Ægir

Volume

Ægir - 15.05.1968, Page 18

Ægir - 15.05.1968, Page 18
176 Æ GIR Sveinn Benediktsson: Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi árið 1967 og horfur Á árinu 1967 brást síldveiðin fyrir Norðurlandi og Austfj örðum hrapallega. Sam- fara aflabrestinum varð gífurlegt verðfall á síldar- lýsi og mikið verð- fall á síldarmjöli. Síldarsöltun var hverfandi lítil á venjulegum sölt- unartíma, vegna aflabrests á heimamiðum. Fór söltunin aðallega fram í október og nóvembermánuði, þegar síldargöngurnar höfðu nálgazt landið. Heildarsöltunin var minni en árið 1966, en útflutningsverð miðað við tunnu var að mestu leyti svipað og það hafði verið árið áður. Síðast liðið sumar veiddist síldin nær eingöngu á fjarlægum miðum og það var ekki fyrr en komið var fram um 10. sept- ember, að þess var vart, að síldin tæki sig upp af miðunum nor'ður undir Svalbarða í 800 til 900 sjómílna fjarlægð frá íslandi og færi að ganga til suðurs og suðvesturs í áttina til landsins, öfugt við það, sem hún gerði í júní og júlímánuði. Mjög mikill aukakostnaður og aflatap varð hjá síldveiðiflotanum við það, að lengra varð að sækja, en nokkurntíma fyrr. Ef ekki hefði notið síldarflutningaskip- anna tveggja, m/s Hafarnarins og e/s Síldarinnar, myndi íslenzki síldveiðiflot- inn vart hafa sótt á hin fjarlægu síldarmið, allt að fjögurra til fimm sólarhringa sigl- ingu hvora leið, og aflabresturinn orðið miklu meiri en raun varð á, eða síldveið- arnar jafnvel stöðvazt á miðju sumri. Vorið 1967 hafði verð á síldarlýsi og síld- armjöli þegar fallið svo mjög, þótt verðið félli ennþá meira síðar, að augljóst var áð ekki myndi vera unnt að komast hjá því að lækka bræðslusíldarverðið mjög mikið frá því sem það hafði verið sumarið 1966, en þá hafði verðið verið kr. 1,71 fyrir kíló bræðslusíldar frá 10. júní til 30. september, en kr. 1,15—1,34 fram til 9. júní. Vegna verðfalls afurðanna var það verð, sem unnt myndi hafa verið að greiða fyrir hina mögru bræðslusíld í maímánuði svo lágt, að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins þótti það ekki frambærilegt. Samþykkti verksmiðjustjórnin því að senda út svohljóðandi tilkynningu hinn 3. maí 1967: „Á undanförnum árum hefur síldveiði fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum oft- ast verið lítil sem engin í maímánuði og sú síld, sem veiðzt hefur til bræðslu, hefur skilað mjög lágum hundraðshluta af lýsi og minna mjölmagni miðað við einingu en síðar á vertíðinni. Af þessum sökum og vegna gífurlegs verðfalls á bræðslusíldarafurðunum, síld- arlýsi og síldarmjöli, frá því um þetta leyti í fyrra, er augljóst, að afurðir úr síld, sem veiðast kynni nú í maímánuði, myndu vera svo rýrar og verðlitlar, að ekki yr'ði hægt að greiða nema mjög lágt verð fyrir síld til bræðslu og mikið tap fyrirsjáanlegt, bæði á rekstri síldarverksmiðjanna og síld- veiðiflotans í maímánuði. Loks er æskilegt að nota þenna mánuð til þess að búa verksmiðjurnar undir rekst- urinn í sumar og fram til n.k. áramóta. Stiórn Síldarverksmiðja ríkisins hefur því ákveðið að verksmiðj urnar hefji ekki móttöku bræðslusíldar fyrr en 1. júní n. k. Verksmiðjustjórnin hefur beint þeirri ósk til Verðlagsráðs sjávarútvegsins, að það ákveði verð bræðslusíldar frá 1. júní

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.