Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 22

Ægir - 15.01.1971, Blaðsíða 22
16 Æ GIR AUGLÝSING UM SÉRSTÖK VEIÐISVÆÐI FYRIR LlNU fyrir Suðvesturlandi, í Faxaflóa og Breiðafirði 1. gr. Skipum, sem veiðar stunda með öðrum veiðar- færum en línu og handfærum, eru bannaðar veið- ar til 1 apríl 1971 fyrir Suðvesturlandi og í Faxaflóa á eftirgreindum svæðum: 1. Frá Geirfugladrang liugsast dregin lína í- réttvisandi austur í punkt 63°40'6N og 22°55'2V og þaðan réttvísandi 213° og frá Geirfugladrang hugsast dregin lína í norðurátt í punkt 63°58'2N og 23°29'1V og þaðan í réttvísandi vestur. Að utan takmarkast svæði þetta af fiskveiðiland- helgislínunni. 2. 1 Faxaflóa á svæði, er takmarkast af línum, er hugsast dregnar milli eftirgi’eindra punkta: 1. 64°28'N 23°57'V 2. 64°27'N 24°43'V 3. 64°18'N 24°43'V 4. 64°18'N 24°23'V Enn fremur er netaveiði bönnuð allt árið 1971 í Breiðafirði innan línu, sem hugsast dregin úr Skor í Eyrarfjall við Grundarfjörð. 2. gr. Með mál þau, sem rísa út af brotum gegn aug- lýsingu þessari, skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðuj;lögum samkvæmt ákvæð- um laga nr. 62 18. maí 1967, um bann gegn veið- um með botnvörpu og flotvörpu með síðari breyt- ingum eða, ef um brot er að ræða, sem ekki falla undir framangreind lög, sektum frá kr. 1000.00 til 100.000.00. Auglýsing þessi er sett samkvæmt lögum nr. 44 5. april 1948, um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins og lögum nr. 62 18. maí 1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- vörpu sbr. lög nr. 21 10. maí 1969 um breyting á þeim lögum, til þess að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið 12. janúar 1971. Eggert G. Þorsteinsson. Jón L. Arnalds. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 250 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.