðin mikil, og má marka það meðal annars af því, að eftirspurn eftir fiskbát- um fer nú vaxandi. Eru þeir nú fluttir inn tugum saman erlendis frá, og er eftirspurn- inni þó á engan hátt fullnægt. Þá er og hafin smíði á nokkrum fiskbátum innanlands, aðallega í skipasmíðastöðvum við Faxaflóa, en lánsfjárskortur hindrar það, að verulegur slcriður komist á skipasmíðarnar, því að fjölmargir aðilar víðs vegar um landið hafa mikinn áhuga á því að ná sér í fiskibáta, en skortir fjármagn til framkvæmdanna. Það, sem vantar til að tryggja vöxt og við- gang þessa þýðingarmikla atvinnuvegar, er aukin lánastarfsemi í hennar þágu, og er frumvarpi þessu ætlað að greiða fyrir því, að svo geti orðið.“ Frumvörp þessi voru ekki útrædd. Loks er þess að geta, að samþ. voru tvær þingsályktanir viðvíkjandi Fiskveiðasjóði. Er í annarri þeirra skorað á ríkisstjórnina að láta fara fram á þessu ári endurskoðun laga um sjóðinn — m. a. í því skyni, að starfsfé sjóðsins og starfssvið verði aukið — og leggja frumvarp til nýrra laga um sjóðinn fyrir næsta Alþingi. Hin þingsályktunartillagan var þannig: „Alþingi álj'ktar að skora á ríkisstjórn- ina að beita sér fyrir því, að gerðar verði ráðstafanir til þess að afla fiskveiðasjóði viðbótarfjár til nauðsynlegra stofnalána

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.