Ægir - 15.06.1967, Síða 7
Æ GIR
205
Guðni Þorsteinsson, fiskifrœðingur:
ISLENZK VEIÐITÆKNI
Höfundur þessarar greinar, Guðni Þor-
steinsson er fæddur í Hafnarfirði 6. júlí
1936, sonur hjónanna Þorsteins Eyjólfs-
sonar fyrrv. skipstjóra og Laufeyjar
Guðnadóttur. Guðni lauk stúdentsprófi
við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1957
og hóf nám í fiskifræði við háskólann í
Kiel í Vestur-Þýzkalandi þá um haustið.
Þar sem til stóð að hefja rannsóknir
í veiðitækni innan Hafrannsóknastofnun-
arinnar (þáverandi Atvinnudeildar Há-
skólans), varð að ráði, að Guðni tæki að
sér að kynna sér þessa grein fiskifræð-
innar jafnframt námi sínu, þar sem hann
hafði mikið verið til sjós á skólaárum sín-
um. Hafði Guðni því samhand við „Insti-
tut fiir Fangtechnik" (þáverandi „Institut
fur Netz- und Materialforschung“) í Ham-
borg á námsárum sínum í Kiel og fór
margar rannsóknarferðir með þýzku rann-
sóknaskipunum Anton Dohrn og Walther
Herwig með þessari stofnun. Eftir að
Guðni tók próf í fiskifræði við háskólann
í Kiel sumarið 1964, réðst hann til stofn-
unar þessarar, þar sem hann starfaði til
31. marz þessa árs, er hann réðst til Haf-
rannsóknastofnunarinnar til að hef ja rann-
sóknir á íslenzkum veiðarfærum. Væntir
Hafrannsóknastofnunin sér mjög mikils
af þessum rannsóknum, enda er hér um
að ræða mjög þýðingarmikið atriði í is-
^lenzkum sjávarútvegi.
Yngsta grein fiskifræðinnar er svo köll-
uð veiðitækni (fishing gear research á
ensku). 1 mörgum löndum hafa verið sett-
ar á fót sérstakar rannsóknarstofnanir
til að sinna þessu mikilvæga verkefni.
Fram til skamms tíma má segja, að ein-
Uugis sjómenn og netagerðarmenn hafi
Uunið að því að endurbæta veiðarfæri, án
þess þó að hafa tæki né tíma til að öðlast
frekari þekkingu á þeim breytingum sem
gerðar voru. Oft eru tilraunir með veið-
arfæri líka það dýrar, að sjómenn og út-
gerðarmenn veigra sér við að eyða pen-
ingum og tíma í verkefni þar sem árangur
er óviss. Fyrsti vísir að nútíma veiðar-
færarannsóknum voru tilraunir með veið-
arfæraefni og síðar rannsóknir fiskifræð-
inga á áhrifum möskvastærðar botnvörpu
á hina ýmsu fiskistofna. Þegar ljóst var
orðið hér í Norður-Evrópu, að flestir fiski-
stofnar voru full freklega nýttir, hófst
víða uppgangur veiðarfærarannsókna. Þar
sem tæplega er ráðlegt að taka árlega
meira magn úr fiskistofnunum en nú er
gert, er hlutverk veiðitækninnar ekki fyrst
og fremst aukið heildarveiðimagn heldur
aðallega að veiða sama magn með minni
tilkostnaði og vinnu en áður. nýting fleiri
fisktegunda svo og að útbúa veiðarfæri,
sem skila fiskinum í betra ástandi en áður.
Eins og þegar hefur verið tekið fram
voru fiskifræðingar brautryðjendur veiði-
tækninnar í ýmsum löndum. Á síðustu ár-
um hefur þó mikið borið á, að tæknilærðir
menn eins og skipaverkfræðingar og iðn-
fræðingar byrji að starfa í rannsóknar-
stofnunum fyrir veiðitækni. Þessi þróun
hefur skapazt vegna örrar tækniþróunar
á sviði fiskileitar og vinnuvísinda hin síð-
ari ár. Þó má segja, að bæði skipaverk-
fræðingar og tæknifræðingar, sem feng-
izt hafa við uppbyggingu og þróun fiski-
leitar- og annarra tækja um borð, hafi
starfað mun lengur í sínum greinum en
veiðitæknistofnanir eru gamlar, svo að
skilgreining veiðitækninnar er síður en
svo einföld. Prófessor v. Brandt, einn
þekktasti vísindamaður á sviði veiðivís-
indanna og einn af stofnendum hennar,
skilgreinir verkefni þessarar greinar/a
eftirfarandi hátt: (stytt og breytt).
a) Efni til neta- og kaðlagerðar. Rann-
sóknir þessar eru mjög mikilvægar. Næg-