Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 23
ÆGIR
97
Frá 25. Fiskiþingi
Aukin og samræmd síldarleit.
Fiskiþingið lýsir ánægju sinni með síld-
arleit m. s. Fanneyjar við Norður- og
Austurland í sumar og við Suðvesturland
s- 1. haust.
Telur þingið nauðsynlegt, að síldarleit
sé haldið uppi allt árið og reynt að fylgj-
ast með síldargöngunum umhverfis land-
svo sem frekast eru föng á.
Fiskiþingið telur óhjákvæmilegt að hafa
Þrjú skip til síldarleitar fyrir Norður- og
Austurlandi á sumarsíldar-vertíðinni.
Hefji a. m. k. tvö þessara skipa kerfis-
bundna síldarleit um mánaðamótin maí-
júní, auk þess sem Ægir taki þátt í hinni
sameiginlegu síldarleit og hafrannsókn-
um með nágrannaþjóðunum fram til 25.
iúní, eins og verið hefur undanfarin ár.
Hftir þann tíma stundi Ægir eingöngu
síldarleit til loka síldarvertíðarinnar fyrir
Norður- og Austurlandi.
Fiskiþingið telur, að það fyrirkomulag,
sem haft var sl. sumar að láta Ægi
stunda landhelgisgæzlu samhliða síldar-
ieitinni hafi reynzt mjög misráðið og
ahs ófullnægjandi fyrir síldveiðiflotann.
Leggur þingið áherzlu á, að síldarleitin
^ueð flugvélum og skipum sé samræmd
sem bezt og verði undir yfirstjórn síldar-
leitarstjóra.
Verknám atvvnnuveganna og fræðsla.
25. Fiskiþing leggur á það ríka áherzlu,
að verknám, sem varðar sjávarútveginn,
VerÚi aukið í unglinga- og gagnfræðaskól-
am landsins, og nú þegar hafin kennsla
* beitingu og meðferð fiskilóða í öllum
Jerstöðvum og njóti skólarnir aðstoðar og
yrirgreiðslu útgerðarinnar með húsnæði
°g tilheyrandi áhöld til kennslunnar.
Þá telur Fiskiþingið, að ungmenni skól-
anna eigi að fara í sjóferðir, þegar vorar
og fá á þann hátt að kynnast því starfi
undir leiðsögn skipstjórnarmanna.
Þingvísur.
Á síðasta Fiskiþingi var Hólmsteinn
Helgason frá Raufarhöfn einn af fulltrú-
um Norðlendinga, en hann hefur átt sæti
á undanförnum þingum.
Hólmsteinn hefur gaman af kveðskap
og hefur oft látið kviðlinga fjúka á þing-
um. Að þessu sinni urðu enn til nokkrar
vísur, og þykir rétt að þær geymist á
prenti og eru því prentaðar hér.
Á meðan á þinginu stóð var fulltrúum
boðið að skoða hið nýja varðskip „Óðinn“,
og orkti Hólmsteinn við það tækifæri
þessa vísu:
Hér á í vök að verjast
og verður um langar stundir
með þreki er þörf að berjast
þar sem gullið er undir.
Stýri þér Óðni með ströndum
styrkur og vit jöfnum höndum.
Á síðasta degi þingsins var morgun-
fundur og hafði verið ætlunin að Ijúka
störfum fyrir hádegisverð, en þá ætluðu
fulltrúar að matast sameiginlega. Miklar
umræður urðu á fundinum, og varð þeim
ekki lokið fyrir hádegi.
Undir borðum flutti Hólmsteinn m. a.
þessar vísur:
Á morgunfundi var mönnum kalt
matur á næstu grösum,
mælskan flóði út um allt,
ekki úr snapsaglösum.
Ellin herðir handtök sín,
hérna sjáið þið litinn,
ævi- ferðafötin mín
fara að verða slitin.