Ægir - 01.02.1971, Blaðsíða 6
20
ÆGIR
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970*
Sh :o
a a
18.993
21.440
20.634
23.484
21.321
17.544
15.294
22.586
28.817
31.500
i
«H
i
M
4.612
2.120
4.164
3.816
4.443
4.094
4.159
3.809
3.403
3.200
illd
o
1-1
1.173
1.052
1.652
350
386
588
1.300
854
8.105
19.713
16.413
11.972
26.396
31.000
24.778
24.612
26.450
28.504
33.869
41.351
35.866
38.753
59.204
67.000
(áætlaðar tölur)
Svo sem fram
kemur í þessari
skýrslu, hefur
bæði þorsk- og
loðnumj ölsf ram-
leiðslan orðið meiri
en nokkru sinni
fyrr síðastliðin 10
ár. Þorskmjölið
komst í 28.817
tonn að því að ætl-
að er. — Loðnu-
mjölið var árið
1969, 26.396 tonn, en nam nú væntanlega
31.000 tonnum.
Heildarframleiðslan nemur nú rúmlega
67.000 tonnum og er hún því nú ca. 8000
tonnum hærri en heildarframleiðslan 1969,
en það ár hafði fiskmjölsframleiðslan auk-
izt um tæplega 21 þús. tonn frá árinu áð-
ur. Aukningin bæði þessi ár er aðallega
vegna aukins loðnuafla.
Árið 1970 er því metár hvað snertir
framleiðslu á fiskmjöli. Þetta á vitanlega
aðeins við um fiskmjöl og er þá ekki síldar-
mjöl talið með, en í þessum línum hefur
ekki verið gerð grein fyrir síldarmjöls-
framleiðslunni. Venjan hefur verið sú að
það sé gert sérstaklega í sambandi við
skýrslu um síldarverksmiðjurnar norðan
og austanlands. Einnig er af öðrum gerð
grein fyrir lýsisframleiðslunni.
Á árinu 1970 voru flutt út rúmlega
62.000 tonn af fiskmjöli og er talið að um
áramótin 1970/1971 hafi verið í birgðum
í landinu ca. 2750 tonn. Innanlandsnotkun
er áætluð 3000 tonn.
Helztu kaupendur að mjölinu á síðast-
liðnu ári voru þessi lönd:
Svíþjóð ................. 14200 tonn
Bretland ................ 14000 —
Danmörk ................ 11600 —
Pólland ................. 11200 —
Finnland ................ 4200 —
Vestur-Þýzkaland ........ 2000 —
Austur-Þýzkaland ........ 3000 —
Önnur lönd .............. 1900 —
Samtals 62100 tonn
Fiskmjölsframleiðslan fer sem kunnugt
er aðallega fram yfir vetrarmánuðina og
fer útflutningurinn að mestu leyti fram
á því tímabili. T. d. voru á síðastliðnu ári
flutt út ca. 40 þús. tonn á tímabilinu marz-
—júlí.
Verðlag á hverskonar fiskmjöli var
mjög hagstætt og stöðugt allt árið 1970.
Meginorsökin fyrir því að svo var má
án efa þakka breyttu fyrirkomulagi á sölu
mjöls frá Perú.
Svo sem kunnugt er, er Perú lang
stærsti fiskmjölsframleiðandinn í heimin-
um. Það gefur því auga leið, að Perú hlýt-
ur að ráða mestu um verðlag á þessari
vöru á heimsmarkaðinum.
Áður, þ. e. fyrir árið 1970 voru í Perú
fjórir söluhringir, sem höfðu á hendi sölu
á fiskmjöli landsins í umboði framleið-
enda. Ennþá fleiri seldu búklýsið. Þetta
fyrirkomulag hafði í för með sér miklar
verðsveiflur, þ. e. þegar skortur varð á
mjöli hækkaði verðið æfinlega, en lækkaði
oft óeðlilega mikið, þegar framboðið varð
meira en eftirspurnin. Sú breyting varð á
þessu fyrirkomulagi í aprílmánuði 1970, að
ríkisstjórnin í Perú setti á fót einkasölu á
fiskmjöli og búklýsi.
Einkasalan tók til starfa 1. júlí 1970.
Gömlu söluhringarnir drógu saman seglin
strax í lok apríl, þegar hið opinbera hætti
að skrásetja nýja sölusamninga frá þeim,