Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 15.03.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 99 FISKVEIDAR NORDMANNA 1964 Heildarfiskafli Norðmanna á árinu 1964 nam, samkvæmt þeim tölum, sem nú liggja fyrir, 1.410.000 lestum. Var verð- mæti aflans 777 millj n. kr. Hefir aflinn aukizt um 220 þús. lestir frá fyrra ári og hefir ekki verið meiri síðan 1957. Var einkum um að ræða aukningu í vetrar- síldveiðunum og einnig í síldveiðum í Norðursjó. Hefir vetrarsíldveiðin verið í lágmarki undanfarin ár, en virðist nú vera að aukast á ný. Aflamagn undanfarinna ára hefir ver- ið sem hér segir í þús. lestum: ðaltal 1954—58 1.670 — 1959—63 1.269 — 1962 1.124 — 1963 1.190 — 1964 1.410 Undanfarin ár hefir fiskimönnum farið ísekkandi í Noregi og var svo enn á þessu ari. Fækkaði heildartölu fiskimanna um nær 1.600, og var mest í nyrztu héruð- unum, þar sem fiskveiðarnar eru mest arstíðabundnar. Tala fiskiskipa var í árs- byrjun 1963 39.682. Þorskveiðarnar við Lófót fóru enn minnkandi og var aflinn nú 23.674 lestir, en 28.302 árið áður, og hefir ekki verið svo rýr afli síðan 1957. I Finnmörku var vorvertíð einnig léleg og nam aflinn aðeins 19.332 lestum, en var 1963 35.495 lestir, og hefir ekki verið minni síðan 1946. Veðurfar var að vísu óhagstætt og veld- ur það hér nokkru um, en þverrandi fiski- stofnar eru þó talin aðalorsökin. Vetrarsíldveiðarnar gáfu nú yfir 3 millj. hl., en aðeins 662 þús. hl. árið áður, og fór mestur hluti aflans til síldarverk- smiðjanna. Mikil aukning varð einnig á síldveiðum í Norðursjó, og var aflinn nú 186 þús. lestir, en aðeins 32 þús. lestir á fyrra ári. Er vaxandi sókn á þau veiði- svæði. Síldarafli til síldarverksmiðjanna frá Islandsmiðum var 930 þús. hl. eða svipað og árið áður, en til söltunar fóru aðeins 44.500 tn., en 83.130 tn. árið áður. (Samkvæmt upplýsingum frá Sendiráði íslands í Osló). Fiskafli Norðmanna 1965 1964 1965 1964 Heildarafli Hert smál. smál. ÞORSKVEIBI Saltað ísað smal. smál. Sóltuð Fryst MeSalalýsi hrogn smál. hl. hl. Fryst hrogn hl. 13/3 14/3 25.089 5.451 28.652 7.934 7.738 11.380 5.301 4.297 6.599 10.173 5.041 13.178 2.779 1.340 10.129 3.364 SÍLDVEIDI Heildarafli hl. ísað til útfl. hl. Fryst hl. Saltað hl. Niðurs. hl. Brœðsla hl. 13/3 14/3 2.225.655 2.291.145 50.555 57.810 151.345 223.245 156.900 196.920 63.865 73.780 1.688.680 1.707.180 *ega góður afli, aðallega þorskur, en einn- *S nokkuð af steinbít, ýsu og karfa. Úti aí" Kóp, í svokölluðu Nesdýpi, fyrir vest- atl> var um tíma nokkur ýsuafli. Af flák- anum við Kolluál norðvestur af Öndverð- arnesi var nokkur þorskafli, og á Jökul- tungunni, um 50 sjóm. vestur af Jökli veiddist karfi, en hann var smár og léleg- ur og seldist illa í Þýzkalandi. Gæftir voru sæmilegar miðað við árstíma. Á síð- unni hér á undan er skýrsla um sölur tog- aranna í febrúar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.