Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 9
ÆGIR
83
á fiskiðnaðinn í því sambandi, enda virð-
lst þetta vera rétt a. m. k. hvað þrjár ef
ekki fjórar höfuðgreinar hans snertir —
Þ- e. hraðfrystingu, skreiðarverkun, salt-
fiskverkun og mjölvinnslu; — er hér að
sjálfsögðu átt við möguleg afköst tækj-
anna annars vegar og vinnuafl og hráefn-
isframboð hinsvegar.
Flestir munu geta gert sér grein fyrir
kinu slæma þjóðfélagslega ástandi, sem
skapast, þegar skortur er á atvinnutækj-
um. — Efalaust gera færri sér grein
fyrir því vandræðaástandi, sem myndast,
begar of mörg atvinnutæki keppa um tak-
^arkað vinnuafl eða hráefni. — Þetta
hefur vanalega í för með sér minni al-
Wenn vinnuafköst bæði vegna þess, að
ýmsir aldursflokkar neðan og ofan við
eðlilega aldursflokka vinnandi fólks koma
mn á markaðinn — dregnir af eftir-
spurninni, en einnig vegna þeirra til-
hneiginga fólks til að skipta oftar um
vinnu en ella, og nær það af þeim sökum
ekki verulegri æfingu í neinni grein.
Skortur á hráefni veldur því, að atvinnu-
tækin geta staðið ónotuð tímum saman.
Þannig skilar fjárfestingin ekki þeim
arði, sem til var ætlast og standa átti
undir bættum kjörum þeirra sem að
framleiðslunni starfa. — Þetta hefur því
miður verið tilfellið með verulegan hluta
af fjárfestingu hér á landi í fiskiðnaði.
Atvinnutækin skila víða ekki þeim
arði, sem vænzt var, hvorki til frekari
hróunar né til að bæta lífskjör al-
mennings. Verður vikið nánar að þessu
síðar.
Hér á eftir verður nú gei’ð nokkur til-
raun til að bera saman afkastagetu og
raunverulega úrvinnslu hinna ýmsu
Sreina fiskiðnaðarins. — Þar sem ábyggi-
legar tölur um afkastamöguleika salt-
fisk- og skreiðai-framleiðslunnar eru ekki
fyrir hendi, verður einkum rætt um
frystingu og mjölvinnslu.
f október 1959 voru hér á landi 43
Verksmiðjur, sem unnið gátu úr nær 3000
lestum af fiskúrgangi (öðrum en síld og
karfa) á sólarhring; afköst þeirra 36
verksmiðja, sem unnið gátu úr feitfiski
námu rúmlega 11.900 lestum á sólar-
hring. — Á öllu landinu voru samtals 53
verksmiðjur, sem unnið gátu úr nær
14000 lestum af hráefni á sólarhring. Hér
þýðir að sjálfsögðu ekki að miða við árs-
afköst, vegna þess að stærstu verksmiðj-
urnar eru byggðar með það fyrir augum
að starfa aðeins um tiltölulega stutt tíma-
bil ár hvert. — Hinsvegar má gera sér
grein fyrir því, hvernig þessar verk-
smiðjur störfuðu — og hve langan tíma
það tók að vinna úr tilfallandi hráefni.
Á s.l. ári munu fiskmjölsverksmiðjurn-
ar hafa tekið á móti um 120 þús. lestum
af úrgangi og öðru hráefni, en það svarar
til 40 sólahringa vinnslu að jafnaði. —
Þær verksmiðjur, sem unnu einnig eða
eingöngu úr feitfiski tóku á móti samtals
131.400 lestum af síld og tæplega 70 þús.
lestum af karfaúrgangi, en það svarar
til 17 sólahringa vinnslu að meðaltali. —
Þó að þessar tölur séu ekki nákvæmar,
tala þær þó sínu máli — að um gífurlegt
vandamál er að etja. — Þá ber og að hafa
í huga, að hráefnisframboðið er mjög
misjafnt eftir verstöðvum.
Um frystinguna er svipaða sögu að
segja. Afkastageta frystihúsanna á s. 1.
ári var 1395 lestir af flökum miðað við
16 klst. vinnu á sólarhring, en það svarar
til um 4.600 lesta af slægðum fiski
með haus eða 1,4 millj. lesta af hráefni
miðað við 300 daga vinnslu (heildarfisk-
aflinn árið 1959 var 564 þús. lestir).
Magn það, sem til frystingar fór, var
hinsvegar aðeins 236 þús. lestir af þorski,
karfa, ýsu o. s. frv. auk 14.800 lesta af
síld. — Jafnvel þótt tekið sé tillit til hins
árstíðabundna framboðs, markaðssveiflna,
kjötfrystingar o. fl., er hér um að ræða
mikið ónotað kapital.
Fleiri ný fislciskip.
Það má þykja mótsagnakennt, eftir
það sem á undan er sagt, að halda því