Ægir - 15.05.1968, Page 21
ÆGIR
179
2) Þar af flutti m/s Haförninn 102 tonn.
3) Þetta magn er allt flutt með e/s Síld-
inni.
4) Auk þessa landað af erlendum skipum
413 tonn.
215 tonn af bræðslusíld, sem veiddist
eystra, voru flutt í verksmiðj ur á SV landi.
Afurðir.
Áætlað er, að úr bræðslusíld, sem landað
var á Norðurlandi, Austfjörðum eða um-
skipað í flutningaskip, hafi fengizt um
51.700 tonn af síldarlýsi og um 58.000 tonn
af síldarmjöli.
Framleiðslan sunnanlands og vestan
nam um 13.600 tonnum af síldarlýsi og um
17.600 tonnum af síldarmjöli.
Alls voru framleidd í landinu um 65.300
tonn af síldarlýsi og um 75.600 tonn af
síldarmjöli. Af öðru lýsi voru framleidd
um 4.100 tonn, af þorskmjöli 15.300 tonn,
loðnumjöli o. fl. 16.400 tonn og af karfa-
mjöli um 4.200 tonn. Alls eru því fram-
leidd af lýsi um 69.400 tonn og af mjöli um
111.500 tonn.
Verð á síldarlýsi og síldarmjöli.
Verð á síldarlýsi hafði hækkað í örfáa
daga í fyrrihluta desember 1966 úr um
£ 50-0-0 cif og komst upp í £ 65-0-0 tonnið
cif. en á árinu 1965 hafði talsvert magn
verið selt á £ 76-0-0 til £ 80-0-0 cif. í árs-
byrjun 1967 var verðið um £ 50-0-0 pr.
tonn cif. Þegar kom fram á vorið 1967 fór
eftirspurn eftir lýsi minnkandi og verðið
léll ennþá meira.
Meðalsöluverð á síldarmjölsframleiðslu
évsins 1966 reyndist hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins 18 shillingar og 2 pence pr.
Pi’oteineiningu í tonni cif. Verðið fór ört
Itekkandi fyrrihluta ársins 1967.
I áætlun þeirri, sem S. R. lögðu fram í
Verðlagsráði sjávarútvegsins í maímánuði,
var verð á lýsi áætlað £ 48-0-0 pr. tonn cif
°g verð á síldarmjöli 15 sh. og 9 pence pr.
Pi’oteineiningu í metrictonni cif.
Þegar kom fram á sumarið og haustið
lækkaði afurðaverðið ennþá meira á er-
lendum markaði. Komst lýsisverð s. 1. vet-
ur niður í um £ 33-0-0 pr. tonn cif og mjöl-
verð niður í um 14 sh. fyrir proteineiningu
í tonni. íslenzkt síldarlýsi mun þó ekki
hafa verið selt undir £ 37-0-0 pr. tonn cif
og síldarmjöl ekki lægra en á 15 shillinga
einingin. Enn munu vera óseldar birgðir
af síldarlýsi frá fyrra ári um 26.000 tonn,
en síldarmjölið er allt selt.
Síðustu vikurnar hefur verð á síldarlýsi
farið hækkandi, en ennþá er verðið 10—
15% lægra en það var á sama tíma í fyrra,
reiknað í sterlingspundum, þrátt fyrir
gengisfall pundsins.
Hinsvegar hefur síldarmjölið hækkað í
sterlingspundum, sem nemur íalli punds-
ins gagnvart dollar.
Síldarleit aukin.
Alls stunduðu 4 skip síldarleit og náði
leitin til miklu stærra hafsvæðis en nokk-
urntíma áður.
Hinn 17. september hóf m/s Árni Frið-
riksson, skipstjóri Jón B. Einarsson, og
leiðangursstjóri Jakob Jakobsson, síldar-
leit.
Skipið er byggt skv. almennri áskorun
útgerðarmanna, sjómanna og kaupenda
bræðslusíldar og fersksíldar. Byggingar-
kostnaðurinn, um 45 milljónir króna, verð-
ur borinn uppi af 0,2 til 0,3 % útflutnings-
gjaldi af síldarafurðum, en reksturskostn-
aðurinn er hins vegar greiddur úr ríkis-
sjóði.
Jakob Jakobsson hafði eftirlit með smíði
skipsins.
Miklar vonir eru bundnar við þetta skip
og nytsemi þess fyrir síldarútveginn á
komandi árum.
Engin síldarleit var stundúð úr flugvél-
um árið 1967, enda síldin svo að segja hætt
að vaða á yfirborði sjávar.
Frétta- og upplýsingamiðstöðvar voru
reknar á Raufarhöfn, Dalatanga og um
tíma á Siglufirði á vegum Síldarleitarinn-
ar. Veitti Barði Barðason, skipstjóri þeirri
þjónustu forstöðu eins og undanfarin ár.