Ægir - 15.05.1968, Page 23
ÆGIR
181
6 til 7 ár me'ð þeim afleiðingum, að ísrek
hefur aukizt og sjávarhiti lækkað að mikl-
um mun, svo að þörungagróður hefur
minnkað og sjórinn orðið snauður af rauð-
átu, kjörátu síldarinnar, fyrir Norðurlandi
og víðar þar sem gnótt var átu vikum og
mánuðum saman á grunnslóðum að sumar-
lagi.
S. 1. sumar virtist Austur-fslands
straumurinn, sem liggur beint í suður frá
Jan Mayen, vera miklu sterkari og ennþá
kaldari en venjulega, og áhrifa hans gæta
á breiðara og stærra hafsvæði en áður.
Þegar norska síldin rakst á þenna mikla
sjávarkulda eins og kínverskan múr á
göngu sinni til vesturs að landinu, sneri
hún frá og gekk norðaustur á bóginn, eins
°g fyrr segir.
Nokkur hluti norsku síldarinnar var við
Fsereyjar í vetur og er hugsanlegt að eitt-
hvað af þeirri síld gangi vestan hins kalda
Austur-fslandsstraums upp undir Aust-
firði sunnanverða, þótt það yrði ekki í
fyrra.
Að öðru leyti eru horfur á því að í sum-
ar muni síldargöngurnar halda sig langt
lmdan landi, ekki síður en s. 1. sumar, og
óvissa um veiðarnar meiri en nokkurntíma
áður.
Síldarflutningaskipin m/s Haförninn og
e./s Síldin munu halda uppi síldarflutning-
um af f jarlægum miðum eins og í fyrra og
standa Síldarverksmiðjur ríkisins í samn-
ingum um að leigja þriðja stóra tankskip-
ið til flutninganna.
Þá hafa verið sett bráðabirgðalög um að
Síldarútvegsnefnd beiti sér fyrir flutning-
um á saltsíld frá síldveiðiskipunum á fjar-
lægum miðum og flutningi á tunnum og
öðrum birgðum til skipanna. Er ætlunin
að leigja allt að fimm skip til þessara
flutninga.
Með þessu móti er ætlunin að stuðla að
því, að veiðiskipin geti í ríkari mæli en
áður saltáð síld um borð, jafnhliða því sem
stunduð sé síldveiði til bræðslu, og bræðslu-
síldinni umskipað í flutningaskip á mið-
unum.
Þótt verð á bræðslusíldarafurðunum sé
ennþá mjög lágt, eru vonir til þess að þær
ráðstafanir, sem nú eru í deiglunni, verði
til þess að bæta afgreiðsluskilyrði síldveiði-
flotans á komandi vertíð svo verulega, að
vænta megi bættrar afkomu þeirra, sem
síldveiðar stunda, miðað við s. 1. ár, þrátt
fyrir það að síldargöngurnar kunni að
halda sig að mestu leyti á fjarlægum mið-
um eins og þá.
r r
- TITAN-SJALFSTYRINGAR
„AUTOPILOT"
fyrir fiskiskip og farmskip
Sðluumboð:
ryAja sór alls stað'ar til rúms,
jafnt hérlcndis sem erlcndis.
Mitrg íslenzk skip eru |tegar út-
búin me« THRIGE TRAVSISTOIl-
S.IÁI.FSTVRIAGIJ. — TIIRIGE-
S.IÁEESTÝRIXGIIV er viðnr-
kennd al I.Ioyd’s og Rnrean
Veritas.
Laugavegi 15,
Simi 1-16-20
Allir sjómenn, eldri og yngri, [Durfa að eignast bókina
ENSK LESTRARBÓK handa sjómönnum
Þar er að finna ensk heiti ó öllum hlutum ó skipi og í dokk.
Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn
í erlendum höfnum. — Kostar 40 kr. í sterku bandi.
Bókaverzlun ísafoldar.