Ægir - 15.03.1965, Blaðsíða 11
ÆGIR
101
Elías Þorsteinsson:
Hraðfrystiiðnaðiirmii 1964
Rlías Þorsteinsson
Árið 1964 var
um margt merki-
legt í atvinnusögu
þjóðarinnar. —
Heildaraflinn var
tæp 1 milljón lest-
ir, eða rúmlega
17% meiri en
mesta aflaárið
1962. — Heildar-
verðmæti útflutn-
ingsins jókst um
18% á árinu mið-
að við næsta ár á
undan. — Sjáv-
arútvegurinn og fiskiðnaðurinn færðu
Wóðinni á árinu meiri auðæfi en dæmi
j*u til áður og mun óhætt að segja, að
nlutur þessara atvinnugreina í aukningu
Wóðarframleiðslunnar hafi farið fram úr
ollum áætlunum. Góð aflabrögð og batn-
andi heimsmarkaðsverð fyrir afurðirnar
«omu þjóðarheildinni til góða, en afkoma
einstakra greina fiskiðnaðarins var æði-
misjöfn. Meginorsökin var sem fyrr,
jjækkandi reksturskostnaður. Kaupgjald
elt áfram að hækka og sömuleiðis aðrir
eigamiklir kostnaðarliðir. Launakostnað-
llT*
> sem er einn stærsti útgjaldaliður
Irystihúsanna, hafði í árslok 1963 hækkað
Uln tæp 30% frá því um mitt árið 1961,
11 heildarreksturskostnaðurinn um rúm-
e&a 40%. Með júní-samkomulaginu svo-
nefnda á s.l. ári hækkuðu launaútgjöldin
m 8,5%. I árslok voru kostnaðarhækkan-
brnar orðnar um 65% á fyrrgreindu tíma-
aft u uppnafl ársins samþykkti Alþingi
bæta hraðfrystihúsum reksturskostn-
aðarhækkanirnar að hluta, með svonefndu
framleiðnifé að upphæð 43 milljónir
króna, sem skiptist á rúmlega 80 hrað-
frystihús. Var þetta nokkur bót, en þeg-
ar þetta er ritað, hafa ekki enn verið
gerðar neinar ráðstafanir af hálfu ríkis-
valdsins vegna ársins 1965, en þeirra mun
þó vera að vænta á næstunni.
Það er athyglisvert, að fiskiðnaðurinn
hefur á síðustu árum tekið á sig stórkost-
legar kostnaðarhækkanir og mun fátítt,
að nokkur önnur atvinnugrein hafi tekið
á sig jafngífurlegar hækkanir á jafn-
stuttum tíma, sem hraðfrystihúsin hafa
gert. Sumpart hefur verið unnt að mæta
auknum reksturskostnaði, vegna hærra
markaðsverðs á hraðfrystum sjávarafurð-
um, aukinnar vinnslu og meiri hagræð-
ingar í rekstri fyrirtækjanna. En nú er
svo komið, að boginn er spenntur til hins
ítrasta. Verði lengra gengið í kröfum á
hendur hraðfrystihúsanna án viðeigandi
leiðréttinga, mun það leiða til hruns
fjölda fyrirtækja og stórskaða þessa þýð-
ingarmiklu grein fiskiðnaðarins.
Heildarframleiðsla hraðfrystihúsanna
árið 1964 mun vera um 85.000 tonn, þar
af framleiddu hraðfrystihús innan S. H.
og S. I. S. um 81.000 tonn eða 3.000 tonn-
um minna en árið áður. Meginsam-
drátturinn varð í frystingu síldar. Árið
1963 voru hraðfryst um 30.000 tonn af
síld, en á s.l. ári aðeins 21.000 tonn. Staf-
ar þetta af aflabresti á haustsíldveiðun-
um við S.V.-land.
Framleiðsla bolfiskflaka hjá S. H. og
S. í. S. var um 46.500 tonn árið 1964 eða
Framhald á bls, 105