Ægir

Årgang

Ægir - 15.03.1960, Side 6

Ægir - 15.03.1960, Side 6
80 ÆGIR Svanur.......... 192 lestir í 31 róðri Arnfinnur....... 177 lestir í 30 róðrum VESTFIRÐIN GAF JÓRÐUN GUR í febrúar. Febrúarmánuður var aflasæll hér í fjórðungnum ekki síður en janúar, en stormar seinni part mánaðar tálmuðu sjó- ferðum nokkuð. Nokkrir bátanna úr ísa- fjarðarbæ fóru 6 sjóferðum færra í febr- úar en í janúar. Bátar sóttu lengra nú en í fyrra mánuði, allt suður að Blakknesi og jafnvel lengra. Hafa verður og í huga, er aflafengur bátanna í veiðistöðvunum er borinn saman, að í öllum veiðistöðvum sunnan önundarfjarðar er aflinn veginn óslægður og sömuleiðis hér á ísafirði. — Þá er og línulengdin, og þar með öngla- fjöldinn, misjafn, t. d. almennt um 40 bjóð notuð á ísafirði, en um 35 í Bolungar- vík og víðar. — Aflafengur bátanna í veiðistöðvunum hér er þessi. Patreksfjörður. Tveir bátanna voru að veiðum. Vb. Sæborg fékk 227 lestir í 21 sjóferð. Er Sæborg nú metbáturinn í fjórðungnum og víst aflahæsti fiskibátur landsins í febrúar. — Sigurfari fékk 199 lestir í 20 sjóferðum. Aflinn veginn ó- slægður. — Bv. Ólafur Jóhannesson seldi afla sinn erlendis og vísast söluupphæð hans í ísfisksöluskýrslur togaranna. Bv. Gylfi kom úr viðgerð frá Þýzkalandi seint í febrúar og hefur nú tekið upp veiðar. Tálknafjörður. Vb. Guðmundur á Sveinseyri aflaði 217 lestir í 19 sjóferð- um og er annar aflahæsti báturinn hér — og raunar aflahæstur miðað við sjóferða- tölu. — Tálknfirðingur tafðist frá veið- um í viku og fékk 146 lestir í 13 sjóferð- um — óslægt hjá báðum. Bíldudalur. Vb. Jörundur Bjarnason fékk 95,5 lestir í 12 sjóferðum, Reynir 58,5 lestir í 10 sjóferðum og Geysir 56,5 lestir í 11 sjóferðum. Togarinn Pétur Thorsteinsson fór tvær veiðiferðir og afl- aði 104 lestir. — Þrír bátar voru á rækju- veiðum og öfluðu jafnan vel. Þingeyri. — Vb. Þorbjörn fékk 119 lestir í 14 sjóferðum, Flosi 104 lestir í 13 sjóferðum og Fjölnir 103 lestir í 13 sjó- ferðum. Aflinn veginn óslægður. Flateyn. Einungis vb. Ásbjörn frá ísa- firði gekk þaðan í mánuðinum. Fékk hann 75 lestir í 13 sjóferðum af slægðum fiski. Janúarafli Ásbjarnar var hins vegar ranglega talinn slægður, átti að vera ó- slægður. Suðureyri. Vb. Friðbert Guðmundsson fékk 110 lestir í 17 sjóferðum, Draupnir 105 lestir í 17 sjóferðum, Freyja I. 102,5 lestir í 17 sjóferðum, Freyja II. 90 lestir í 16 sjóferðum, Hávarður (nýr bátur, eign frystihússins ísver) 90 lestir í 16 sjóferðum og Freyr um 70 lestir í 14 sjó- ferðum. Aflinn þarna veginn slægður, eins og í janúar. Bolungarvík. Vb. Þorlákur fékk 132 lestir í 21 sjóferð, Einar Hálfdans 128 lestir í 21 sjóferð, Hugrún 117 lestir í 20 sjóferðum og Víkingur 95 lestir í 19 sjó- ferðum. Einn 8 lesta bátur, Sölvi, var að veiðum á nærliggjandi miðum og fékk 33 lestir í 16 sjóferðum. Tveir smábátar með einum manni (annar hafði raunar dreng með sér til aðstoðar) voru líka að veiðum, þegar færi gafst. Fékk annar þeirra 3500 kg., hinn 3200 kg. Einn bátur var að vanda á rækjuveið- um. Þá var og togarinn Guðmundur Pét- urs lengstum á veiðum, en aflaði illa, fékk 72,5 lestir í 3 veiðiferðum. Afli Bolungar- víkurbáta er veginn slægður. Hnífsdalur. Vb. Rán fékk 122 lestir í 20 sjóferðum, Páll Pálsson 112 lestir í 18 sjóferðum, Mímir 111 lestir í 21 sjóferð. Aflinn veginn slægður. í 3 bl. Ægis var afli Hnífsdalsbáta sagður veginn óslægð- ur, en fiskurinn var veginn slægður sem nú. Leiðréttist þetta hér með. ísafjarðarbær. Vb. Guðbjörg fékk 192 lestir í 18 sjóferðum, Gunnhildur 177,2 lestir í 18 sjóferðum, Gunnvör 138 lestir í 18 sjóferðum, Víkingur II. 136 lestir í 18 sjóferðum, Hrönn 135 lestir í 17 sjó- ferðurn, Straumnes 130,6 lestir í 18 sjó- ferðum, Ásúlfur 124,5 lestir í 17 sjóferð-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.