Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 8
22 ÆGIR unnu vöru hækkaði um meir en helming, en þó mun núverandi verð á harðfeiti hér vera mjög svipað og sambærileg vara kost- ar f. o. b. í Noregi og Danmörku í dag. Undanfarin tvö ár hefur verið í athugun endurnýjun og stækkun herzluverksmiðj- unnar. Nú hefur Reykjavíkurborg úthlut- að lóð fyrir nýja verksmiðju, sem ráðgert er að reisa í Gufunesi. Hefur þegar verið samið um kaup á herzlutækjum, sem munu fimmfalda afkastagetuna í sjálfri herzl- unni, en áður hafa verið keyptar lýsis- hreinsunarvélar, sem samsvara þessari af- kastagetu. Er áætlað að flytja reksturinn í áföngum í Gufunes á næstu 4—5 árum og munu fyrstu byggingarframkvæmdir hefjast á þessu vori. Stækkun þessi er að sjálfsögðu gerð með útflutning harðfeiti í huga, enda hefur aðild Islands að E. F. T. A. breytt veru- lega aðstöðu okkar til þess að ná því mark- miði. Gunnar GuSjónsson: Hraðfrystiiðnaðurinn 1970. Eftirfarandi yf- irlit yfir hrað- frystiiðnaðinn ár- ið 1970 er tekið saman í janúar 1971. Framleiðslu- og útflutningstöl- ur eru því byggðar á bráðabirgðaupp- gjöri við síðustu áramót. Við loka- uppgjör kunna þær að breytast, en vart mun verða um veruleg frávik að ræða. Helztu einkenni ársins 1970 í hraðfrysti- iðnaði landsmanna voru aukin framleiðsla, hækkandi verðlag afurðanna og aukinn framleiðslukostnaður, er líða tók á árið. Fyrri helmingur ársins var mjög hag- stæður, hvað innlendar aðstæður áhrærir. Vetrarvertíð hófst með eðlilegum hætti og aflabrögð voru góð. Það, ásamt hærra verði fyrir fisk til frystingar og góðar mark- aðshorfur, stuðlaði að því, að stór hluti aflans fór í frystingu. Horfur voru því á fram eftir ári, að um metframleiðslu yrði að ræða í hraðfryst- ingu sjávarafurða. Svo varð þó eigi. Verk- föll í maí og júní höfðu truflandi áhrif, og auk þess drógu mjög hagstæðir markaðir í Evrópu fyrir ísfisk og ísaða síld á s.l. hausti úr löndunum hér heima. Áherzla var lögð á að láta togarana sigla og mikill fjöldi stærri fiskibáta stundaði síldveiðar í Norðursjó. Minni bátar hófu, í auknum mæli, veiðar á rækju og hörpudiski við SV. og Vesturland. Skapaði það mikla atvinnu í mörgum hraðfrystihúsum á þessu svæði, en framleiðsla fiskflaka og fiskblokka varð minni að sama skapi. Framleiðsla. Þrátt fyrir þetta varð heildarfram- leiðsla hraðfrystra sjávarafurða árið 1970 um 92.000 smálestir. Þar af var fram- leiðsla hraðfrystihúsa innan Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurða- deildar SlS 89.971 smálest, sem var 7.032 smálestum meira en árið áður, eða 6.5% aukning. Auk þessa tveggja aðila hefur Sjö- stjarnan h.f í Keflavík útflutningsleyfi á hraðfrystum sjávarafurðum. Árið 1970 framleiddi þetta fyrirtæki 1300 smálestir af fiskflökum og fiskblokkum og 110 smá- lestir af humar. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um framleiðslu annarra afurðateg- unda hjá þessu fyrirtæki s. s. flatfisks, heilfrysts fisks o. s. frv. Um helmingur framleiðslunnar hjá S. H. og SlS var, eins og árið áður, þorskflök og þorskblokkir. Framleiðsla þessara tveggja helztu afurðategunda var 42.797 smálestir, sem var 2.452 smálestum meira eða 6%, en árið 1969. Hlutfallsleg og veruleg aukn- ing varð í framleiðslu þorskflaka í svo- nefndar neytendaumbúðir. Blokkir voru um 55 % og flök um 45 %. Fyrir nokkrum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.