Ægir - 15.03.1965, Blaðsíða 16
106
ÆGIR
Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins
MEÐALVEIÐIMA GN 1964
I 18. tbl. síðasta árg. Ægis var skýrsla
um samþykkt meðalveiðimagn allflestra
flokka báta á þorskveiðum fyrir vetrar-
vertíð 1964. Hér á eftir fylgja samþykkt-
ir á meðalveiðimagni fyrir aðrar vertíðir
á þorskveiðum bátaflotans á s.l. ári, á-
samt nokkrum flokkum á vetrarvertíð,
sem ekki hafa birzt áður.
VetrarvertíS 1964.
Fyrir skip (þiljuð) undir 50 br. rúml.,
sem veiðar stunda með línu eingöngu.
1. sv. Vestmannaeyjar.
IV. fl. C. Skip 25-50 rúml. 330 lestir ósl.
9. sv. Akranes.
IV. fl. E. Skip undir 12 rúml. 122 lestir ósl.
17. sv. ÖnundarfjörSur (Flateyri).
IV. fl. C. Skip 25-50 rúml. 515 lestir ósl.
37. sv. HornafjörSur.
IV. fl. C. Skip 25-50 rúml. 300 lestir ósl.
möguleika til stóraukinnar framleiðslu.
S.H. hóf athuganir um nýbyggingu eða
breytingar á rekstri verksmiðj u sinnar, en
ákvarðanir hafa ekki verið teknar, hvort
og með hvaða hætti þær verði gerðar.
Samdráttur varð í útflutningi til Sovét-
ríkjanna. Nam hann um 4.500 tonnum.
Var það einkum freðsíld.
Útflutningur til Bretlands var 2.000
tonnum meiri árið 1964, en árið áður.
Virðist brezki markaðurinn vera á upp-
leið, en hann er mjög háður sveiflum í
aflabrögðum brezka fiskveiðiflotans, og
því erfitt að spá fyrir um þróun hans.
Um brezka markaðinn er það að öðru
leyti að segja, að aðstöðumunur milli ís-
lands og hinna svonefndu EFTA landa er
mikill. — Af íslenzkum fiski verður að
greiða 10% toll, en af norskum og dönsk-
aðeins 3%. Gerir þetta samkeppnisaðstöðu
Islendinga á þessum markaði mjög erf-
iða.
Árið 1963 var útflutningur til Vestur-
Þýzkalands 10.692 tonn, en á árinu 1964
aðeins 3.147 tonn. Stafaði þetta af sam-
drætti Þjóðverja á kaupum á freðsíld.
Mikið framboð var í Vestur-Þýzkalandi á
ferskri Norðursjávarsíld, sem dró úr sölu-
möguleikum á viðunandi verði.
Markaðshorfur í ár fyrir frystar sjáv-
arafurðir eru góðar. Hafa þegar verið
gerðir samningar um sölur á verulegu
magni til Bandaríkjanna, auk þess magns,
sem fer inn í dreifingarkerfi Coldwater.
Þá hefur verið samið um sölur til Sovét-
ríkjanna og Bretlands.
Að síðustu. Takmörk eru fyrir því,
hversu hátt er hægt að fara með mark-
aðsverðið án þess að sprengja sig út af
mörkuðum. Verði ekki lát á þeirri verð-
bólguþróun, sem átt hefur sér stað hér-
lendis undanfarin ár, stefnir allt í þá átt,
að framleiðslan muni stöðvast. Ráðagerð-
ir um stórfelldar fjárfestingar í nýjum
atvinnugreinum geta riðið íslenzkum
framleiðslugreinum að fullu, sé ekki full
gát höfð á. Samkeppnin um vinnuaflið er
mikil og oft skortur á hæfu fólki við
framleiðslustörfin. Sjávarútvegurinn og
fiskiðnaðurinn hafa sannað ágæti sitt í
tugi ára. Það er því óvarlegt að tefla þess-
um undirstöðuatvinnuvegum í hættu og
ber að leggja áherzlu á, að efla þær og
treysta til enn frekari átaka og afreka.