Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1963, Side 9

Ægir - 01.02.1963, Side 9
ÆGIR 35 steinn ÞH 285 með 16,1 lest í 9 sjóferð- um með línu, en flestar sjóferðir fór Gunnþór ÞH 14, oftast með færi. Samtals 40 menn voru þátttakendur í þessum veið- um, auk nokkurra í landi við beitingu. Á 14 opnu bátunum var aðeins 1 maður á hverjum, en 2 á hinum að tveim undan- skildum, Þorsteini með 3 og Vilborgu KE 51 með 4 menn, en hún fór aðeins 4 sjó- ferðir í mánuðinum. Flestir opnu bátarnir voru með hand- færi og sumir þilfarsbátarnii' líka fram eftir mánuðinum. Tíð var heldur óhag- stæð og fiskilítið. I októbermánuði var róið frá Raufar- höfn 16 bátum, 5 þilfarsbátum og 11 opn- um. Þilfarsbátarnir og 5 opnir með línu, hinir með færi. Samtals farið 124 sjóferð- lr- Þátttakendur samtals 28 menn. Aflinn samtals 133,2 lestir þorskur og ýsa, sl. ui/haus, auk annarra tegunda, einkum keilu. Þorsteinn ÞH 285 aflahæstur með 26,2 lestir í 11 sjóferðum. Gæftir mjög stopular og veiði treg. M/b Vilborg KE 51, 47 br.lestir, var keypt hingað sl. vor og gerð út á síld- veiðar í sumar og var áformað að hún stundaði veiðar héðan í haust og fram- eftir með línu, en hætti veiðum úr miðjum pessum mánuði og var seld til Suðurlands. AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR áramót 1962—1963. I desembermánuði var mjög lítið stund- aður sjór úr fjórðungnum. Nokkrir stórir bátar fóru þó fáeina uóðra og fiskuðu fremur vel eða 5 til 6 tonn að meðaltali í róðri. Ekkert var farið ^ sjó af fjörðunum fyrir sunnan Stöðvar- tjörð og ekki heldur af fjörðunum fyrir norðan Norðfjörð. Framan af mánuðinum var veðráttan ukyrr, en frá Þorláksmessu og til þessa oags hefur verið algjörlega kyrrt veður ng bjai’t, eins og bezt gerist á sumar- oegi, en alltaf talsvert frost. Allir stórir bátar eru nú að byrja eða eru byrjaðir vetrarvertíðina. Þeir sem ekki fara til verstöðvanna í Vestmanna- eyjum eða Suðvestanlands eru að hefja veiðar að heiman, flestir í útilegu aðrir en þeir sem róa frá Hornafirði. Til Vestmannaeyja fara eða eru farnir 12 stórir bátar og til Grindavíkur einn. Auk þess eru 4 á síldveiðum við Suðvesturland, sem ef til vill fara á þorskveiðar síðar á vertíðinni. Allmargir minni þilfarsbátar ráðgera að fara á handfæraveiðar síðar, þegar síli fer að ganga (loðna), en það er oftast ekki fyrr en í febrúar. Væntanlegir eru nú að minnsta kosti 3 nýir bátar stórir í fjórðunginn á þessu nýbyrjaða ári, hvort sem nokkur þeirra kemur það snemma að hann byrji veiðar á vetrarvertíðinni. Koma þeir allir í stað- inn fyrir aðra báta, sem seldir voru úr fjórðungnum á árinu eða höfðu farizt. Eitthvað mun koma af minni bátum nýj- um, ef til vill fyrir aðra eldri, sem heltast úr lestinni. Vetrarvertíðin 1962 var í rýrara lagi í fjórðungnum. Afli litlu þilfarsbátanna og opnu vélbátanna var víðast góður og sums staðar svo að þeir hafa sjaidan aflað bet- ur, þó öfluðu opnu vélbátarnir á Bakka- firði með minnsta móti. Hin mikla og oft yfirborgaða atvinna í sambandi við síldveiðarnar undanfarin sumur hefur nokkuð dregið úr smábáta- aflanum og starfsemi frystihúsanna vegna skorts á verkafólki. Afli síldveiðibátanna var yfirleitt mjög sæmilegur og hjá sumum ágætur þó að hann væri tæplega hlutfallslega eins góð- ur og sumarið 1961 ef miðað er við síld- veiðiflotann allan bæði árin. Þegar litið er yfir árið 1962 í heild mun það geta talizt útgerðinni í fjórð- ungnum fremur hagstætt hvað aflabrögð snertir.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.