Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 59 Loftur Bjamason: Togarantgerðin 1964 Afli togaranna 1964 nam um 63.- 900 tonnum miðað við óslægðan fisk, en það nemur um 55.900 tonnum sé miðað við slægðan fisk annan en karfa. Sambæri- legar tölur frá ár- inu ’63 eru 71.800 tonn og tæp 63.- 500 tonn. Úthalds- ^agar togaranna á s.l. ári voru 9034, en á ^rinu 1963 9527 og hefir aflinn á úthalds- ^ag því minnkað á árinu í 7.07 tonn á ^ag úr 7.54 tonnum 1963, og er þá miðað v'ð aflann óslægðan. Nemur þessi minnk- un 6.65% pr. dag. Minnkun heildaraflans á árinu stafar sumpart af því, að siglingar voru jafn- ^ieiri 1964 en 1963, einkanlega vegna tess, sem ekki hefir átt sér stað mörg undanfarin ár, að togararnir sigldu mikið a Bretlandsmarkað á s.l. sumri, og sum- Part af því, að togurum í rekstri fækkaði u°kkuð eins og að verður vikið síðar. — «ins vegar var úthald flestra togaranna Samfe]ldara á s.l. ári en árið á undan, Pví að þá voru miklu fleiri togarar í *°kkunarviðgerð en á s.l. ári. Af heildaraflanum 1964 var karfi um 44.000 tonn og af því magni var landað er á landi til frystingar rúmum 15.300 t0lmum. Til Bretlands og Þýzkalands fóru tog- Uvarnir 249 söluferðir með ísfisk alls -632 tonn, sem seldist fyrir tæpl. 288,5 'il.i. króna. Skiptist þetta þannig, að til J_etla,nds voru farnar 113 söluferðir, með -445 tonn fyrir 142,1 millj. króna, eða r- 9.20 pr. kg. að meðaltali, og til •'Þýzkalands 136 söluferðir með 17.187 tonn fyrir 146.3 millj. króna, eða kr. 8.51 pr. kg. að meðaltali. Meðalverðhækkun í Bretlandi frá árinu 1963 er 8.3%, en í V,- Þýzkalandi 10.4%. Meðalverð í báðum löndunum var kr. 8.84 pr. kg. á móti kr. 8.05 pr. kg. 1963, og er meðalverðhækk- unin í báðum löndunum því 9.81%. Einn togari flutti til Þýzkalands í des- ember s.l. 288.9 tonn af ísvarinni síld af Austfjarðamiðum, og seldist hún fyrir rúml. 1,2 millj. króna. Einnig fluttu tog- ararnir út lítilsháttar af heilfiystum fiski úr hraðfrystihúsum, aðallega flat- fisk til Bretlands, alls 129.7 tonn, sem seldust fyrir rúml. 1,4 millj. króna. Á árinu, eins og næsta ár á undan, heil- frysti b/v Narfi allan afla sinn um borð og sigldi með allan aflann til sölu erlendis, fór 5 söluferðir til Bretlands og 1 til V.- Þýzkalands. Sú söluferð var farin í ágústmánuði og seld alls 363,5 tonn fyrir tæpar 2,9 millj. króna, eða meðalverð kr. 7.98. pr. kg. Af þessum farmi voru 327 tonn hausaður fiskur, en 36,5 tonn óhaus- aður. í Biætlandi seldi b/v Narfi eins og fyrr segir afla 5 veiðiferða alls 1496,1 tonn fyrir tæpar 11,2 millj. króna eða meðal- verð kr. 7.48 pr. kg. Af þessu magni voru 950,8 tonn hausaður fiskur, en 545,3 tonn óhausaður. Heildarafli b/v Narfa var því 1859,6 tonn, sem seldust fyrir tæpl. 14,1 millj. króna, eða meðalverð kr. 7,57 pr. kg. Á árinu voru að jafnaði gerðir út 28- 30 togarar og er það nokkru færra en 1963, m.a. voru 2 togarar, sem gerðir voru út 1963, seldir úr landi, b/v Ágúst og b/v Júní, sem höfðu legið ónotaðir síðan í des- ember 1963 og lágu undir dýrri flokk- unarviðgerð, auk tveggja togara, b/v Bjarna riddara og b/v Akureyjar, sem seldir voru úr landi, en þeir höfðu báðir legið ónotaðir síðan 1960. B/v Akurey var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.