Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 6

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 6
56 ÆGIR Þriðjud. 27. okt. Ekki var veiðiveður á síldarmiðunum í nótt. S.l. tvo sólarhringa hefur leitarskipið Pétur Thorsteinsson leitað svæðið frá Kolluál allt norður í Vík- urál bæði dj úpt og grunnt, en engar veru- legar lóðningar fundust norðan Kolluáls. í gærkvöldi fann hann allmargar góðar torfur 50—55 sjóm. VNV af Öndverðar- nesi og hefur í nótt og í morgun lóðað á fleiri torfur en að undanförnu, enda þótt leitarskilyrði séu fremur slæm. Miðvikud. 28. okt. Veður fór batnandi á síldarmiðunum í gærkvöldi og í morgun höfðu 17 skip tilkynnt afla samtals 7.630 tunnur. 21 skip var á miðunum úti af Jökli í nótt. Fimmtud. 29. okt. Enn lóðaði á tals- verða síld í gærkvöldi ca. 50—55 sjóm. VNV af Öndverðarnesi. Veður var rysjótt á miðunum. 17 skip tilkynntu afla samt. 6.280 tunnur. Föstud. 30. okt. Þrátt fyrir talsverðar síldarlóðningar og all gott veður á síldar- miðunum í nótt, fengu aðeins 9 skip samt. 2.900 tunnur. Laugurd. 31. okt. Veiðisvæðið í nóttvar 4—6 sjóm. sunnar en verið hefur eða 45- 50 sjóm. VaN frá Öndverðarnesi. 21 skip tilkynnti um afla samtals 7.250 tunnur. Um kl. 03 hvessti af suðri og var ekki veiðiveður eftir það. Sumrnd. 1. nóv. Ekki veiðiveður. Mánuid. 2. nóv. Ekki veiðiveður, þung- ur sjór og skipin í höfn. Þriðjud. 3. nóv. Öll skip í höfn. Miðvikud. k. nóv. Gott veður var á síld- armiðunum úti af Jökli. Þar fengu 23 skip 18.600 tunnur. Fimmtud. 5. nóv. Afli var tregari á síldarmiðunum í Kolluál í nótt en í fyrri- nótt. Vitað var um 5 skip með 2.900 tunn- ur. Föstud. 6. nóv. Enn var gott veður á síldarmiðunum úti af Jökli í nótt. 11 skip fengu þar 9.650 tunnur. Laugard. 7. nóv. Veður var gott fram- an af nóttu á síldarmiðunum úti af Jökli, en undir morgun vindaði nokkuð af suðri. 11 skip tilkynntu um afla samtals 3.290 tunnur, sem fengust 40-50 sjóm. VaNV^N frá Öndverðarnesi. Síldin var dreifð og í lélegum torfum. Sunnud. 8. nóv. Nokkuð lægði í gær- kvöldi, en þungur sjór hélzt fram eftir nóttu. Talsvert fannst af fremur smáum torfum. Fáir bátar voru úti. 8 þeirra til- kynntu afla samtals 3.700 tunnur. Mánud. 9. nóv. Talsvert fannst af stök- um torfum 40—50 sjóm. VaN%N frá Öndverðarnesi og veiðiveður vargottþeg- ar leið á nóttina. Allmikið var kastað. 11 bátar tilkynntu afla samtals 5.500 tunnur. Þriðjud. 10. nóv. Veiðiveður var ekki á síldarmiðunum úti af Snæfellsnesi. Leit- arskipið Pétur Thorsteinsson hefur s.l. sólarhring leitað allt inn undir Jökul- grunn, en ekkert fannst á þeim slóðum. Miðvikud. 11. nóv. Veiðiveður var ekki á síldarmiðunum í nótt. Fimmtud. 12. nóv. Veður fór batnandi úti af Jökli í gær og um kl. 17 fann leitar- skipið Pétur Thorsteinsson nokkurt síld- armagn 42 sjóm. VaN frá Öndverðarnesi. Á þeim slóðum var allmikið kastað í nótt. 15 skip tilkynntu afla alls 5.200 tunnur. Föstud. 13. nóv. Ekki var veiðiveður í nótt á síldarmiðunum úti af Jökli. 1U. og 15. nóv. Ekki veiðiveður. Þriðjud. 17. nóv. Batnandi veður á síld- armiðunum s.l. nótt. 3 bátar fengu 2.400 tunnur í Kolluál. Miðvikud. 18. nóv. Ekki veiðiveður í nótt. Fimmtud. 19. nóv. Ekki veiðiveður. Föstúd. 20. nóv. Ekki veiðiveður. Laugard. 21. nóv. Gott veiðiveður en engin veiði. Sunnud. 22. nóv. Nokkrir bátar voru úti í Kolluál í nótt. Síldin stóð mjög djúpt og enginn náði til að kasta. Einn bátur kast- aði í Jökuldjúi en fékk ekkert. Leitarskip- ið Pétur Thorsteinsson hefur undanfarið leitað um Kantana og Jökuldjúp. Vart varð við einstakar smátorfur, en ekki virtist vera um neitt verulegt magn að ræða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.