Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1965, Blaðsíða 15

Ægir - 15.03.1965, Blaðsíða 15
ÆGIR 105 Hraðfrystiiðnaðurinn Framhald af bls. 101. 1.288 tonnum meiri en árið áður. Var framleiðslan sem hér segir eftir tegund- um (tonn): 1964: 1963: 1962: Þorskflök 26.553 23.706 23.912 Ýsuflök 9.491 8.610 10.002 Steinbítsflök 2.152 3.232 3.094 Karfaflök 5.186 7.483 3.752 Ufsaflök 2.380 1.332 1.431 Lönguflök 649 760 798 Samtals 46.411 45.123 42.944 Framleiðsluaukningin s.l. ár var aðal- lega vegna hinna góðu aflabragða við fiskveiðar með nót á vetrarvertíðinni. Berst þá á land mikill afli á S.V.-landi á wjög skömmum tíma. Áttu hraðfrystihús- in stundum mjög erfitt með að koma hin- um mikla afla frá, m.a. vegna skorts á ftægilegu vinnuafli. Afkoma hraðfrysti- húsa á Vestfjörðum og Norðurlandi var mun lakari en annarsstaðar á landinu, vegna hráefnisskorts. Er sýnilegt að gera Þarf sérstakar ráðstafanir til að rétta við hlut þeirra. Frystihús á þessum svæðum hafa ekki fengið síld til frystingar eins °g hraðfrystihús á S.V.-landi, og þegar bar við bætist, að af labrestur verður í bol- fiskveiðum, verður aðstaða þessara húsa enn lakari. Ný vandamál eru að skapast í hráefna- óflun hraðfrystiiðnaðarins. Stöðugt stærri hluti flotans, og sérstaklega hinn nýi skipafloti, stundar fyrst og fremst síld- veiðar allt árið um kring. Bolfiskveiðar eru ekki eins arðbærar, nema að takmörk- uðu leyti með nót. Samdráttur er í línu- °g netaveiðum, sem hafa verið undir- staða hráefnisöflunarinnar. Er þetta al- varlegt mál, sem ber að athuga gaum- gæfikga í tíma. Heildarútflutningur á frystum sjávar- afurðum var um 90.000 tonn eða 6.000 tonnum minni en árið áður. Var um að i'æða um 16.000 tonna samdrátt í útflutn- ingi freðsíldar, um 7.000 tonna aukningu á útflutningi freðfisks og aukningu í út- flutningi hraðfrystra hrogna og fiskúr- gangs. Þrír aðalafurðaflokkarnir í útflutningn- um hafa verið sem hér segir s.l. tvö ár (tonn) : 1964: 1963: Freöfiskur 58.908 51.856 Freðsíld 21.991 38.399 Humar, rækjur 1.170 1.137 Samtals: 82.069 91.394 Auk þess eru flutt út fryst hrogn og fiskúrgangur, sem fyrr er getið. 1 stórum dráttum skiptist útflutningur frystra sjávarafurða eftir helztu mark- aðslöndum, sem hér segir (tonn): 1964: Bandaríkin 28.469 Sovétríkiu 23.006 Bretland 11.276 Vestur-Þýzkaland 3.147 Austur-Þ ýzkal and 1.183 Tékkóslóvakía 5.151 Frakkland 1.901 Pólland 3.999 Rúmenía 2.269 Bandaríkin stækkuðu enn hlutdeild sína í kaupum á frystum sjávarafurðum frá íslandi. Var um 3.000 tonna magnaukn- ing frá fyrra ári. Bandaríski markaður- inn var sérstaklega hagstæður á síðasta ári. Mikil eftirspurn eftir fiski, sam- dráttur í þeirra eigin fiskveiðum og verð- lag stígandi. Eru allar horfur á, að þessi þróun muni halda áfram, án þess að nokkru sé hægt að slá föstu um það. Fiskstautaverksmiðjur S. H. og S. 1. S. í Bandaríkjunum voru reknar af miklum krafti á s.l. ári. Mun sölumagn tilreiddra afurða frá verksmiðju S.H. í Nanticoke vera um 20 milljónir punda (lbs). Var um aukningu að ræða frá fyrra ári. S.l.S. hefur þegar hafið framkvæmdir við að byggja nýja verksmiðju í Harrisburg. Mun hún verða mjög nýtízkuleg og skapa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.