Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 4

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 4
54 ÆGIR ir í 191 róðri, en var í fyrra 1.414 lestir í 191 róðri hjá 13 bátum. Aflahæstu bátar í janúarlok voru: Sæunn með 134 lestir í 18 róörum Kristján Yalgeir — 124 — - 17 — Keflavík: Þaðan hafa 10 bátar róið með línu, gæftir voru fremur stirðar. Aflinn á tímabilinu varð 259 lestir í 53 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Gunnar Hámundarson með 62 lestir í 9 róðrum. Heildaraflinn í janúar varð 311 lestir í 62 róðrum hjá 10 bátum, en var i fyrra 2.345 lestir í 405 róðrum hjá 32 bátum. Vogar: Þaðan hefir 1 bátur stundað loðnuveiði, hefir hann farið 8 róðra á tímabilinu og aflað 37 lestir. Heildarafl- inn í janúar varð 54 lestir í 12 róðrum hjá 1 báti, en var í fyrra 98 lestir í 24 róðrum hjá 3 bátum. Hafnarfjöröur: Þaðan hefir 1 bátur stundað veiðar með línu og varð afli hans á tímabilinu 45 lestir í 8 róðrum. Heild- araflinn í janúar er 61 lest í 11 róðrum hjá 1 báti, en var í fyrra 580 lestir í 121 róðri hjá 12 bátum. Reykjavík: Þaðan hafa 7 bátar stundað lóðaveiði og 4 bátar handfæraveiðar, en 1 bátur hefir stundað togveiðar. Flest voru farnir 7—8 róðrar á tímabilinu og varð afli línubátanna alls um 190 lestir, en afli handfærabátanna varð alls um 180 lestir, aðallega ufsi. Afli hjá botnvörpu- bátunum varð um 10 lestir. Heildaraflinn í janúar varð um 500 lestir hjá 12 bátum, en var í fyrra um 250 lestir hjá 15 bát- um. (Þar af var afli 9 línubáta 202 lestir í 43 róðrum). Akranes: Þaðan hefir 1 bátur stundað lóðaveiði, afli hans á tímabilinu varð 52 lestir í 7 róðrum, en heildarafli þessa báts í janúar varð 64 lestir í 10 róðrum. — 1 fyrra varð heildaraflinn í janúar 927 lest- ir í 157 róðrum hjá 17 bátum. Rif: Þaðan hafa 5 bátar róið með línu, (þar af eru 2 smærri bátar). Aflinn á tímabilinu varð 282 lestir í 46 róðrum. (Þar af var afli stærri bátanna 240 lestir í 33 róðrum). Heildaraflinn í janúar varð 384 lestir í 58 róðrum, en var í fyrra214 lestir í 38 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur í janúarlok var m.s. Arnkell með 120 lestir í 18 róðrum. Ólafsvík: Þaðan hafa 3 minni bátar stundað lóðaveiði. Gæftir voru slæmar á tímabilinu og varð aflinn alls 44 lestir í 16 róðrum. Heildaraflinn í janúar varð 64 lestir í 24 róðrum hjá 3 bátum, en var í fyrra 260 lestir í 57 róðrum hjá 5 bát- um. Grundarfjöröur: Þaðan hefir ekkert verið róið í janúarmánuði. Stykhishólmur: Þaðan hafa 3 bátar ró- ið með línu, en gæftir hafa verið slæmar, aflinn á tímabilinu var 24 lestir í 6 róðr- um. Heildaraflinn í janúar varð 31 lest í 8 róðrum hjá 3 bátum, en varð í fyrra 114 lestir í 32 róðrum hjá 3 bátum. SÍLDVEIÐARNAR Suðvestanlands haustið 1964. Hér á eftir verður birt dagbók um gang síldveiðanna við Suðvesturland til loka nóvember. í desember var ekki um teljandi veiði að ræða. Varð lítið vart síldar þrátt fyrir all-yfirgripsmikla leit. Á s.l. hausti var aflinn mjög tregur, meira en helmingi minni en árið áður. Á tímabilinu 1. okt. til áramóta veiddust einungis 14.225 lestir borið saman við 32.612 lestir árið áður. Mánud. 5. okt. Síldarleitarskipið Pétur Thorsteinsson byrjaði síldarleit við SV- land í gær. Skipstjóri er Jón B. Einars- son. Þriðjud. 6. okt. Pétur Thorsteinsson leitaði í nótt út með N-kanti Kolluáls allt að 60 sjóm. frá Jökli. Nokkrar stakar torf- ur fundust 24—36 sjóm. VNV af Drit- víkurtöngum. Torfurnar eru mjög stygg- ar. Aðeins 2 bátar voru á síldarmiðunum. Annar þeirra fékk 500 tunnur 24 sjóm- VNV af Dritvíkurtöngum. Hægviðri var á miðunum. Miðviku. 7. okt. NA kaldi var á miðun-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.